Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 50
lyftarar og hillukerfi www.velaborg.is velaborg@velaborg.is s. 414 8600 V Wo r l d C l a s s b a r þ j ó n a -keppnin er sú stærsta í h e i m i n u m . B a r þ j ó n a r frá öllum löndum mæta og keppa um titilinn besti barþjónn heims- ins. Það má kannski bera titilinn saman við Michelin-stjörnuna í veitingaheiminum og því til mik- ils að vinna. Í vetur kepptu 32 bar- þjónar um að komast í úrslitin sem verða haldin núna á þriðjudaginn en aðeins 10 barþjónar komust í gegnum niðurskurðinn. Sá sem sigrar á þriðjudaginn verður krýndur besti barþjónn landsins og fær keppnisrétt í alþjóðlegu keppninni. Úrslitakeppnin stendur yfir allan þriðjudaginn og er fyrri hluti hennar lokaður gestum. Þær þrautir sem barþjónarnir þurfa að leysa eru: Kokteilvikan hefst í dag Á þriðjudaginn verður besti barþjónn landsins krýndur í Perlunni. Þetta er í þriðja sinn sem World Class barþjónakeppnin er haldin hér á landi en í fyrsta sinn verður sérstök kokteilavika í kringum keppnina. Andri Davíð var besti barþjónn landsins árið 2016. Hér sést hann einbeittur í World Class keppninni það árið. MynD/Þorgeir ÓlAfsson Klassískur kokteill Martini Það verður ekki mikið klass- ískara en Martini. Í hann þarf ekki mikið en á móti verða þetta að vera hágæða hrá- efni – gin eins og Tanqueray no. 10, vermút og svo ólífa eða sítrónubörkur til skrauts. 60 ml gin 1 matskeið vermút Hrærið vökvunum saman með smá ís eða skellið þeim í hristarann til blönd- unar. Hellið í martini-glas (mikilvægt). Ólífa á kok- teilpinna ofan í, eða smá sítrónubörkur. Kokteilvikan 17.-22. maí Public House Laugavegi 24 Sérstakur Tan- queray no. 10 Gin and Tonic matseðill alla daga kokteil- vikunnar. 17.-22. maí Nostra Laugavegi 59 Kynning á Ron Zacapa – eftir hverja máltíð á Nostra gefst gestum kostur á að fá kynningu á Ron Zacapa rommi með kaffibollanum. 19. maí Dillon Laugavegi 30 World Whiskey Day maltviskí- kynning verður allan daginn á Dillon. 18. maí Petersen svítan Ingólfsstræti 2a Fyrirlestur með Andra Davíð Péturs- syni, besta barþjóni landsins árið 2016, og nefnist hann The Ideal Way of Drinking. 17. maí Apotek kitchen bar Austurstræti 16 World Class kok- teilnámskeið með Jónasi Heiðari, miðasala á miði.is. 18. maí Sæta svínið Hafnarstræti Síðbúið Martini Moment með Jónasi Heiðari klukkan 23. 22. maí Perlan lokakvöldið Besti barþjónn Íslands – og heimsins? Mystery basket Barþjónarnir fá körfu með óvæntum hráefnum sem þeir þurfa að gera kokteil úr. Blindsmakk Barþjónarnir þurfa að greina mismunandi áfengistegundir upp úr ómerktum svörtum glösum. Bæði þurfa þeir að geta svarað því hvaða tegund þetta er og um hvaða vörumerki er að ræða. Past vs present Keppendur þurfa að blanda einn klassískan kok- teil og svo búa til sína útgáfu af honum. Drykkirnir þurfa að passa saman en á sama tíma að vera í ákveðinni mótsögn – til að mynda svartur og hvítur drykkur, fordrykkur og eftirdrykkur og svo framvegis. Um kvöldið verður svo búið að skera niður í fjóra barþjóna og þá hefst partíið sem allir eru vel- komnir í. Síðasta þrautin – sem partígestir fá að fylgjast með – er hraðakeppnin þar sem fjórir bestu barþjónar landsins þurfa að blanda átta drykki á átta mínútum. 1 7 . m A í 2 0 1 8 F I m m T U D A G U R38 L í F I ð ∙ F R É T T A B L A ð I ð Lífið 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C D -7 0 D C 1 F C D -6 F A 0 1 F C D -6 E 6 4 1 F C D -6 D 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.