Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2018, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 31.05.2018, Qupperneq 26
Draumurinn er að gefa út eina fatalínu á hverri árstíð en það kemur í ljós með tím- anum hvort það gangi upp. Anton Bjarki Olsen Fyrsta heila fatalína íslenska fatamerkisins Olsen Cloth­ing er væntanlega á næstu dögum. Takmarkað upplag verður framleitt af hverri flík að sögn Antons Bjarka Olsen, eiganda og hönnuðar fatamerkisins, enda saumar hann allar flíkur eftir pönt­ unum. „Línan heitir Olsen summer collection 2018 og ég er eðlilega mjög spenntur fyrir að kynna hana fyrir landsmönnum. Ég er búinn að vinna hörðum höndum undan­ farna mánuði og hef eytt mörgum svefnlausum nóttum við að plana, sauma, versla, taka upp myndband og fleira fyrir línuna. Flíkurnar í línunni eru mjög þægilegar og stíl­ hreinar með fallegum, sumarleg­ um og heitum litum. Innblásturinn að fatalínunni er í rauninni bara sumarið sjálft.“ Hann segir fatastíl sinn og getu sem fatahönnuður hafa þróast mjög mikið á síðasa ári. „Stíllinn minn er töluvert opnari núna þegar kemur að öðruvísi fötum. Ég fæ innblástur og hugmyndir úr ólíkum áttum, t.d. á rölti í miðbæn­ um eða ef ég sé eitthvað spennandi á vefnum.“ Sameina krafta sína Anton kynnir sumarlínuna á skemmtilegan hátt en hann og félagar hans gerðu n.k. tónlistar­ og kynningarmyndband. „Ég og félagi minn, Brynjar Snær Jóhann­ esson, sem er í kvikmyndanámi, vorum búnir að ákveða að gera myndband sem auglýsingu fyrir línuna mína. Við vorum hins vegar ekki vissir með hvernig við vildum hafa það. Síðan gerist það að annar félagi minn, Ezekiel Karl, sýndi mér lag sem hann samdi og heitir Fake ást. Ég vissi að hann langaði að gera myndband við lagið þann­ ig að ég bar undir hann þá hug­ mynd að sameina krafta okkar í tónlistar­ og kynningarmyndbandi sem honum leist mjög vel á.“ Byrjaður á næstu línu Erfitt reyndist að finna tíma þar sem allir þrír voru lausir og því enduðu þeir á að taka upp mynd­ bandið á einum degi en Anton segir þá vinnu hafa tekið sautján klukkustundir. „Það var þó alveg þess virði og afraksturinn er hægt að skoða á YouTube undir Fake ást.“ Aðspurður hvað sé í vændum síðar hjá Olsen Clothing segist Anton ekki vilja gefa of mikið upp en hann sé þó byrjaður að plana næstu línu. „Draumurinn er að gefa út eina fatalínu á hverri árstíð en það kemur í ljós með tímanum hvort það gangi upp.“ Hægt er að skoða og kaupa fötin á Facebook og Instagram undir Olsen Clothing eða senda tölvupóst á contact.antonolsen@gmail.com. Fyrrnefnt myndband er á YouTube undir Fake ást og Ezekiel Carl. Sækir innblástur sinn í sumarið Flíkurnar í sumarlínu Olsen Clothing eru mjög þægilegar og stílhreinar með sumarlegum og björtum litum. Línuna má m.a. sjá í tónlistarmyndbandi við lagið Fake ást. Eva Rós Bjarna- dóttir hér í rauðri og hvítri hettupeysu frá Olsen Clothing. Anton Bjarki Olsen klæðist rauðum og hvítum stutt- buxum. MYNDIR/ BRYNJAR SNÆR JÓHANNESSON Bleik og svört peysa í stíl við bleikar og svartar stuttbuxurnar. Rauð og hvít hettupeysa og buxur í stíl. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart sumarföt, fyrir smart konur Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Cherry Berry kvartbuxur Kr. 4.990.- Str. 2-9 (38-52) - 6 litir Stendur undir nafni 99x100 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . M A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 5 -2 7 2 C 1 F F 5 -2 5 F 0 1 F F 5 -2 4 B 4 1 F F 5 -2 3 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.