Fréttablaðið - 31.05.2018, Page 32

Fréttablaðið - 31.05.2018, Page 32
Vinsældir matarpakka Eldum rétt hafa farið stigvaxandi frá því fyrirtækið var sett á fót árið 2014. Á aðeins fjórum árum hefur umfangið vaxið úr aðeins nokkrum tugum matarpakka í það að framleiddar eru mörg þúsund máltíðir í hverri viku og flestar sendar viðskiptavinum heim að dyrum. Fyrir fáeinum vikum sam- þykkti Samkeppniseftirlitið kaup Baskó ehf. á 50% hlutafé í Eldum rétt og segir Kristófer Júlíus Leifs- son, einn stofnenda Eldum rétt og annar framkvæmdastjóra, að það geri fyrirtækinu mögulegt að henda eftirsóknarverðum hugmyndum fyrr í framkvæmd en ella. „Við Valur [Hermannsson, mágur Kristófers og jafnframt framkvæmdastjóri] munum áfram stýra fyrirtækinu og það kemur í sjálfu sér ekkert til með að breytast í rekstrinum en þetta gerir okkur kleift að stækka hraðar og ráðast fyrr í það sem okkur dreymir um að gera.“ Hluti af stækkunaráformum Eldum rétt var að fá til liðs við sig nýjan markaðsstjóra, Erlu Arnbjarnardóttur, og mun hún sjá um að stýra markaðsmálum fyrirtækisins og aðstoða við ýmis verkefni sem tengjast samskiptum við viðskiptavini. „Við vorum afar heppin að fá Erlu en hún hefur ára- langa reynslu af markaðsstörfum og starfaði síðastliðin fimm ár hjá auglýsingastofunni Pipar\TBWA,“ segir Kristófer. Einfalt og hnitmiðað Þá mun Eldum rétt taka í notkun nýtt vefkerfi í sumar og segir Kristófer að viðskiptavinir muni sjá verulegar breytingar til batnaðar. „Við erum að gera allt einfaldara. Það verður auðveldara að kaupa matarpakka og hægt fá sérstakar áminningar í smáskilaboðum um pöntunarfrest og það að sækja matarpakkann. Þá verður einnig hægt að nálgast uppskriftarleið- beiningar á heimasíðunni undir aðgangi notenda en þannig getum við bætt aðgengi og mögulega minnkað pappírsnotkun í leiðinni. Við viljum gera allt hnitmiðaðra og þægilegra fyrir viðskiptavini okkar.“ Kristófer segir að Eldum rétt muni svo enn auka við þjónustu við viðskiptavini á fjórða ársfjórðungi en þá stendur til að setja á markað Eldum rétt appið. „Með appinu getum við meðal annars boðið upp á að eldað verði eftir uppskriftum sem þar má finna og stilla áminn- ingu þannig að maturinn gleymist ekki í ofninum. Eftir að viðskipta- vinir hafa notið matarins geta þeir svo gefið einkunn og ritað ummæli.“ Hann bætir við að í appinu verði með einföldum hætti hægt að halda utan um uppáhalds uppskriftir og stilla áminningar til að minnka líkur á því að það gleymist að panta matarpakka næstu viku. Samhliða þessu hyggst Eldum rétt gera breytingar á áskriftar- þjónustu sinni. „Við erum alltaf að leita leiða til að auka ánægju áskrifenda og meðal þess sem við ætlum að bæta er möguleikar áskrifenda á að skipta með auð- veldum hætti á milli matarpakka. Þá fær áskrifandi áminningu um að góður tími sé til að ákveða pakka næstu viku og þarf þá ekki annað að gera en haka í box til að breyta.“ Enn fremur er stefnt að því að bjóða upp á aukið vöruúrval á heimasíðu Eldum rétt. „Okkur dreymir um að geta boðið upp á meira úrval, kannski til að byrja með nokkrar vel valdar vörur. En með því móti gætu þeir sem panta matarbakka með auðveldum hætti nýtt sér sömu afhendingu til að fá fleiri nauðsynjavörur með.“ HM-matarpakkar í boði Heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu hefst í næsta mánuði og þarf vart að taka fram að Íslendingar verða þar í eldlínunni, ásamt öllum öðrum fremstu knatt- spyrnuþjóðum heims. Tímasetn- ingar leikjanna á mótinu gera það að verkum að matarinnkaup sitja eflaust á hakanum og er þá gott að geta fengið matinn sendan heim. „Hugmyndin var að gera eitthvað öðruvísi en um leið taka þátt í gleðinni sem fylgir heimsmeistara- mótinu,“ segir Kristófer. „Það voru margar hugmyndir sem settar voru fram en á endanum sáum við að þetta var málið.“ Eldum rétt mun bjóða upp á sérstaka HM-matarpakka á meðan á mótinu stendur og í þremur útfærslum. Í pökkunum má meðal annars finna kjúklingavængi, hamborgara, nachos-flögur og drykki frá Ölgerðinni. „Við erum að reyna að höfða til sem flestra með vöruúrvali okkar og framleiða það sem eftirspurn er eftir. Þarna sáum við tækifæri til að bjóða knattspyrnuáhuga- mönnum upp á góðan mat sem auðvelt er að útbúa og njóta yfir boltanum.“ Hægt verður að panta HM-mat- arpakka frá 7. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar um Eldum rétt má finna á heimasíðu fyrir- tækisins, eldumrett.is, eða í síma 571-1855. Breytingar til batnaðar Framtíðin er björt hjá Eldum rétt sem í sumar tekur í gagnið nýtt vefkerfi og kynnir app fyrir snjall- tæki næsta haust. Sérstakir HM-matarpakkar verða í boði á meðan á HM í knattspyrnu stendur. Valur og Kristófer Júlíus eru mágar og framkvæmdastjórar Eldum rétt. HM-pakkinn sem Eldum rétt býður upp á og verður til meðan á HM stendur. Afgreiðsla Eldum rétt er að Nýbýlavegi 16 í Kópavogi. Eldum rétt sendir matarpakka beint heim að dyrum. 4 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . M A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RNæRING, HEILsA oG LífsstíLL 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 4 -E B E C 1 F F 4 -E A B 0 1 F F 4 -E 9 7 4 1 F F 4 -E 8 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.