Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 9
9 Færeyingar Fyrir nokkrum árum hóf fær- eyska hafrannsóknastofnunin undirbúning smíði rannsókna- skips sem ætlunin er að leysi af hólmi núverandi skip, Magnús Heinason, sem smíðað var árið 1978 (2. mynd). Síðastliðið sum- ar var gengið frá samningum um smíðina. Skrokkurinn verður smíðaður utan eyjanna en síðan lokið við skipið í Færeyjum. Stefnt er að afhendingu í júní 2020 og kostnaður er talinn verða um 4,8 milljarðar ísl. kr. Skipið verður 54 m langt og útbúið öllum nýjasta og full- komnasta búnaði sem notaður er við nútíma haf- og fiskirann- sóknir. Mikið er lagt upp úr því að skipið verði sem hljóðlátast og meðal tækjabúnaðar má nefna bergmálsmæla sem sýnt geta útbreiðslu fisklóðninga í þrívídd og fjölgeisla- og jarð- lagamæli til kortlagningar á sjávarbotni. Megin ástæða þess að ákveðið var að hafa skipið ekki stærra er sögð sú að halda rekstrarkostnaði í lágmarki. Þrettán manns verða í áhöfn skipsins og aðstaða fyrir 12 vís- indamenn um borð. Svíar Háskólinn í Gautaborg mun síð- ar á þessu ári taka í notkun nýtt 49 m rannsóknaskip (3. mynd). Gautaborgarháskóli er öflug- asta menntastofnun Svía á sviði hafvísinda og með nýja skipinu fær skólinn aðstöðu til rann- sókna og kennslu sem ekki var áður til staðar. Skipið, sem ber nafnið Skagerak, kemur í staðinn fyrir annað skip sem orðið er 45 ára gamalt. Nýja skipið er 10 m lengra en eldra skipið en mun engu að síður eyða um 40% minni olíu. Í áhöfn verða 5 manns og aðstaða fyrir 16 vís- indamenn/nemendur um borð. Upphaflegur kostnaður við smíðina var áætlaður um 1,3 milljarðar ísl. kr. Svíar eru jafnframt að byggja annað 69 m langt rann- sóknaskip sem taka á í notkun árið 2019 (4. mynd). Það verður rekið í sameiginlega af Sænska landbúnaðarháskólanum (en undir hann heyrir hluti af haf- og fiskirannsóknum Svía) og Sænsku veður- og vatnafræði- stofnuninni. Kostnaður við smíðina er talinn nema um 4,8 milljörðum ísl. kr. Svíar ætla skipinu á næstu árum mikil- vægt hlutverk við rannsóknir á hafsvæðinu umhverfis Svíþjóð og eins í tengslum við alþjóð- leg rannsóknaverkefni og um- hverfisvöktun. Við hönnun á skrokki skips- ins var mikil áhersla lögð á að draga sem mest úr hávaða og titringi. Öll smíði skipsins og rekstur mun jafnframt taka mið af ströngum umhverfiskröfum. Vélar verða knúnar af endurnýj- anlegu eldsneyti (jurtaolíu) og fullkomnasta síunartækni not- uð til að draga úr útblæstri óæskilegra agna. Á skipinu verða m.a. tveir fellikilir útbúnir botnstykkjum fyrir ein- og fjöl- geisladýptarmæla og sónar af fullkomnustu gerð. Einnig verð- ur í skipinu svokallaður „ferju- kassi“ þar sem fram fer á sigl- ingu stöðug söfnun og greining sjósýna úr yfirborðslögum (hiti, selta, súrefni, sýrustig, koltvísýr- ingur, gróður). Norðmenn Norðmenn hafa löngum rekið einn öflugasta flota hafrann- sóknaskipa í Evrópu. Á undan- förnum árum hefur Norska haf- rannsóknstofnunin þannig gert út sex rannsóknaskip og haft auk þess tvö skip á langtíma- leigu. Norðmenn vinna nú að verulegri endurnýjun og frekari eflingu á rannsóknaskipaflota sínum. Í byrjun árs 2017 veittu Norska þróunarsamvinnustofn- unin og Norska hafrannsókna- stofnunin (sem rekstraraðili) móttöku nýju 75 m löngu rann- sóknaskipi, Dr. Fridtjof Nansen (5. mynd), sem kemur í staðinn fyrir eldra skip frá árinu 1993. Í áhöfn verða 15 manns og að- staða er fyrir 30 vísindamenn. Kostnaður við smíðina nam um 8,3 milljörðum ísl. kr. Skipið sem og allar rannsóknastofur og vinnudekk er hannað til að mæta ströngustu viðmiðunum Alþjóðahafrannsóknaráðsins hvað varðar hávaða. Kranar, vindur og margvísleg önnur rannsóknatæki gera skipið síð- an fært til að sinna fjölþættum rannsóknum við margvíslegar aðstæður. Hafsvæðin undan Afríku og Suðaustur-Asíu verða megin at- hafnasvæði Dr. Fridtjof Nansen en markmið norskrar þróunar- samvinnu á sviði haf- og fiski- rannsókna er að gera samstarfs- löndum kleift að nýta tiltækar sjávarauðlindir sínar á sjálfbær- an hátt. Samfara byggingu á nýjum Dr Fridtjof Nansen var ákveðið að gera gagngerar breytingar og endurbætur á skipinu sem leyst var af hólmi og nýta það síðan áfram á heimaslóðum. Notkun á norðlægum hafsvæð- um kallaði m.a. á viðgerðir á skrokki og endurnýjun á spil- um, krönum og bergmálsmæl- um. Með þessum endurbótum er búnaður skipsins orðinn sambærilegur því sem gerist á öðrum stórum skipum Norsku hafrannsóknastofnunarinnar. Skipinu er nú einkum ætlað hlutverk við rannsóknir á strandsvæðum við Noreg en einnig verður það nýtt til styttri leiðangra í Norðurhöfum. Hið endurbætta skip ber nú nafnið Kristine Bonnevie (1872-1948), eftir líffræðingi sem var fyrsti kvenprófessor í Noregi (6. mynd). Til enn frekari eflingar rannsókna á grunnslóð undir- býr norska hafrannsóknastofn- unin í Bergen nú jafnframt ný- smíði á minna skipi (30 m) en ekki hafa ennþá verið birtar af því myndir. Umfangsmesta smíði Norð- urlandaþjóðar á rannsóknskipi á undanförnum árum er smíði Norðmanna á nýjum rann- sóknaísbrjóti (7. mynd). Smíðin á sér aðdraganda allt frá árinu 1999 en þá lagði Norska heim- skautastofnunin fram greinar- gerð og tillögu um nauðsyn þess að byggja slíkt skip til að þjóna fjölþættum heimskauta- rannsóknum í takt við nýja tíma og áskoranir. Í framhaldi af frek- ari þarfagreiningu og hönnun- 3. mynd. Skagerak, nýtt rannsóknskip Háskólans í Gautaborg sem er í smíðum. Teikning Nauta Shiprepair Yard S.E. 4. mynd. Nýtt rannsóknaskip Svía sem er í smíðum. Teikning Skipsteknisk, SLU. Ólafur S. Ástþórsson, sérfræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun skrifar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.