Fréttablaðið - 31.05.2018, Side 28

Fréttablaðið - 31.05.2018, Side 28
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Brooke Shields var yngsta fyrirsætan til að prýða forsíðu Vogue. Þegar Steindór Hálfdánarson leitaði fyrst í meðferð hjá Heilsu- og fegrunarstofu Huldu var hann illa haldinn af brjósklosi í baki sem leiddi verki niður í fætur hans og gerðu honum óhægt um gang. „Ég var við það að fara undir hnífinn þegar ég prófaði að fara í Vacusport-tankinn til Huldu og allt fór að ganga til baka. Eftir tvö skipti létti allt á bakinu og ég varð allur léttari á mér,“ segir Steindór sem í kjölfarið slapp við að fara undir hnífinn. „Þessi meðferð hjálpaði mér verulega; verkirnir minnkuðu til mikilla muna, hreyfi- getan jókst og allt varð miklu liðugra, betra og þægilegra.“ Sylvía Ágústsdóttir var sárþjáð í hnjám og fótum þegar hún ákvað að slá til og prófa meðferð í Vacu- sport-tækinu hjá Huldu. „Ég gekk við staf og var nánast komin í hjólastól af kvölum og komst varla yfir þröskuldinn heima, né inn í bíl eða út úr honum án hjálpar. Eftir fyrsta tímann hjá Huldu fann ég strax mikinn mun og þegar ég fór í annan tíma hafði ég stafinn með mér í bílnum en þurfti ekki á honum að halda. Í þriðja skiptið skildi ég hann bara eftir heima, enda var batinn hraður og góður,“ segir Sylvía sem getur varla lýst því með orðum hversu ánægð hún er með með- ferðina sem tók alls fimm skipti. „Núna finn ég ekki fyrir neinu, hef endurheimt hreyfigetuna og er til í hvað sem er. Ég er óskaplega glöð og þakklát, nær verkjalaus og laus við stafinn. Ég labba hvert sem er og fer þangað sem mig langar.“ Gísli Geirsson hafði glímt við heilsubrest þegar hann sá auglýs- ingu frá Huldu og ákvað að prófa meðferðir í sogæðastígvélum og Vacusport-tækinu. „Ég fór í aðgerð síðastliðið haust vegna þess að fjórir neðstu hryggjarliðirnir lágu svo þétt saman að þeir klemmdu taug niður í hægri fótinn og gerðu mig hálf máttlausan í fætinum. Batinn var hægur og læknirinn sagði taka langan tíma að þjálfast upp og um áramótin var ég nánast kominn í hjólastól,“ segir Gísli sem vegna skorts á blóðflæði var líka kaldur á fætinum. „Ég var ekki búinn að fara nema einu sinni í sogæðastígvélin og Vacusport-tækið að mér fór að líða betur í fótunum og nú er ég alltaf heitur á fótum. Ég er líka farinn að geta keyrt aftur, er laus við göngugrindina og get farið allra minna ferða fótgangandi þótt ég hafi stafinn með til öryggis út af jafnvæginu,“ segir Gísli sem glímt hefur við svimaköst vegna kristalssteinaloss í höfði. „En eftir meðferð í nýjum súrefnis- hjálmi með ljósum er ég laus við svimann, auk þess sem hrúður við gagnaugað er horfið. Þennan góða árangur get ég þakkað meðferðum hjá Huldu sem eru einkar nota- legar og endurnærandi á meðan á stendur.“ Heilsu - og fegrunarstofa Huldu er í Borgartúni 3. Þeir sem kaupa tíu tíma kort fá 10% afslátt út júní. Sími 557 4575 og 772 4575. Tímapant- anir einnig á hfhulda.timapantanir. is. Nánari upplýsingar á Facebook. Geta loksins gengið á ný Hjá Heilsu- og fegrunarstofu Huldu næst skjótur bati og undraverður árangur til bættrar heilsu í háþróuðum heilsutækjum frá þýska heilsuvöruframleiðandanum Weyergans High Care. Heilsu & fegrunarstofa Huldu notar Weyergans High Care-tæki frá heilsuvöru- framleiðandanum Weyergans í Þýskalandi í meðferðir sínar. Hér má sjá Vacu- sport-tækið og súrefnishjálminn sem segir frá í greininni. MYND/ERNIR Brooke Shields var aðeins fimm daga gömul þegar móðir hennar, Teri