Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 44
Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má fi nna á www.geosilica.is Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda er fyrir löngu orðin fastur liður um hvítasunnuhelgina og mikilvægur hluti af menn-ingarlífinu. Hátíðin hefur nú verið haldin í tólf ár og hefur á þeim tíma vaxið jafnt og þétt en það eru kvikmyndagerðarkon- urnar Helga Rakel Rafnsdóttir og Kristín Andrea Þórðardóttir sem bera hitann og þungann af skipu- lagningu og utanumhaldi í ár. Helga Rakel segir að dagskráin sé sérstak- lega glæsileg í ár en þó svo að hún sé löngu frágengin sé enn í mörg horn að líta. „Við erum að ferja hundrað og fimmtíu manns til Patreksfjarðar auk allra hinna gestanna sem koma til bæjarins til þess að njóta hátíðar- innar.“ Grasrót sem smitar Aðspurð hvers vegna sé verið að halda heimildarmyndahátíð á Pat- reksfirði en ekki til að mynda í Reykjavík segir Helga Rakel að það komi til af tvennu. „Í fyrsta lagi þá er Skjaldborgarbíó á Patreksfirði. Þetta er ótrúlega fallegt bíó sem Lions- menn hafa staðið vörð um í gegnum árin. Fyrstu níu árin sem hátíðin var haldin var eingöngu hægt að sýna myndir af filmu í húsinu með gamalli vél sem alveg svínvirkaði. En núna hafa Lionsmenn safnað fyrir alveg rosalega góðu PCB-sýningar- kerfi og hafa verið með reglulegar bíósýningar í húsinu. Í öðru lagi þá var það þannig að upphafsmenn hátíðarinnar dvöldu talsvert á Patreksfirði á þeim tíma og þeim fannst svo alveg fáránlegt að nota þetta hús ekki til þess að gera eitthvað stórkostlegt og það má svo sannarlega segja að þeim hafi tekist það enda er alltaf alveg rosalega gaman á Skjaldborg.“ Helga Rakel segir að það sé svo auðvitað ekki síður mikilvægt hvað Skjaldborg er mikilvægur vettvang- ur fyrir heimildarmyndagerðar- fólk á Íslandi. „Hluti af því hversu hátíðin er öflug er að hún er haldin á Patreksfirði vegna þess að það er svo gott að komast í burtu og vera með allan fókus á heimildarmyndir, hitta aðra heimildarmyndagerðarmenn og hafa gaman. Þetta er svona míní- samfélag í þrjá daga og fólk tengist sterkum böndum og líka hátíðinni og staðnum. Þetta leynir sér ekki, því að sama fólkið sækir hátíðina ár eftir ár. Það eru líka margir sem eru alltaf á leiðinni og þegar þeir loksins drífa sig þá láta þeir sig aldrei vanta eftir það,“ segir Helga Rakel og gleðst yfir vinsældum hátíðarinnar. Hún bendir jafnframt á að sum- arið í íslenskri kvikmyndagerð sé svo sannarlega ekki einvörðungu í leiknum kvikmyndum. „Í heim- ildarmyndagerðinni er líka ákveð- in grasrót sem síðan smitast inn í leiknu myndirnar sem horfa til heimildarmyndanna varðandi t.d. bæði efni og efnistök. Þannig að heimildarmyndagerðin er um margt leiðandi afl sem er sérstak- lega gaman að fylgjast með." Vinnur gegn einsleitni Helga Rakel segir að á dagskránni í ár séu fjölmargar spennandi myndir sem sé vissulega erfitt að gera upp á milli. „Opnunarmyndin í ár heitir UseLess og er eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafs- dóttur. Þar skerpa þær á því hvað við erum að fara illa með jörðina með neyslu á mat og klæðum en hún sýnir okkur líka hversu auð- velt getur verið að breyta þessu með því að hægja aðeins á. Þetta er mynd með mikilvægt erindi og því settum við hana sem opnunarmynd. Þarna er vissulega verið að hvetja til ákveðinnar byltingar og það er líka byltingarþema í fleiri myndum. Þar má nefna myndir eins og Bráðum verður bylting! eftir Hjálmtý Heið- dal og Sigurð Skúlason sem segir frá því þegar íslenskir stúdentar tóku sendiráð Íslands í Stokkhólmi til þess að mótmæla bágum kjörum. Svo er það líka Litla Moskva, eftir Grím Hákonarson sem fjallar um Neskaupstað og allt húllumhæið í kringum pólitíkina þar.“ Aðspurð hvort þessar myndir séu vísbending um að það sé eðli heim- ildarmynda að vera gagnrýnar og róttækar þá tekur Helga Rakel ekki fyrir það. „Já, og þá jafnvel bæði í efni og efnistökum. Heimildar- myndir beina ljósinu oft að hlutum sem annars er ekki fjallað um og þetta er svo stórt mengi. Það eru þarna sögulegar myndir, viðtals- myndir, ljóðrænar myndir. Þannig er til að mynda líka ákveðið ömmu- þema á hátíðinni í ár enda erum við með tvær stuttar og persónulegar ömmumyndir auk þess sem Harpa Fönn er að kynna kvikmyndina Amma dreki. En svo má líka nefna myndina Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur. Hún segir frá því þegar dóttir Önnu Þóru fór til Sambíu til þess að leita upp- runans og hitta ömmu sína. Þannig að það er svo sannarlega ömmu- þema í ár í bland við byltinguna en það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Það virðist vera umtalsverð aukn- ing í áhuga almennings á heimildar- myndum og eflaust má að einhverju leyti rekja það til efnisveitunnar Netflix. Helga Rakel segir að það sé vissulega rétt en bendir á að það þurfi líka að hafa í huga að Netflix sé greinilega með ákveðna stefnu í þessum efnum. „Það er ákveðin tegund af heimildarmyndum sem er orðin ríkjandi einmitt vegna Netflix og þess vegna eru hátíðir eins og Skjaldborg svo mikilvægar. Þar gefst fólki tækifæri til þess að sjá eitthvað sem Netflix myndi aldrei sýna og varla RÚV. En hátíð á borð við Skjaldborg vinnur gegn þessari einsleitni og við þurfum öll að vera meðvituð um það.“ Ömmuþema í bland við byltingar og margt fleira Helga Rakel Rafnsdóttir og Kristín Andrea Þórðardóttir hafa haft í mörgu að snúast í aðdraganda hátíðarinnar. FRéttAblAðið/SteFán Skjaldborgar- hátíðin fer fram á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina og Helga Rakel Rafnsdóttir, önnur af stjórnendum há- tíðarinnar ásamt Kristínu Andreu Þórðardóttur, segir að þar verði að vanda mikið fjör og frábærar heimildar- myndir sem sjást jafnvel ekki annars staðar. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ÞAð eR áKveðin tegund Af Heim- ildARmyndum Sem eR oRðin RíKjAndi einmitt vegnA netflix og ÞeSS vegnA eRu HátíðiR einS og SKjAldboRg Svo miKilvægAR. 1 7 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R32 m e n n I n G ∙ F R É T T a B L a ð I ð menning 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C D -4 E 4 C 1 F C D -4 D 1 0 1 F C D -4 B D 4 1 F C D -4 A 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.