Feykir - 23.11.2016, Page 17
1 72 01 6
skipuleggja allt vel og hafa gott aðstoðar-
fólk. Þetta er líklega ellefti aupair-inn
sem er hjá okkur núna,“ bætir Tóti við
og vísar þar til Þjóðverjans Paul Grigo
sem hefur dvalið hjá þeim síðan í haust.
„Ég sagði við Siggu, þegar við vorum
að taka saman, að þetta væri nú meiri
vitleysan hjá okkur, hún prestur og ég
hestamaður,“ segir hann. „Það er oft
mikið álag hjá okkur báðum um helgar,
mót og námskeiðahald lendir mikið á
helgum og þá er Sigga líka upptekin.“
Prestsstarfið er annasamt, flestar
messur um helgar og allflestar
athafnir eru einnig um
helgar. Í miðri viku
er annarskonar safn-
aðarstarf í gangi og
þá er einnig verið að
undirbúa helgarnar,
sækja fundi, kenna
fermingarbörnum, sinna
barnastarfi og ýmsu sem
til fellur. Þá fer tími í
sálgæslu og viðtöl en
Sigga segir þörfina fyrir
slíkt mikla og að fólk
leiti til sóknarprestsins
með ýmis mál. „Þetta er
eins manns vinnustaður,
skrifstofa prestsins, og
maður þarf að halda
vel áfram, enda enginn
annar sem gengur í
störfin,“ segir Sigga.
Hún tekur þó fram að
það sé gott samstarfsfólk
í kirkjunni, þeir Bald-vin
Kristjánsson meðhjálp-
ari og Rögnvaldur Val-
bergsson organisti. Þá
sé samstarf prestanna á
svæðinu mjög gott.
„Þess ber að geta
að við eigum óskaplega marga góða
að og heilmikið net á bak við okkur
í fjölskyldunum. Þær eru nú betri en
engar, ömmurnar og allir hinir sem eru
í kringum okkur. Börnin eru oft send í
sveit um helgar,“ segir Sigga og Hjördís
Halla, sem hefur dundað sér skammt
frá og sungið meðan viðtalið er tekið,
tekur undir það. Bræður Siggu, þeir
Einar, Árni og Kári Gunnarssynir, búa
allir í Skagafirði. Foreldrar hennar, þau
Gunnar Oddson og Helga Árnadóttir,
búa í Flatatungu. Þá býr Heiðrún, systir
Tóta í Saurbæ, en Hallgrímur bróðir hans
og hálfsystir hans, Ástríður, í Reykjavík.
Faðir hans, Eymundur Þórarinsson, býr
á Sauðárkróki og einnig móðir hans,
Sigríður Halldóra Sveinsdóttir.
„Við lærðum fljótt að það þýðir ekkert
fyrir okkur að missa okkur í smáatriðum
hér og þar, þá værum við ekki hér,“ segir
Tóti. Þau vitna í ömmu Siggu sem sagði
einhvern tímann að það eina sem hún
sæi eftir í lífinu væri allur tíminn sem fór
í að þrífa. „Þetta snýst líka um hver eru
aðalatriðin og hvað eru svo aukaatriði.
Við teljum okkar orðin býsna góð í að
sortera það úr og förum ekki á taugum
hátíðleg og góð, og þau fara ekki inn í
skáp,“ bætir Sigga við.
Þá er svo ótrúlegur
friður yfir bænum
Á Þorláksmessu er saltfiskur á borðum
í Barmahlíðinni, en skatan fellur ekki í
kramið hjá húsráðendum. Á aðfangadag
er svo borðað í áföngum og ber þar
fyrst að nefna möndlugraut í hádeginu.
„Um kvöldið er borðaður forréttur og
síðan farið í messu. Þá getum við gert
aðalréttinum skil í rólegheitum eftir
aftansönginn, sem er
klukkan sex. Börnin
eru reyndar orðin
verulega langeygð
eftir pökkunum þegar
kemur að því. Svo fer
ég aftur út og messa
undir miðnætti. Þá er
svo ótrúlegur friður yfir
bænum,“ segir Sigga.
Hún segir messusókn
yfirleitt góða og alltaf
svipaða frá ári til árs, en
veðrið skiptir þar mestu
máli. Jólamaturinn er í
nokkuð föstum skorð-
um, þó forrétturinn sé
reyndar breytilegur.
Aðalrétturinn á aðfanga-
dag er léttreyktur lamba-
hamborgarhryggur, bor-
inn fram með jólasalati,
laufabrauði, malti og
appelsíni og tilheyrandi.
„Svo kemur jóla-
dagur og þá fer ég með
börnin í jólaboð. Um
kvöldmatarleytið kem
ég svo heim og hitti
þreyttu konuna mína,“
segir hún. „Okkur finnst
líka mjög gaman að
ferðast og reynum að
gera það þegar tækifæri
gefast,“ segja þau, en
þegar viðtalið er tekið
eru þau nýlega komin
frá Róm, ásamt syninum.
Þar var margt skoðað,
enda er Eymundur
afar áhugasamur um
ítalska menningu og
sögu. „Hann pískaði
okkur foreldrunum út á
listasöfnum,“ segir Sigga
og glottir.
Þau hjónin segja
mjög ánægjulegt að hafa
fengið tækifæri til flytja
aftur í Skagfjörð. Það er
oft líf og fjör á heimilinu,
eins og nærri má geta
þar sem eru þrjú börn
og báðir foreldrar vinna
óreglulegan vinnutíma.
„Það er dálítil „óregla“
á heimilinu en við reyn-
um nú að hafa reglu í
óreglunni. Þetta er oft
heilmikið púsluspil,“
segir hún. „Það þarf að
þó það sé ekki allt í röð
og reglu á heimilinu,“
segja þau.
Sigga segir desember
afar annasaman mánuð.
„Það er allt að gerast
í desember, meðal
annars ýmsir jólafundir
og mikið um að vera í
skólunum. Þá verður Tóti
eins og ofvirk húsmóðir,“
segir hún og hlær. Tóti
segist þó lítið koma að
bakstri en hann reynir
að halda aðalatriðunum
gangandi meðan hún
er í vinnunni. „Þegar ég
var að byrja í starfinu
voru nokkrar eldri
konur sem vorkenndu
mér óskaplega og færðu
okkur smákökur og
lagkökur en það hefur
nú heldur dregið úr því,“
segir Sigga og enn er stutt
í hláturinn. Tóti segist
halda þeirri jólahefð
að fara með börnin í
skóginn á Hólum til að
höggva jólatré. „Jólin
eru í hjartanu og verða
Feðgarnir á góðri stundu. Móðir Tóta, hægra megin við Siggu, úti að borða
ásamt tengdabörnum og afkomendum.
Í Flórída 2015. Með fjölskyldunni er (lengst til vinstri)
Davíð Einarsson, bróðursonur Siggu. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI
Systkinin bregða á leik. Hjördís Halla, Þórgunnur og Eymundur Ás.
Sigga ásamt stöllum sínum, Döllu og Höllu. Tóti og Þóra frá Prestbæ á Landsmóti 2011. MYND: JÓN BJÖRNSSON
Frá vinstri: Sigríður Gunnarsdóttir amma Siggu,
Sigríður A. Pálmadóttir, Ásta Sigríður Knútsdóttir og Sigga.
Tóti á yngri árum.