Shields, lýsti því yfir að stúlkubarnið ætti framtíðina fyrir sér sem fyrir- sæta enda væri hún fegursta barn veraldar. Sjálf skyldi hún sjá til þess að dóttir sín hlyti frægð og frama. Teri stóð við stóru orðin, varð umboðsmaður dóttur sinnar og aðeins ellefu mánaða sat Brooke fyrir í sinni fyrstu auglýsingu, fyrir sápuframleiðandann Ivory Soap. Við tók annríki barnæskunnar framan við myndavélarnar og sagði Eileen Ford, eigandi Ford Models, að hún hefði bætt barna- deild við umboðsskrifstofuna til þess eins að fá Brooke á mála hjá sér. Brooke stundaði ballett, píanó- nám og hestamennsku á uppvaxt- arárunum. Aðeins fjórtán ára varð hún yngsta fyrirsæta heims sem vermdi forsíðu tískubiblíunnar Vogue og seinna sama ár varð hún andlit Calvin Klein-gallabuxna. Í frægri sjónvarpsauglýsingu sagði hún: „Viltu vita hvað er á milli mín og Calvin-gallabuxnanna minna? Ekkert.“ Einmitt það gerði Calvin Klein-gallabuxur að þeim heitustu í heimi. Tíu ára á nektarmyndum Brooke sagði skilið við fyrirsætu- störfin 1983 til að nema franskar bókmenntir við Princeton- háskóla. Þar missti hún meydóm- inn, orðin 22 ára, og sagði að ef það hefði gerst fyrr hefði hún haft sterkari sjálfsmynd. Hún er yngsta leikkonan sem boðið var í þátt Prúðuleikaranna og aðeins tólf ára lék hún stúlku sem býr og starfar á vændishúsi í kvikmyndinni Pretty Baby eftir Louis Malle. Í kjölfarið spruttu upp deilur um barnaklám enda eru fjölmargar nektarsenur í myndinni. Á unglingsaldri lék Brooke líka í nektarsenum í kvikmyndunum Blue Lagoon og Endless Love. Árið 1981 lenti móðir Brooke í málaferlum við Playboy-tímaritið og ljósmyndarann Garry Gross vegna eignarréttar á nektar- myndum sem Gross tók af Brooke tíu ára, með leyfi móður hennar. Á þeim stendur og situr stúlkan fyrir nakin og kafmáluð í baðkari. Brooke sneri sér aftur að kvik- mynda- og sjónvarpsleik á tíunda áratugnum og lék um árabil í sjón- varpsþáttunum Suddenly Susan. Í fyrra tók hún að sér hlutverk í sjónvarpsþáttunum Law & Order, Special Victims Unit. Stóra ást Michaels Jackson Brooke Shields er grænkeri og kunn fyrir dýravernd. Hún er tvígift, fyrst tennisleikaranum Andre Agassi og síðar handritshöfundinum Chris Henchy sem hún á með tvær dætur. Lengi var talið að þau Michael Jackson væru kærustupar en þau kynntust þegar Brooke var þrettán ára og hann 21 árs. Þau urðu strax perluvinir og sáust víða saman. Við andlát Michaels 2009 sagði Brooke að sem barnastjörnur hefðu þau bæði þurft að verða fullorðin fljótt en þegar þau voru bara tvö saman skemmtu þau sér saman eins og börn. Michael viðurkenndi að elska Brooke hjá Oprah Winfrey og Brooke hefur staðfest að konungur poppsins hafi margoft beðið um hönd hennar og að þau ættleiddu börn saman. Sigraði heiminn 11 mánaða Eilífðarbjútíið Brooke Shields er 53 ára í dag. Hún varð ung fullorðin fyrir framan myndavélarnar og þótti mörgum nóg um þegar hún sat fyrir og lék í nektarsenum aðeins barn að aldri. Mæðgurnar Brooke og Teri Shields árið 1981, þegar Brooke var 16 ára. Brooke, tólf ára, í hlutverki barnavændiskonu í kvikmyndinni Pretty Baby.Michael Jackson bað oft um hönd Brooke og vildi að þau ættleiddu börn. Bíómyndin Blue Lagoon gerði hina 15 ára Brooke að heimsþekktri leikkonu. Frami og frægð réðust við fæðingu. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . M A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 5 -1 3 6 C 1 F F 5 -1 2 3 0 1 F F 5 -1 0 F 4 1 F F 5 -0 F B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.