Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 30
30 Miðað við tillögur um loðnu- kvóta við Ísland og í Barentshafi verða heimildir Norðmanna til loðnuveiða á næsta ári mun meiri en heimildir íslenskra skipa. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að veiðar hér fari ekki yfir 208.000 tonn og í Bar- entshafi hefur verið gefinn út kvóti upp á 205.000 tonn. Samkvæmt samningum um skiptingu loðnukvótans hér við land, koma 81% í hlut Íslands eða 169.080 tonn, 11% í hlut Grænlands eða 22.280 tonn og 8% í hlut Noregs eða 16.640 tonn. En samkvæmt „Smugu- samningnum“ fá Norðmenn að auki heimildir til veiða á 31.024 tonnum af loðnu við Ísland miðað við að tillögur Hafró verði að endanlegri úthlutun. Það magn mun þá dragast af kvóta Íslendinga, sem þá verður rétt rúm 138.000 tonn. Þannig geta heimildir norskra skipa til loðnuveiða hér við land á næsta ári orðið samtals 47.664 tonn. Norðmenn hafa 60% af loðnukvótanum í Barentshafi en Rússar 40%. Hlutur Noregs af heildarúthlutun upp á 205.000 tonn er því 123.000 tonn. Samtals geta heimildir norskra loðnuskipa á næstu vertíð orðið um 170.000 tonn en heimildir íslenskra skipa 138.000 tonn. Langt er síðan Norðmenn hafa haft meiri heimildir en Ís- lendingar til loðnuveiða og mun það væntanlega hafa mikil áhrif á samkeppnisstöðu þjóðanna á mörkuðum fyrir loðnuafurðir. Sérstaklega getur það átt við markaðinn fyrir loðnuhrogn sem Íslendingar hafa einir notið undanfarin ár. Norðmenn hafa ekki getað veitt loðnu til hrognatöku hér við land vegna reglugerðar um veiðarnar en nú geta þeir nýtt kvóta sinn í Barentshafi til hrognatöku. Heimildir Norðmanna til loðnu- veiða meiri en Íslendinga Heimildir norskra skipa til loðnuveiða hér við land á næsta ári gætu orðið samtals 47.664 tonn miðað við núverandi tillögur. F réttir Marás ehf. Miðhrauni 13 210 Garðabæ Sími 555-6444 www.maras.is maras@maras.is Hannaðar til að endast Yanmar vélar eru góður valkostur þegar kemur að nýsmíði eða endurnýjun á vélbúnaði í skipum og bátum. Eyðslugrannar og hagkvæmar í rekstri. 6HYM-WET 700hö @ 2200 sn/mín Auto-kerfi fyrir vindur Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.