Feykir


Feykir - 23.11.2016, Page 19

Feykir - 23.11.2016, Page 19
1 92 01 6 SÚKKULAÐIBITAKÖKUR Þar sem jólin eru að nálgast er tilvalið að fá Pálu Kristínu til að ljóstra upp hvernig uppáhalds jólasmákökurnar eru gerðar og almennt hvernig jólastússið lítur út hjá fjölskydunni. „Við erum öll skelfilega íhalds- söm þegar kemur að jólunum. Jólaskrautið er yfirleitt hengt upp á sama stað og það var árið áður. Við erum alltaf með sama matinn, þ.e. hamborgarhrygg og síðan rjómalagaðan hrísgrjónagraut með möndlu í eftirrétt. Jólin í fyrra voru frekar eftirminnileg en þá fór rafmagnið af stofunni á Þorláksmessukvöld og ekki var hægt að fá rafmagn á stofuna fyrr en milli jóla og nýárs. Við sátum því með kertaljós og lampaljós á aðfangadagskvöld bæði yfir matnum og líka við að taka upp pakkana. Á jóladag er síðan hið árlega hangikjötsjólaboð tengda- foreldra minna. Bestu jólin eru nú líka þegar mamma er ekki að vinna á aðfangadagskvöld og við förum til hennar eða hún kemur til okkar.“ Uppáhalds jólasmákökurnar okkar eru súkkulaðibitakökur og hér er uppskrift af þeim: 300 gr hveiti 150 gr sykur 125 gr púðursykur 150 gr smjörlíki 120 gr súkkulaði (brytjað smátt) 1 til 2 egg ½ tsk matarsódi 1-2 vanilludropar ½ matskeið volgt vatn smá salt Smjör og sykur hrært saman, eggjum bætt út í. Öllu hnoðað saman. Sett í rúllur. Geymist í kæli. Gott að undirbúa kvöldinu áður en síðan er kökurnar skornar niður og settur er súkkulaðidropi á hverja köku. Bakist við 200 °C í 10 mínútur. Verði ykkur að góðu. Uppáhaldið hjá Pálus Pála Kristín Bergsveinsdóttir er lífsglöð 42 ára eiginkona, móðir tveggja drengja, sem er að klára meistaranám við Háskóla Íslands í fötlunarfræði. Samfara námi vinnur hún í hlutastarfi í búsetukjarna fyrir geðfatlað fólk í Reykjavík. Pála segist stolt af því að vera Skagfirðingur en hún ólst upp á Sauðárkróki við gott atlæti áður en slæmur vágestur barði að dyrum sem enn minnir á sig. Áður en 19. afmælisdagurinn rann upp veiktist Pála Kristín alvarlega af Wilson-sjúkdómnum, sem er sjaldgæfur taugasjúkdómur og liggur í erfðum. Svo rammur var hann að Pála Kristín endaði í rúminu nær dauða en lífi. Með harðfylgi kom hún sér á lappir og að gefast upp er ekki til í hennar orðabók. Mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar í þeim málum. Pála Kristín féllst á að segja lesendum Feykis sögu sína og við byrjum á því að spyrja hvernig Wilson- sjúkdómurinn hagar sér. „Hann lýsir sér þannig að kopar safnast upp í líkamanum og í mínu tilfelli var það í heilanum. Undanfari veikindanna var ekki mjög langur en það tók sér- fræðingana hálft ár að finna hvað var að hrjá mig. Það var þó versti tími sem ég hef upplifað því að ég fann að það var eitthvað að hrjá mig en þeir fundu ekkert. Ég fékk þó nokkuð margar grein- ingar sem pössuðu ekki alveg við veikindi mín sumarið 1993. Koparinn hafði reyndar verið að safnast fyrir í heilanum á mér síðan ég var tveggja ára.“ Ferlið til betri heilsu var bæði langt og erfitt fyrir Lætur ekki lífsins þrautir buga sig Pála Kristín Bergsveinsdóttir Pálu Kristínu en hún greinist með Wilson-sjúkdóminn 9. september 1993. Henni versnaði mjög mikið þegar hún var sett á lyfin sem áttu að bæta líðan hennar. „Þegar ég var sem veikust þá var ég 34 kg og gat ekki gert mikið. Ég þurfti að læra bókstaflega allt aftur sem maður tekur sem sjálfsögðum hlut, eins og til dæmis að ganga, að borða, að tala og að klæða mig. Ég útskrifaði mig sjálf af Reykjalundi í febrúar 1995 og fór norður, enda var ég komin með yfir mig nóg af allri endurhæfingu. Ég hélt nú samt áfram í sjúkraþjálfun nokkrum sinnum í viku hjá uppáhalds liðinu mínu þ.e. Fann- eyju, Sveini og Árnýju,“ segir Pála Kristín en upp úr því byrjaði hún aftur í Fjölbrautaskólanum á Króknum, haustið 1995, og lauk stúdentsprófi vorið 1997. Um haustið flutti hún