Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 6
WWW.GÁP.IS GÁP | FAXAFEN 7 | 108 REYKJAVÍK | 520-0200 VORENDURKOMA? KROSS REIÐHJÓL Á TILBOÐI! 20-45% AFSLÁTTUR samfélag Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu nið- urhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klám- fengnu efni. „Það sem er áhugavert í mæling- unni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niður- hal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrot- um,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um net- glæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundar- réttarvörðu efni. „Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnun- inni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefð- bundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjall- símaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar. – gþs Niðurhal og netklám eykur líkur á að verða fyrir netbrotum reykjavík Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslu- manninum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar Fréttablaðið hafði samband við René Boonekamp, rekstrarað- ila Iðnó, sagði hann að málið væri byggt á misskilningi og að staðurinn væri rekinn á bráðabirgðaleyfi þar til rekstrarleyfi væri í höfn. Sam- kvæmt upplýsingum frá sýslumanni rann umrætt leyfi út þann 16. janúar síðastliðinn. Forsaga málsins er sú að sýslu- manni barst umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki þrjú þann 20. september 2017 og fór umsóknin í lögbundið umsagnarferli. Neikvæðar umsagnir bárust þá frá skrifstofu borgar- stjórnar þess efnis að öryggis- og lokaúttekt staðarins lægi ekki fyrir. Samkvæmt lögum um veitinga- staði, gististaði og skemmtanahald er leyfisveitanda óheimilt að gefa út rekstrarleyfi ef einhver lögbundinna umsagnaraðila leggst gegn útgáfu þess. Umsókninni var því formlega synjað þann 18. maí síðastliðinn. Lögregla mætti á samkomu í Iðnó á fimmtudag í síðustu viku og lokaði staðnum. Í kjölfarið var sótt um rekstrarleyfi að nýju daginn eftir, þann 25. maí, en umsóknin er nú í umsóknarferli. Hvorki hefur verið gefið út rekstrarleyfi né bráða- birgðaleyfi vegna starfseminnar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var hins vegar samkvæmi í húsinu bæði föstudags- og laugar- dagskvöld. – gj Reka Iðnó án rekstrarleyfis Skellt var í lás í dag eftir að Frétta- blaðið hafði samband við Iðnó. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRTYGGUR Helgi Gunnlaugsson. sjávarútvegur Meirihluti atvinnu- veganefndar þingsins hefur sam- þykkt frumvarp til lækkunar veiði- gjalda á útgerðina. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í Norð- vesturkjördæmi og formaður nefnd- arinnar, segir verið að endurreikna veiðigjöld miðað við núverandi afkomu greinarinnar. Innheimt veiðigjald ársins 2017 var 8,4 milljarðar króna. Yrði veiði- gjald almanaksársins 2018 endur- reiknað á grundvelli niðurstaðna spálíkans veiðigjaldsnefndar myndi gjaldið nema um 7,2 milljörðum króna að teknu tilliti til áhrifa svo- nefnds persónuafsláttar. „Þetta er stórpólitískt mál sem verið er að leggja fram alveg í blá- lok þingsins. Hér er verið að leggja til krónulækkun á öllum tegundum og verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna. Þessa stóru ákvörðun á svo að keyra í gegnum þingið á met- tíma,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingar í atvinnuveganefnd. „Við erum að endurútreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki ársins 2015,“ segir Lilja Rafney. „Miðað við afkomu greinarinnar í ár er augljóst að hún hefur versnað frá því sem var áður. EBITDA-hagnaður útgerðanna er kominn niður í um 16 prósent sem er ákveðin þolmörk,“ bætir hún við. Lækkun veiðigjaldanna er krónu- tölulækkun á allan veiddan afla en einnig er hækkaður svokallaður afsláttur á minni útgerðir. Krónu- tölulækkun veiðigjalda er hins vegar þannig að þær útgerðir sem veiða flest kílóin upp úr sjó, þau fyrirtæki sem eru með mesta aflahlutdeild, fá mestu veiðigjaldalækkunina. „Það hefur alltaf verið talið að veiðigjöld ættu að vera afkomu- tengd og reynt hefur verið að setja kerfið upp á þann veg. Nýtt frum- varp, sem við ætlum að leggja fram í haust, mun taka á þessum málum þar sem við reiknum veiðigjöld út frá afkomu í rauntíma en ekki afkomu fyrirtækja fyrir tveimur árum,“ segir Lilja. Albertína segir hagsmunaaðila fá afar stuttan frest til að skila inn umsögn um málið. Það sé skýrt dæmi um óvandaða stjórnsýslu. „Það er í raun óboðleg stjórnsýsla að meirihlutinn ætli aðeins að gefa rúman sólarhring í umsagnarferlið. Það er ekki í takt við það sem var lofað í upphafi stjórnarsamstarfs þessara flokka. Í öllu falli mót- mælum við harðlega þessum vinnu- brögðum stjórnarmeirihlutans.“ sveinn@frettabladid.is Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. Úr greinargerð með frumvarpinu „Óeðlilega hátt veiðigjald getur dregið úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinar­ innar á alþjóðlegum markaði. Slík þróun getur haft umtalsverð neikvæð áhrif á m.a. þjónustu­ fyrirtæki í sjávarútvegi og sveitar­ félög sem byggja afkomu sína að stórum hluta á tekjum af sjávar­ útvegi. Þá getur hátt veiðigjald ýtt undir frekari fækkun sjálf­ stæðra atvinnurekenda í sjávar­ útvegi en aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört á síðustu árum eða um tæp 60% á 12 árum.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir Lilja segir afkomu greinarinnar hafa versnað og að hagnaður hennar sé kominn niður í 16 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFán 3 1 . m a í 2 0 1 8 f I m m t u D a g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 5 -0 E 7 C 1 F F 5 -0 D 4 0 1 F F 5 -0 C 0 4 1 F F 5 -0 A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.