Morgunblaðið - 17.10.2017, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13
að sér háa skatta sem bresk stjórn-
völd lögðu á nýja bíla. (Í dag má
enn spara pening með því að púsla
sportbílnum saman sjálfur, og það
sem meira er: ekki eru gerðar jafn
strangar öryggis- og tæknikröfur
til samsetjanlegra bíla svo að ekki
þarf t.d. að hafa krumpusvæði í
framenda bílsins, eða loftpúða í
stýrinu.)
Lotus smíðaði Lotus 7 fram til
ársins 1972 og seldi þá framleiðslu-
réttinn til lítils bílaverkstæðis í
bænum Caterham í Surrey. Bíllinn
fékk um leið nafnið Caterham 7 og
hefur borið það alla tíð síðan.
Stjórnendur Lotus misreiknuðu sig
greinilega þegar þeir héldu að vin-
sældum Lotus 7 hlyti senn að ljúka.
Núna, nærri hálfri öld síðar, er
langur biðlisti eftir þeim 600 bílum
sem Caterham framleiðir árlega.
Um helmingur bílanna fer til
breskra kaupenda og helmingur er
seldur út í heim.
Harkan sjö
Það fyrsta sem maður finnur
þegar sest er ofan í Caterham er
hvað bíllinn er berstrípaður. Það er
ekki einu sinni klukka í mælaborð-
inu. Stefnuljósunum er stýrt með
litlum takka á mælaborðinu, og líkt
og á mótorhjóli þá slökknar ekki
sjálfkrafa á stefnuljósinu eftir
beygju.
Sætið er svo smátt að það þarf að
smokra sér ofan í það eins og
þrönga líkkistu, og fæturnir rúmast
varla á pedölunum. Plássið fyrir
fæturna er af svo skornum skammti
að eftir eins dags akstur voru
komnar svartar rákir á hliðarnar á
hvítu strigaskónum mínum, sem
höfðu nuddast utan í gúmmíið á pe-
dölunum í hvert skipti sem ég
bremsaði eða gaf í. Eftir klukku-
tíma undir stýri er líkamann farið
að verkja undan hörðu sætinu og
skottið rúmar ekki mikið meira en
þakdúkinn.
Sem betur fer var gott veður alla
helgina sem ég hafði bílinn, því ég
hefði ekki lagt í það að reyna að
smokra mér inn í hann með þakið
á. Þess utan hættir Caterham 7 til
að fyllast af móðu þegar rignir
enda miðstöðin léleg og þakdúk-
urinn veitir varla nokkra einangrun
– en blessunarlega er þó framrúðan
upphituð.
Bíllinn sem ég fékk að láni er
litla barnið í Caterham-fjölskyld-
unni: Seven 160. Vélin er frá Su-
zuki, og framleiðir ekki nema 80
hestöfl með forþjöppu. En þar sem
bíllinn er lítill og léttur dugar þessi
veiklulega vél til að ná 60 mílna
hraða á 6,9 sekúndum. Caterham
má líka fá með stærri vél, eins og
Seven 620 R sem nær, þökk sé 310
hestöflum undir húddinu, að fara
upp í 60 mílurnar á bandbrjáluðum
2,79 sekúndum.
Græni gleðigjafinn
Á blaði hljómar Seven 160 eins
og algjör hörmung, en á blíðviðr-
isdegi er þessi bíll algjör draumur.
Þó hann fari ekki af stað eins og
raketta, þá fer hann samt alveg
nógu hratt og upplifunin eins og ek-
ið sé mun hraðar. Það þarf að þenja
vélina, svo hún gefur frá sér frá-
bært hljóð. Ökumaður og bíll eru
eitt.
Ekki skemmir heldur fyrir hvað
Caterham 7 vekur mikla gleði veg-
farenda. Kannski er það vegna þess
að þakið var galopið að fólk var
ófeimið að gefa sig á tal við mig á
rauðu ljósi, eða gaf velþóknun sína
til kynna með tveimur þumlum.
„Þetta er eitthvað sem ég gæti al-
veg vanist,“ sagði ein eldri konan
við mig þar sem hún kom aðvífandi
á rafmagnsstólnum sínum. „Gæti ég
nokkuð fengið far?“ sagði önnur, á
miðjum aldri, og virtist þá og þegar
reiðubúin að yfirgefa börnin sem
hún hafði í eftirdragi. „Hvað ertu
eiginlega með stóra vél í þessum?“
spurði strætóbílstjóri mig á rauðu
ljósi á Whitehall. „Alveg agn-
arsmáa“ svaraði ég og greinlegt að
maðurinn vildi ekki trúa mér.
Sumarið 2016 fékk ég að prófa
Lamborghini Huaracán og lýsti
„litla“ ofursportbílnum frá ítalska
bílaframleiðandanum sem „lífsgleði
á hjólum“ – ökutæki sem gleður
bæði ökumann og vegfarendur. Það
sama má segja um Caterham 7,
nema hvað nýr Lamborghini kostar
í kringum 50 milljónir, á meðan
hrár Seven 160 myndi kosta (ósam-
settur) um 3,5-4 milljónir kominn til
Íslands. Það kostar um 350.000 kr
til viðbótar (fyrir skatta) að láta
bílasmiði Caterham sjá um sam-
setninguna, og um 490.000 kr ofan
á það að fá „S-pakkann“, en í hon-
um er m.a. framrúðan, leðursætin,
hurðir og þakdúkur.
Sjálfur myndi ég fara upp um
einn eða tvo stærðarflokka; upp í
Seven 270 eða Seven 310, sem eru
með 135 og 152 hestafla vélum en
kosta ekki svo mikið meira.
Fyrir þá sem langar að skella sér
á Seven má það fylgja með að end-
ursöluverð Caterham þykir mjög
gott. Segir það bæði til um eft-
irspurnina, og líka hvað eigendur
þessara bíla eru óviljugir að láta þá
frá sér.
Ljósmyndir/Ásgeir Ingvarsson
Töffaralegt púströrið myndi sóma sér vel í sínfóníuhljómsveit.
Hann sómir sér vel við breskan herra-
garð og var auðsótt að fá að mynda Ca-
terham við Audley End House. Aksturs-
upplifunin er hrein og óspillt gleði.
Caterham 7 gat átt erfitt með hraðahindranir en passar vel í stæði.
Sætin eru ofboðslega þröng og faðma ökumaninn þétt. Fætur rúmast vart á pedölunum.
Húddið er fest niður með smellum og losnar í heilu lagi.
Útlit Caterham 7 hefur varla breyst í rösklega hálfa öld.
Skrítnir takkar stýra ljósum og vél.