Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
Þ
egar ég falaðist eftir að fá
bíl að láni frá Caterham
var það mest í gríni gert.
Ég hugsaði með mér að
ég gæti fengið ágætis útrás fyrir
athyglisþörfina í agnarsmáum, opn-
um, tveggja sæta sportbíl á götum
Lundúnaborgar. Annars átti ég
ekki von á miklu frá þessu ökutæki,
enda er Caterham bíll sem virðist
fastur í fortíðinni; laus við alla nú-
tímatækni og nær óbreyttur í útliti
frá því á 6. áratugnum.
Bíllinn sem beið eftir mér á plan-
inu hjá Caterham var enn minni en
ég átti von á – náði mér varla upp
að hné – og ég glotti út í annað á
meðan sölustjórinn sýndi mér
hvernig á að taka þakdúkinn af og
festa hann aftur á. „Og þú getur
líka tekið hurðirnar af, en ég mæli
með því að þú hafir þær á sínum
stað á hraðbrautunum því annars
myndast straumsveipur í farþega-
rýminu og þú getur ekki andað,“
sagði hann.
Ég smokraði mér ofan í níð-
þröngt ökumannssætið, spennti
beltið, setti í bakkgír og snéri
þungu stýrinu til að reyna að kom-
ast út úr stæðinu. Ég fann að þegar
stigið var á bremsuna var ekkert
sem hægði á bílnum nema vöðv-
arnir í fótleggnum. Hvernig átti ég
núna að komast heim í Pimlico, alla
leið frá Gatwick, með ekkert GPS
kerfi?
Nokkrum dögum síðar beið ég á
rauðu ljósi í Chelsea, umkringdur
Bentleyum og Lamborghíníum, og
þá rann það upp fyrir mér: ég var á
langskemmtilegasta bílnum á svæð-
inu og gæti ekki hugsað mér að
skipta við ökumennina í kringum
mig.
60 ára gömul hönnun
Saga Caterham byrjar, merkilegt
nokk, hjá Lotus þar sem sportbíll-
inn Lotus 7 varð til árið 1957. Þetta
lipra og ódýra leikfang sló strax í
gegn hjá kappakstursáhugamönn-
um. Það gerði bílinn enn ódýrari að
kaupendur gátu fengið að setja
hann saman sjálfir og þannig spar-
Þegar minna er meira
Vélin í veikasta Caterham 7 framleiðir bara 80 hestöfl og þarf að þenja hana vel, sem er yndislegt.
+
Með meiri
persónuleika en
nokkur annar bíll
–
Pedalarnir aðeins
fyrir nettustu
fætur
660 cc Suzuki m. túrbó
80 hö / 107 Nm
5 gíra sjálfskiptur
0-100 km/klst: 6,91 sek.
Hámarkshr.: 160 km/klst.
Afturhjóladrifinn
13’’
Eigin þyngd: 490 kg
Farangursrými:samasem ekkert
Mengunargildi: 114 g/km
Verð: 4.700 þús. kr.
eins og prófaður.
4,1 l í blönduðum akstri
Caterham 7
Seven 160 S Pack
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Reynsluakstur Hvar sem ekið var vakti
Caterham Seven 160
lukku. Við Parker’s
Piece í Cambridge.
Skottið rétt rúmar þakdúkinn.
LV Keepall 45 til samanburðar.