suður til að komast í talþjálfun sem ekki varí boði á Króknum á þessum tíma. „Ég byrjaði í Háskóla Íslands ári seinna. Árið 2001 greindist ég síðan með geðhvarfasýki. Sá sjúkdómur h e f u r frekar hrjáð mig en taugasjúk- dómurinn. Um haust- ið 2001 þurfti ég á þremur innlögnum á geðdeild að halda, fyrst á Akureyri og þá þurfti að svipta mig sjálfræðinu til að koma mér inn á deild. Eftir að ég byrj- aði að taka inn geðlyf minnkuðu sveiflurnar hjá mér og hef ég verið góð af þessum sjúkdómi mjög lengi. Ég lagðist í fyrsta sinn inn núna í september 2016 síðan árið 2001. Það var það besta sem ég gat gert í stöðunni sem ég var komin í,“ segir Pála Kristín. Ekki í boði að gefast upp Pála Kristín segist alltaf hafa átt mjög gott stuðningslið í kringum sig. Mamma hennar og allar uppáhalds kerlingarnar hennar, eins og hún orðar það, sem bjuggu á Freyjugötunni, komu í veg fyrir að hún myndi gefast upp og hafa þær alltaf staðið við bakið á henni. „Stórfjölskyldan, vinir og kunningjar hafa staðið með mér í gegnum allt. Þegar það fréttist að ég væri svona mikið veik þá fengum við mikinn stuðning frá bæjarfélaginu. Ég hef auk þess verið nokkuð heppin með lækna og ég elti Björn Blöndal uppi þegar ég frétti að hann væri að hætta á Króknum og flytja suður, þannig að ég er búin að vera hjá sama heimilislækninum í meira en 20 ár. Nýjasta stuðningsliðið mitt eru stelpurnar sem eru með mér í Tabú sem er femínísk hreyfing þar sem sjónum er beint að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Árið 2002 verða straumhvörf í lífi Pálu Kristínar þegar hún kynnist Lúlla, eða Lúðvík Lúðvíkssyni eins og hann heitir fullu nafni. Þau fella hugi saman og þann 1. maí 2003 eignuðust þau soninn Ívar Örn sem verður fermdur næsta vor. Tveimur árum síðar, eða árið 2005, gengu þau svo í hjónaband í Dómkirkjunni hjá Hjálmari Jónssyni sem hún þekkti vel frá Sauðárkróki. Árið 2007, eftir góða hveitibrauðsdaga, útskrifaðist hún úr félagsráðgjöf með starfsleyfi og byrjaði að vinna á áfangaheimilinu í Dreka- vogi sem deildarstjóri. „Við eignuðumst annan son í apríl 2008 sem heitir Kristófer Páll og á það til að krútta yfir sig. Lúlli er menntaður lögfræðingur og starfaði við það í mörg ár. Við fluttum árið 2011 til Lundar í Svíþjóð þar sem við fórum bæði í framhaldsnám. Við ferðuðumst mjög mikið á þessum tveimur árum sem við bjuggum í Svíþjóð. Það var mjög gott að búa þar og kynntumst við mörgu frábæru fólki þarna úti sem við höldum enn sambandi við,“ segir Pála Kristín. Ekki voru allar hrakfarir að baki því enn og aftur bankaði vágestur upp á. Sumarið 2014 veikist Lúlli alvarlega er hann fékk heilablóðfall, 42 ára að aldri. Hann lamaðist hægra megin í líkamanum og missti málið. „Fóturinn á honum kom til baka þannig að hann gat gengið á ný. Hann komst loksins í einhverja markvissa endurhæfingu tæpu ári eftir útskrift á Grensás þegar hann komst að á taugasviðinu á Reykjalundi. Hann var útskrif- aður þaðan um miðjan október. Þá fór honum að fara gríðarlega mikið fram í talinu. Síðustu tvö ár hafa verið mjög erfið eftir að kletturinn í lífi mínu veiktist svona mikið því að honum var varla hugað líf á tímabili, en við sem búum í Strandaseli 11 þekkjum ekki hugtakið að gefast upp. Það er bara ekki í boði,“ segir Pála Kristín að lokum og bætir við: „Mig langar að nota tækifærið og þakka fyrir allan þann stuðning sem Skagfirðingar, vinir og vandamenn hafa sýnt okkur síðastliðin ár.“ Feyki finnst ljúft og skylt í lokin að minnast á að á Facebook er að finna síðuna „Styrktarsíða fyrir Lúðvík, Pálu Stínu og drengina þeirra“. Pála Kristín er baráttujaxl sem hefur ýmislegt mátt reyna. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI JÓ LA FE YK IR 2 01 6 JÓ LA FE YK IR 2 01 6 JÓ LA FE YK IR 2 01 6 VIÐTAL Páll Friðriksson

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.