Feykir


Feykir - 23.11.2016, Page 27

Feykir - 23.11.2016, Page 27
2 72 01 6 Karólína kom til Íslands eftir að námi í framhaldsskóla lauk og réði sig sem vinnukonu að Húsatóftum á Suðurlandi. Fljótlega eftir komuna skynj- aði Karólína að Ísland væri landið hennar. „Þetta var mjög skrítið. Ég get ekki útskýrt það beint en það var þannig að mig langaði til að búa á Íslandi. Ég fór samt aftur út í nám og stofnaði að því loknu fyrirtæki, með þáverandi kærasta mínum, sem enn er starfandi. Mér datt í hug að það gæti gengið upp að vinna á Íslandi þrátt fyrir að fyrir- tækið væri í Þýskalandi,“ segir Karólína. Sú ráðagerð gekk upp með hjálp tækninnar og hún lét verða af því að flytja til Íslands. Karólína, sem er verkfræðingur að mennt, lét byggja lítið hús sem hún teiknaði sjálf og setti það upp í Hegranesi en þar hafði hún fest kaup á 8 ha spildu. Fljótlega kom í ljós að landið dugði ekki fyrir þau hross og kindur sem hún var komin með. „Ég fór í það að skoða mig um, hvort væri hægt að kaupa eitthvað sem væri ekki svo dýrt en samt með gott beitiland. Það mátti vera afskekkt, sem er í raun kostur fyrir mig, en samt ekki of afskekkt. Það verður að vera hægt að komast í búð o.s.frv. án þess að ferðast í marga klukkutíma. Þannig fór að Magnús Ólafsson benti mér á að Hvammshlíð væri til sölu og ekki dýr, þar sem jörðin hafði verið á sölu í langan tíma,“ segir Karólína en viðurkennir að jörðin hafi kannski ekki verið spennandi fyrir venjulega bændur. Á Keypti 600 hektara eyðijörð VIÐTAL Páll Friðriksson Caroline Kerstin Mende eða Karólína í Hvammshlíð Karólína í Hvammshlíð varð til þegar hin þýsk-ættaða Caroline Kerstin Mende festi kaup á eyðijörðinni Hvammshlíð á síðasta ári og breytti nafni sínu á Fésbókinni til samræmis við ný heimkynni. Aðkoma að bænum er frá Þverárfjalls- vegi þar sem hann hæst stendur og skaflar loka fyrir umferð þegar þannig háttar veðri. Þegar blaðamaður Feykis fór þar um eitt sinn velti hann vöngum yfir því hvernig það væri að búa á slíkum stað, hvort ekki væri veður ill á vetrum með ófærð og tilheyrandi einangrun. Til að komast að því heimsótti hann húsfrúna einn dumbungsdag í nóvember, fékk kaffi og spurði hana út í hennar hugðarefni. jörðinni, sem telur rúma 600 hektara, voru engin hús né ræktað land og síðast var búið í Hvammshlíð um 1880. Kaupin gengu mjög hratt fyrir sig og Karólína flutti aðeins einum mánuði eftir að skrifað var undir samning og núna hefur hún búið í Hvammshlíð í eitt ár. Litla húsið hennar var flutt úr Hegranesinu á kranabílspalli Þórðar Hansen og komið fyrir á góðum stað. Svo vel vill til að gamli Þverárfjalls- vegurinn liggur nálægt húsinu og heimreiðin er gamall línuvegur. Karólína segir að auk vegaslóðanna hafi fleira verið á staðnum s.s. rafmagnslínur sem liggja í gegnum landið og vatnslindir í Hvamms- hlíðarfjallinu. Þar er kaldavermsl svo ekki frýs þótt kalt sé í veðri. Fjárbúskapur í gegnum Alnetið Eins og áður sagði gengur það prýðilega upp hjá Karólínu að vinna á Íslandi meðan aðal-starfsemi fyrirtækisins fer fram í órafjarlægð. En þrátt fyr-ir að ljósleiðari liggi skammt frá heimilinu notar hún 3G lykil fyrir netsambandið. „Já, ég er með 3G netlykil þó að ljósleiðari fari gegnum landið og rétt við húsið. Ég má ekki tengjast þar sem þetta er stofnæð. Því miður! Þetta er fínt en stundum gengur hægt en þetta er allt í lagi fyrir mig því ég er ekki að hala