Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 16
16 Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar árið 1961. tjón þar sem 12 manns fórust. „Upp úr þessu hófst endur- reisnarstarf á tímum mikilla efnahagserfiðleika. Bætur sem fengust fyrir það sem eyðilagð- ist náðu aldrei að mæta kostn- aði við uppbygginguna. Ástandið var skelfilega erfitt og fyrirtækið algjörlega háð við- skiptabanka sínum. Upp úr 1990 fór hagurinn heldur að vænkast og þá stóðu menn frammi fyrir því hvort ætti að byggja fyrirtækið upp með myndarlegum hætti eða að reyna bara að halda í horfinu.“ Smári segir að forsenda uppbyggingar hafi verið að fá nýtt fjármagn og því hafi verið ákveðið að fara með fyrirtækið á markað 1994. Í kjölfarið hófst mikil uppbygging sem hann segir að hafi varað allar götur síðan. Árið 1997 var byggt nýtt fiskiðjuver sem er sérhæft til vinnslu á uppsjávarfiski og hef- ur verið í stöðugri þróun síðan. Þannig gat verksmiðjan fryst um 350 tonn af loðnu þegar húsið var tekið í notkun en í dag eru afköstin komin í 800 til 900 tonn á sólarhring. Smári segir þróunina í fiskvinnslunni hafa verið mjög öra og á sama tíma og afköst og framlegð í fiskvinnslunni hafi aukist hafi starfsfólki fækkað. Breytt eignarhald Eftir 10 ár á markaði var Síldar- vinnslan tekin af hlutabréfa- markaði árið 2004 en þá höfðu orðið miklar breytingar á eign- arhaldinu. Í dag eru hluthafar í Síldarvinnslunni tæplega 300. Félögin Samherji og Gjögur eiga samtals 79% í félaginu, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað á um 11% og aðrir eiga minni hluti. Síldarvinnslan gerir í dag út þrjú uppsjávarskip, Börk NK, Beiti NK og Bjarna Ólafsson AK, þrjá ísfisktogara, Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergey VE og frystitogarann Blæng NK. Nýbúið er að selja einn ísfisk- togara og nú standa yfir samn- ingar um smíði á fjórum nýjum ísfisktogurum í stað þeirra fjög- urra sem hafa verið í rekstri. Þegar allt er talið vinna nú um 350 manns hjá Síldarvinnsl- unni og eru starfsstöðvarnar í sex sveitarfélögum víða um land. Höfuðstöðvarnar eru í Neskaupstað en þar rekur fyrir- tækið fiskiðjuver, fiskimjöls- verksmiðju og öfluga úgerð. Þá er fyrirtækið með fiskvinnslu og fiskimjölsverksmiðju á Seyðis- firði og gerir þaðan út togarann Gullver. Í Vestmannaeyjum rek- ur fyrirtækið útgerðina Berg- Hugin sem gerir út togarana Bergey VE og Vestmannaey VE. Síldarvinnslan er einnig með fiskimjölsverksmiðju í Helguvík og á Akranesi rekur félagið út- gerðina Runólf Hallfreðsson ehf. sem gerir út uppsjávarskip- ið Bjarna Ólafsson AK og loks er það fóðurverksmiðjan Laxá á Akureyri. Síldarvinnslan á einnig hlut í útgerðarfyrirtæki í Bandaríkjun- um sem gerir fyrst og fremst út á hörpuskel og hlut í græn- lenskri útgerð sem gerir út upp- sjávarskipið Polar Amaroq á Grænlandi. Smári segir að hjá Síldarvinnslunni leggi menn áherslu á að stunda fjölbreyttar veiðar á góðum skipum og reka öfluga vinnslu í landi. Makrílvinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Ljósm. Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.