Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 34
Það sem þú gerir við matarborðið með öðrum er vel til þess fallið að koma endorfín- kerfinu í gang. Endorfín er boðefni sem heilinn framleiðir sem er efna- fræðilega skylt ópíóðum og gefur okkur vellíð- unartilfinningu. Robin Dunbar Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Það að borða einn hefur sterkari fylgni við óhamingju en nokkuð annað, fyrir utan geðsjúkdóma. Þetta var niðurstaða rannsóknar Oxford Economics sem náði til 8.250 þátttakenda. Samkvæmt henni mælist fólk sem borðar alltaf eitt minna hamingju- samt að meðaltali en aðrir. Þetta stemmir við rannsókn frá Oxford-háskóla frá síðasta ári, sem komst að þeirri niðurstöðu að því oftar sem fólk borðar með öðrum, þeim mun líklegra er það til að vera hamingjusamt og ánægt með lífið. Sú rannsókn komst líka að þeirri niðurstöðu að fólk sem borðar með öðrum sé líklegra til að vera ánægt með sig og hafa stærra félagslegt stuðningsnet. Þetta kemur ekki beinlínis á óvart, því það má gera ráð fyrir sterkri fylgni milli þess að vera einmana og borða einn og það er vel þekkt að einmanaleiki er mjög óhollur. Einmanaleiki næstum eins óhollur og reykingar Robin Dunbar, prófessor í sálfræði, vann að rannsókninni hjá Oxford- háskóla. Hann segir að við vitum einfaldlega ekki hvers vegna fólk sem borðar saman er hamingju- samara. „Það að eiga vini gerir okkur bara hamingjusamari,“ segir hann. „Það sem þú gerir við matarborðið með öðrum er vel til þess fallið að koma endorfín-kerfinu í gang. Endorfín er boðefni sem heilinn framleiðir sem er efnafræðilega skylt ópíóðum og gefur okkur vellíðunartilfinningu.“ Dunbar segir að það sé framleitt þegar við stundum alls kyns félagslegar athafnir og sé lykilþáttur í því hvernig prímatar bindast tengslum í félagshópum og samböndum. Dr. Nick Lake sálfræðingur segir að einmanaleiki sé áhrifaþáttur fyrir alls kyns líkamleg og andleg vandamál. Hann segir að það séu skýrar sannanir fyrir því að þeir sem séu einmana eða einangraðir séu mikið líklegri til að verða fyrir erfiðum langtímaveikindum eins og hjartasjúkdómum eða krabba- meini og það sé næstum jafnmikill áhættuþáttur og reykingar. Prófessor Dunbar segir að eitt skýrasta dæmið um þetta sé samantekt sem var gerð á 148 faraldsfræðirannsóknum. Þar var verið að leita að þeim þáttum sem voru líklegastir til að hjálpa fólki að lifa í 12 mánuði eftir hjartaáfall. Það kom í ljós að það sem hjálpaði langmest var að eiga góða vini og hætta að reykja. Líkamlega hönnuð fyrir samskipti Manneskjur eru líffræðilega hannaðar fyrir samskipti, sérstak- lega augliti til auglitis. Rannsókn frá Michigan-háskóla komst að þeirri niðurstöðu að það að skipta samskiptum við vini og fjölskyldu augliti til auglitis út fyrir skilaboð á samfélagsmiðlum gæti tvöfaldað hættuna á þunglyndi. Rannsak- endur sögðu líka að þeir sem áttu félagsleg samskipti við vini og fjölskyldu að minnsta kosti þrisvar í viku hefðu fæst einkenni þung- lyndis. Þeim sem glíma við þunglyndi getur hins vegar reynst erfitt að hugsa sér samskipti við fólk augliti til auglitis. Þá er miklu hollara að eiga að minnsta kosti samskipti í gegnum samfélagsmiðla en að eiga ekki í neinum samskiptum. Allt er betra en ekkert. Vekjum jákvæðar tilfinningar „Við erum mesta félagsveran af öllum dýrum,“ segir Paul Gilbert, prófessor í sálfræði. „Heilinn og líkaminn eru byggð til að vera mótuð og stjórnað af samskiptum við aðra allt frá fæðingu.“ Gilbert segir að eitt það mikil- vægasta sem fólk getur gert fyrir hvert annað sé að róa hvert annað og vekja jákvæðar tilfinningar. Móðir sem nær augnsambandi og brosir til ungbarnsins síns vekur til dæmis jákvæðar tilfinningar hjá barninu, sem brosir yfirleitt til baka. Á sama hátt vekjum við jákvæðar tilfinningar hjá þeim sem við berum jákvæðar tilfinningar til með samskiptum við þau, segir Gilbert. Til dæmis með því að hitta vini okkar og segja þeim að okkur þyki gaman að sjá þá. Gilbert segir að þetta sé mikilvægt. Gilbert segir að bestu sambönd- in séu þegar fólk elskar okkur þrátt fyrir gallana okkar eða það sem við lítum á sem slæmu hliðarnar á okkur. Hann segir að ást snúist um að elska aðra þegar það er erfitt, ekki þegar það er auðvelt. Hann segir að það séu þeir sem þekkja okkur náið sem geti gefið okkur þessa ást og þeir geri það með nær- veru sinni, með snertingu og með því að borða, drekka og deila með okkur. Gilbert segir að þess vegna sé það andleg næring að verja tíma saman. Það er því um að gera að leggja sig fram um að reyna að eiga sem mest samskipti augliti til auglitis. Þetta þýðir að það þarf ekki að finna neina afsökun til að bjóða vinum og fjölskyldu í mat, það er vísindalega sannað að það er hollt fyrir bæði þau og okkur, jafnvel þó að maturinn sé það kannski ekki. Það er óhollt að borða einn Rannsóknir segja að það sé hollt að borða með öðrum og óhollt að borða mikið einn. Mann- eskjur eru einfaldlega líkamlega og andlega hannaðar til að eiga mikil samskipti augliti til auglitis. Það er andlega og líkamlega hollt að hittast yfir matarborðinu. NORDICPHOTOS/GETTY 6 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . m A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RNæRING, HEILSA OG LífSSTíLL 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F F 4 -F 0 D C 1 F F 4 -E F A 0 1 F F 4 -E E 6 4 1 F F 4 -E D 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.