miklu niður,“ segir hún. Í dag starfar Karólína við lítið bókaforlag sem hún stofnaði fyrir tveimur árum og er systurfyrirtæki aug- lýsingastofunnar sem hún átti áður. „Mig langaði að gefa út bækur um íslenskt efni á þýsku og ensku til að upplýsa bæði Íslandsvini erlendis og ferðamenn sem koma hing-að til lands og gefa þeim tækifæri til að kíkja á bak við tjöldin eða umfram það sem lesið er um í venjulegum ferðabókum. Ég er að ljúka við sjöundu bókina núna en hún fjallar um torfbæi á Íslandi,“ segir Karólína og leggur áherslu á að hún reyni að hafa þær sem ódýrastar svo ferðamenn kaupi hana frekar. Auk þess að skrifa bækur er Karólína með óvenjulegan búskap að því leyti að hún hirðir kindur fyrir fólk sem býr í Þýskalandi. Þá tekur fólk kind í fóstur og borgar fyrir hey og bólusetningu o.þ.h. en í staðin fær það myndir og fréttir af búskapnum. Svo fær það ullina af sinni kind en Karólína sér um að hún komist í réttar hendur. „Þetta er mest handverksfólk sem spinnur og þæfir ullina en það er mjög vinsælt í Þýskalandi. Íslenska ullin er að mínu mati vanmetin hér á landi. Ullin er sérstök að því leyti að litirnir eru fjölbreyttir og ullin er mjög góð, öfugt við þá sem er á sambærilegum kindum í Þýskalandi.“ Jól á fjöllum Nú hefur Karólína búið einn vetur í Hvammshlíð og annar að mæta á svæðið en hún kvíðir því ekki. Hún segir að auðvitað sé meiri snjór þarna en í Hegranesinu en það sé skjólsælt, oft logn og ekki mjög kalt. „Það er ekki eins snjóþungt hér og í Laxárdal til dæmis, sem er hérna í nágrenninu. Svo er þetta góður staður fyrir norðaustan- og austanáttinni. Það var meðal þess sem réði hvar bæjarstæðinu var valinn staður, fyrir utan vegarslóðann og rafmagnið.“ Þrátt fyrir að nokkur snjór hafi komið síðasta vetur leið húsfrúnni vel, kindum og hrossum og segist hún eiga afbragðsgóðan nágranna. Hún segir að Bragi á Þverá reynist henni mjög vel og það yrði miklu erfiðara að búa þarna ef hann væri ekki til staðar. Aðspurð um það hvort hún verði ein um jólin segir hún svo vera. „Ég var eina manneskjan hér um síðustu jól. Kannski er ég bara vön því að vera ein um jólin en mér finnst ég ekki vera einsömul með dýrunum mínum, sérstaklega þar sem ég á hundinn minn Baug. Ég hef nú líka samskipti við fólk, fer í heimsókn og fólk kemur til mín eða ég tala við vini mína í gegnum Skype.“ Kannski býr Karólína í Hvammshlíð, þrátt fyrir allt, ekki svo afskekkt. „Alls ekki, þvert á móti. Ég er í alfara leið.“ Banana-Kipferl Þessar smákökur eru afbrigði af vanillu- „kipferl“ (hnýflum) sem eru mjög vinsælir í Þýskalandi. Á fyrstu árum auglýsingastofunnar okkar sem heitir Banana fengu v iðskiptavinirnir okkar heimabakaða banana-kipferl sem jólagjöf. Uppskriftin er einföld og góð. 125 g sykur 2 bananar 250 g smjör 150 g malaðar möndlur 375 g hveiti (má vera heilhveiti) 1 egg 20 vanilludropar 1 tsk kanill Maukið bananana vel, bætið sykrinum við, sjóðið það allt saman í u.þ.b. 30 mínútur þangað til þetta er orðið eins konar sulta. Látið kólna. Hnoðið þá sultuna og allt hitt vel saman og setjið svo í kæli í tvo tíma. Gerið litla banana úr deiginu og bakið í 200° C í 10 til 15 mínútur þar til þeir eru orðnir ljósbrúnir. Það má setja flór- sykur á þá á eftir. Uppáhaldið hjá Karólínu Karólína og Baugur. MYND: PF Vetrarstemning hjá kindunum skrautlegu í Hvammshlíð. MYND: KARÓLÍNA

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.