Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Dóróthea Gunnarsdóttir, eig-andi verslunarinnar, segir að þegar verslunin var stofn- uð fyrir einu og hálfu ári hafi hug- myndin verið sú að auka fataúrval, liti og mynstur. „Mér fannst vanta liti í fatnað hér á landi og heyrði þetta líka hjá öðrum konum sem töluðu um fábreytt úrval. Hjá okkur er útgangs punkturinn litir, falleg mynstur og lífsgleði,“ segir hún og bætir við að móttökurnar hafi verið vægast sagt góðar. „Já, viðskiptavinirnir eru himinlif- andi yfir nýjum sniðum, björtum litum og góðu verði.“ Þá hefur verslunin fengið mikið hrós fyrir vöruúrvalið, bæði frá íslenskum viðskiptavinum og ferðamönnum. „Fólki finnst gaman að sjá eitthvað nýtt og öðruvísi, bjart og glaðlegt,“ segir Dóróthea en lögð er sérstök áhersla á góða og persónulega þjónustu í versluninni. „Við leggjum metnað okkar í nálægð við viðskiptavininn og höldum sérstök kvennakvöld þegar eftir því er leitað. Þá skapast alveg sérstaklega skemmtileg stemming. Við bjóðum kvenna- hópum upp á léttar veitingar og sýnum þeim vörurnar með annarri nálgun. Okkur finnst að konur sem klæðast fötum frá okkur skeri sig úr fjöldanum á jákvæðan og kven- legan hátt. Litir skapa ákveðna gleði og gera samskipti við aðra léttari. Markhópurinn er konur á öllum aldri,“ segir Dóróthea og bætir við að leitast sé við að velja hönnuði og framleiðendur eftir bestu sannfæringu. „Allt eru þetta gæðamerki sem eru þekkt fyrir vandvirkni og góða hönnun. Má þar nefna King Louie, Sessún, Depeche, Nice Things, Mjuse, Alexander Hotto og Vagabond.“ Mikið hefur verið lagt í að hafa umhverfið í versluninni hlýlegt og aðlaðandi. „Viðskiptavininum á að líða vel, gefa sér tíma til að skoða og njóta góðrar þjónustu. Við viljum að konur hafi gaman af því að skoða vörurnar, kíkja í gamla miðbæinn og upplifa stemm- inguna á Skólavörðustígnum,“ segir hún. King Louie er aðalmerki 16a en það var stofnað árið 1980 af hollensku pari. „Hönnuðirnir eru miklir aðdáendur vintage hluta og fannst til dæmis vanta hina fullkomnu svörtu turtle-neck peysu. Þau hönnuðu slíka peysu með Levi’s 501. Eftir það hefur KL vaxið stöðugt en markmið þeirra er að framleiða föt sem gera fólk hamingjusamt,“ segir Dóróthea. „Það er líka góð tilfinning að KL framleiðir einungis föt við tryggar aðstæður. Fyrirtækið er meðlimur í Fair Wear Foundation en það eru samtök sem skuldbinda sig til að bæta vinnuskilyrði í fatafram- leiðslu. Þeir hafa strangt eftirlit með að vinnutími sé ekki of langur og barnaþrælkun er ekki sam- þykkt. Fylgst er með öllu öryggi og vinnuumhverfi. Framleiðendur KL ferðast til Tyrklands og Asíu á hverju ári til að skoða framleiðslu- ferlið. Þá hafa eigendur KL unnið að jafnrétti í meira en tuttugu ár. Tíu prósent fatnaðarins eru með GOTS, global organic textile standard. Það nýjasta í framleiðsl- unni er pólýester sem unnið er úr PET-flöskum. Undanfarið hefur KL fengið fjölda verðlauna fyrir mynstur í fatnaði.“ 16a er einnig með vandaða ítalska gæðaskó sem henta vel fyrir íslenskt veðurfar auk vinsælu Mjuse skónna í fallegum litum, rétt eins og fötin. Og svo auðvitað hina vinsælu Lemon Jelly regnskó sem farið hafa sigurför um heiminn enda bæði fallegir og litríkir auk þess sem þeir anga af ljúfum sítrónuilmi. „Þeir hafa verið mjög vinsælir enda passa þeir við allt,“ segir Dóróthea. Opnunartími 16a er alla virka daga milli 10-18, laugardagar 11-17 og sunnudagar 12-16. Greinin er unnin í samvinnu við Verslunina 16a. 16a er með síður á Facebook og Instagram sem eru reglulega uppfærðar. Heimasíðan er 16a.is og símanúmerið er 562- 0016. Í 16a á Skólavörðustíg 16a er ekki aðeins hægt að fá fatnað heldur líka fylgihluti og fallega sokka eins og sjá má. MYND/STEFÁN KARLSSON Léttir sumarkjólar í björtum og glaðlegum litum eru áberandi í versluninni um þessar mundir. Í versluninni 16a er mikið úrval af vönduðum skóm fyrir öll tækifæri. Lemon Jelly regnskórnir hafa farið sigurför um heiminn enda bæði fallegir og vel lyktandi og passa við allan fatnað. King Louie fatnaðurinn er ekki bara fallegur heldur framleiddur á siðlegum grunni. Sessún kápan fallega sem hrindir af sér rigningunni og litríku Lemon Jelly skórnir smellpassa fyrir pollana. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . M A Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -7 A B C 1 F C D -7 9 8 0 1 F C D -7 8 4 4 1 F C D -7 7 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.