Morgunblaðið - 17.10.2017, Síða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ
Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500
Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526
www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is
MEÐ NÝJUM IVECO DAILY LIGGJA LEIÐIR TIL ALLRA 8
Nýr Iveco DAILY með HI-Matic 8 gíra
sjálfskiptingunni, er sérstaklega hagkvæmur í rekstri og tryggir
hámarksnýtni við allar aðstæður fyrir vél og drifbúnað
bifreiðarinnar.
Komdu og kynntu þér nýjan Iveco DAILY
Nýr Iveco DAILY er sterkur og öflugur
sendibíll sem hefur reynst framúrskarandi vel við íslenskar
aðstæður, þar sem kraftur, ending og áræðni skipta sköpum.
Nýr Iveco DAILY er fyrsti sendibílinn
til að bjóða upp á á hina framúrskarandi ZF 8 gíra HI-Matic
sjálfskiptingu sem gerir aksturinn einstaklega ánægjulegan.
D
acia er það bílamerki sem
vaxið hefur hvað hraðast
á undanförnum árum í
Evrópu. Frá því franski
bílsmiðurinn Renault tók yfir rúm-
enska fyrirtækið árið 2004 eru
komnar á götuna tæplega fimm
milljónir Dacia-bíla. Sandero er
minnstur í fjölskyldunni og jafn-
framt söluhæstur; höfðar enda til
mjög stórs hóps kaupenda vegna
lágs verðs.
Til fjölskyldu Dacia heyra einnig
Lodgy, Logan, Dokker og Duster.
Enn sem komið er hafa aðeins þeir
þrír síðastnefndu verið seldir á Ís-
landi. Sandero hefur verið meðal
söluhæstu bíla í Frakklandi und-
anfarin misseri og þar sem annars
staðar í Evrópu hefur hann sankað
að sér verðlaunum og viðurkenn-
ingum fyrir notagildi. Er t.d. far-
angursgeymslan 366 lítra sem mun
vera það mesta í flokki svonefndra
borgarbíla. Sandero er fáanlegur
með bensín- eða dísilvél en í sölu
hefur sú fyrrnefnda drottnað. Ég
prufukeyrði dýrustu útgáfur á
frönskum vegum en þar í landi kost-
ar Dacia Sandero á bilinu 8-13 þús-
und evrur, eða 1,0 til 1,6 milljónir
króna, allt eftir hversu mikið er lagt
í einstakar útgáfur af alls níu; fimm
með bensínvél og fjórar dísil. Þar
sem Renault nýtir fyrst og fremst
velreynda upprunalega íhluti sína í
Dacia-bílana hefur bilanatíðni þeirra
reynst minni en allra bíla 19 annarra
framleiðenda á markaði í Evrópu,
bæði 2015 og 2016.
Vel búinn „lágverðsbíll“
Nýjasta Sandero-módelið, sem
kom á götuna í ár, hefur tekið
nokkrum útlitsbreytingum til hins
betra. Hefur það skilað sterkari og
dýnamískari áhrifum og aukið á fág-
un þessa annars ódýra bíls. Áklæði á
sætum er nýtt og þrívíddarofinn
þráður hefur á sér yfirbragð fersk-
leika og þæginda í Stepway-
útgáfunni. Er það módel auk-
inheldur enn betur búið en „lág-
verðs“-stallbræðurnir. Með til
dæmis bakkmyndavél, skriðstilli,
Sómasamlegur alþýðubíll
0,9 lítra TCe 90 túrbó
90 hestöfl/150 Nm
5 hraða handskipting
0-100 km/klst.: 11,1 sek.
Hámarkshr.: 168 km/klst.
Framdrif
16”Oasis Michelin
Eigin þyngd: 1.040 kg
Farangursrými: 366 lítrar
Mengunargildi: 115 g/kg
Umboð: BL
Dacia Sandero
Stepway
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Reynsluakstur
Vinnuumhverfi ökumanns í Dacia Sandero Stepway. Sjö tommu aðgerð-
arskjárinn á miðstokknum og aðgerðahnappar á stýri.
Svipur hins nýja Sandero Stepway er til-
komu- og kraftmeiri en áður. Þakbogarnir
gera mikið fyrir heildarsvipinn.
Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirss
+
Flott og vinalegt útlit
Nútíma hjálparbúnaður
Rúmgóð farangurs-
geymsla
–
Hikandi gírskipting
sem þó tekur vel við sér
við meiri inngjöf