Fréttablaðið - 17.05.2018, Page 26

Fréttablaðið - 17.05.2018, Page 26
Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Flóni, stökk svo sannar- lega fram á sjónarsviðið undir lok síðasta árs þegar fyrsta plata hans, Flóni, kom út. Þótt almenn- ingur hafi ekki þekkt nafnið hafði myndast töluverð spenna í rapp- og hipphoppsenunni þar sem nokkur demó af lögum hans höfðu dreifst á milli fólks sama ár. „Viðbrögðin við plötunni voru geggjuð og ég var mjög ánægður. Ég er líka mjög þakklátur öllum þeim sem studdu við bakið á mér í því sem ég er að gera, það er alls ekki sjálfgefið. Þeir sem komu að gerð plötunnar með mér voru Jökull Breki, Viktor Örn Ásgeirs- son og Logi Pedro sem sá um að mixa hana ásamt Arnari Inga.“ Klikkaðir mánuðir að baki Undanfarnir mánuðir hafa verið mjög viðburðaríkir hjá tónlistarmanninum Flóna sem gaf út fyrstu plötu sína fyrir jól. Hann sló strax í gegn og hefur lítið stoppað síðan. Þegar kemur að klæða- burði er hann óhræddur við að prófa eitthvað nýtt þótt svarti liturinn sé alltaf í mestu uppáhaldi. Flóni klæðist hér Balenciaga peysu, buxum frá 66°Norður og skóm frá Gucci. MYND/EYÞÓR Mikið spilaður Í dag eru tvö laga plötunnar með tæplega milljón spilanir á Spotify og nokkur önnur með nokkur hundruð þúsund spilanir. „Síð- ustu mánuðir hafa verið klikkað- ir, maður er með hausinn mikið fram og til baka og á erfitt með að njóta augnabliksins. Sömuleiðis hefur líka margt breyst í kringum mig en þó á skemmtilegan hátt. Ég hef mjög gaman af því hversu vel fólk tekur tónlistinni minni og það er það eina sem skiptir mig máli, að hún skili sínu.“ Þótt flestir setji rappstimpilinn á Flóna vill hann ekki kalla sjálfan sig rappara. Hann skilgreinir sig frekar sem tónlistarmann sem leggur mikinn metnað í að stjórna sjálfur upptökum og hefur gaman af að semja fallegar laglínur og skapa hljóðheim fyrir fólk. „Þegar ég var yngri lærði ég á fiðlu en hætti síðan eftir nokkur ár og færði mig yfir á píanó. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég svo að fikta við tónlistarforritið Logic pro X.“ Alltaf að semja Flóni kemur fram á tónlistar- hátíðinni Secret Solstice í júní og er eðlilega ótrúlega spenntur. „Ég kem fram á föstudagskvöldinu á Valhallarsviðinu. Dagskráin þar verður geggjuð það kvöldið en þau sem koma þar fram auk mín eru Alvia, Gísli Pálmi, Aron Can, IAMDDB, Goldlink og síðan lokar Gucci Mane kvöldinu. Þannig að gestir mega búast við svaka stemningu og af minni hálfu lofa ég geggjuðum tón- leikum.“ Fram undan í ár er síðan enn frekari vinna við að semja tónlist. „Ég er hvort sem er alltaf niðri í stúdíói allar nætur að vinna að einhverju nýju efni. Annars reyni ég að hugsa sem minnst um hvað sé fram undan hjá mér. Mér finnst ekki gott að hugsa um það þegar ég er að semja, þótt ég viti alveg hvað ég er að gera.“ Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? Ég reyni að klæðast því sem mér finnst flott og að vera ekki hræddur við að prófa eitthvað nýtt. Það eina sem ég get virkilega neglt niður er að uppáhaldslitur- inn minn er svartur. Hann lætur lítið fyrir manni fara og er alltaf stílhreinn og flottur. Áttu þér tískufyrirmyndir? Það er erfitt að negla það niður. Tískan og allt þetta dót er svo ótrúlega fljótt að breytast. Það sem mér fannst kannski geggjað fyrir hálfu ári finnst mér hræðilegt í dag. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Aðallega gegnum Instagram. Hvar kaupir þú helst föt? Á netinu. Þegar ég fer til útlanda á ég það til að skreppa í ýmsar búðir og finna mér eitthvað fallegt. Áttu minningar um gömul tískuslys? Ég tók mjög áhugavert tímabil einu sinni. Þá keypti ég svartar leðurbuxur og svartan leðurbol og mætti í eitthvert partí. Alveg hræðilegt dæmi en ég var ungur og vitlaus svo ég er afsakaður. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn þá? Yfirleitt fæ ég algjört ógeð á flíkum eftir nokkurra ára notkun. Mér finnst þær verða bara úreltar á mér og ekki fallegar lengur. Þann- ig að eins skammarlega og það hljómar þá á ég enga flík sem ég er búinn að eiga í nokkur ár. Áttu þér uppáhaldsflík? Það eru einar buxur sem ég held mjög mikið upp á. Þær eru svartar og mjög „gotharalegar“, með ströppum um lærin og fyrir neðan hnén. Ég pantaði þær frá Japan, frá litlu fatamerki sem heitir Lien. Ég sá þær bara og hugsaði: ég verð að rokka þær! Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Ég get alveg viðurkennt að ég eyði miklu í föt en þó innan skyn- samlegra marka. Mér finnst bara mikilvægt fyrir sjálfan mig að vera vel klæddur og líða vel með sjálfan mig. Ég hef mjög gaman af því hversu vel fólk tekur tónlistinni minni og það er það eina sem skiptir mig máli, að hún skili sínu. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt, fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Gallaleggings Kr. 5.990.- Str. S-XXL Litir: blátt, hvítt 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . M A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -6 6 F C 1 F C D -6 5 C 0 1 F C D -6 4 8 4 1 F C D -6 3 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.