Morgunblaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mig hafði lengi langað að vinna með Stórsveit Reykjavíkur og fékk því þá hugmynd að gefa út Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev í djassútsetn- ingu fyrir Stórsveitina, en fann enga útsetningu sem mér leist nógu vel á. Þegar ég fór að ræða hugmyndina við Hauk Gröndal stakk hann upp á því að við semdum framhaldssögu sem myndi gerast á Íslandi í dag og hann semdi tónlistina,“ segir Pamela De Sensi um tónlist- arævintýrið Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlf- inn? sem Töfra- hurð gefur út. Segir hún gam- an að geta fagnað útgáfunni sama ár og Stórsveitin fagnar 25 ára starfsafmæli. Söguna skrifaði Pamela í samstarfi við Hauk sem semur tón- listina, en Halla Sólveig Þorgeirs- dóttir myndskreytir bókina. Með bókinni fylgir geisladiskur þar sem Stórsveit Reykjavíkur flytur tónlist- ina og Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, segir söguna. Út- gáfu bókarinnar verður fagnað með tvennum tónleikum í Silfurbergi Hörpu á sunnudag kl. 14 og 16. Upp- selt er á fyrri tónleikana og aðeins örfáir miðar eftir á þá seinni. Til að kynna djasstónlistina „Markmið útgáfunnar er að kynna börnum á öllum aldri muninn á hljóð- færaheimi djassins og þeim klass- íska,“ segir Pamela, sem undir merkj- um bókaútgáfunnar Töfrahurðar hefur gefið út fimm önnur ríkulega myndskreytt tónlistarævintýri á bók með diski á jafnmörgum árum þar sem klassíski hljóðheimurinn hefur verið í forgrunni. „Nýja bókin endar á stuttu ágripi af sögu djasstónlistar sem Vernharður Linnet og Stefán Ó. Jakobsson skrifuðu, en Anna Sigríður Helgadóttir les upp á diskinum að sögu lokinni,“ segir Pamela og tekur fram að sagan byrji með kynningu á hljómsveit- inni og ljúki með sigurmars, sem verð- ur með skrautlegra móti á sunnudag þar sem 25 nemendur úr danslistarskóla JSB taka þátt uppáklædd í ýmsa dýrabún- inga. Spurð hvort ekki standi til að end- urtaka tónleikana segir Pamela að sig dreymi um að Stórsveitin geti lagt land undir fót og flutt tónlistar- ævintýrið um Pétur og úlfinn í skól- um víðs vegar um landið. Rytmi fremur en hljóð „Það væri mjög gaman ef Stór- sveitin gæti spilað í skólum hér í kringum Reykjavík,“ segir Haukur og rifjar upp að sú reynsla að sjá Sin- fóníuhljómsveit Íslands spila í Ás- garði þegar hann var aðeins átta ára hafi haft mikil áhrif á hann. „Mér fannst mun meira spennandi að fá tækifæri til að semja mína eigin tónlist en að vinna bara nýjar útsetn- ingar á tónlist Prokofievs,“ segir Haukur og bendir á að saga þeirra Pamelu gerist nokkrum árum eftir að frásögn Prokofievs endar. „Borgin er búin að færa út kvíarnar og sveitin er nánast orðin hluti af borginni. Í sög- unni veltum við fyrir okkur hug- myndum um arðrán þar sem dýra- garðurinn hagnast á eymd úlfsins með því að hafa hann til sýnis fyrir peninga,“ segir Haukur og tekur fram að hann hafi komist á ákveðið flug í pælingum um sósíalrealisma sem birtist í framhaldssögunni. „Mér fannst nauðsynlegt að hafa ákveðinn undirtón sem gæfi mögu- leika til túlkunar á sögunni af meiri dýpt, enda reikna ég með að foreldrar muni hlusta á söguna með börnum sínum,“ segir Haukur. Í nýju sögunni er Pétur orðinn eldri og úlfurinn hefur eytt dágóðum tíma innilokaður í dýragarði. Pétur hefur áhyggjur af því að úlfurinn sé einmana og leiður í dýragarðinum og fær afa sinn í lið með sér að reyna að bjarga úlfinum út. Við sögu koma einnig kötturinn, sem orðinn er nokk- uð pattaralegur með árunum, fuglinn og öndin, en útskýrt er hvernig hún slapp úr maga úlfsins á sínum tíma. Eðli málsins samkvæmt er Pétur ekki túlkaður af fiðlusveit eins og hjá Prokofiev, heldur saxófónasveit, með- an öndin breytist úr óbó í trompet og afinn úr fagotti í básúnu. Leitar í ræturnar „Það kemur til af því að fiðla, óbó og fagott eru ekki hluti af hljóðfæra- skipan stórsveitar. Í klassíkinni myndi maður fyrst og fremst hugsa um hljóð og tónblæ ef maður ætlaði að herma eftir einhverju dýri. Ég fór þá leið að líkja fremur eftir rytm- anum,“ segir Haukur og bendir sem dæmi á að með trompetinu hafi hann getað framkallað kvak andarinnar. „Ég læt básúnuna, sem túlkar afann, nota dempara og drullusokk með þeim áhrifum að hljóðfærið fær radd- leg einkenni. Þar er ég undir áhrifum frá Ellington og gömlu djassgrúpp- unum.“ Að sögn Hauks langaði hann í tón- smíð sinni að miðla þeim djass- hljóðheimi sem hann sjálfur heillaðist af sem barn. „Sem barn heillaðist ég af hljóðheimi Ellingtons, Basies og gamalli djasstónlist frá New Orleans. Þarna finnst mér rætur þessarar tón- listar liggja. Þetta var annars vegar útgangspunktur minn, en hins vegar hafði ég að leiðarljósi að hafa þetta þétt og gagnsætt, þannig að hlust- endur ættu auðvelt með að ná utan um tónlistina og stemningarnar. Markmiðið var því ekki að nota tón- listina til þess að sýna hvað ég væri klár að útsetja fyrir stórsveit, heldur ætti þetta að snúast um að gera hlust- endur forvitna um djasstónlistina. Ég hafði það því að leiðarljósi að finna barnið í sjálfum mér og fókusera á það sem heillaði mig á sínum tíma þegar ég byrjaði að hlusta á djass 12 til 13 ára gamall,“ segir Haukur og sér mikil sóknarfæri í því að kynna stórsveitartónlist fyrir almenningi. Hlustaði á fuglasöng Spurður hvort hann vísi meðvitað í tónsmíð Prokofievs svarar Haukur því neitandi. „Vissulega fær hver per- sóna sitt leiðarstef, en það er allt ann- ars konar en hjá Prokofiev. Ég lék mér að því að greina ákveðin tónbil og fleira hjá Prokofiev sem ég laumaði inn í tónlistina mína,“ segir Haukur og tekur fram að þetta hljómi svolítið nördalega. „Ég ákvað að fuglinn væri svartþröstur þannig að það fór eigin- lega mestur undirbúningstíminn í að hlusta á fuglasöng. Þar fann ég líka ákveðna hluti sem lita tónlistina,“ segir Haukur og bendir á að tónskáld beiti ýmsum aðferðum til að nálgast vinnuna. „Af því ég ákvað að kött- urinn hefði hlaupið í spik leitaði ég mér innblásturs í hljómaganginn í laginu „Lazy Bones“ eftir Hoagy Carmichael þegar ég samdi stef katt- arins. Út af músíkinni og uppruna hennar í New Orleans fór ég aðeins til baka og skoðaði ákveðna hefð þar í sambandi við trommuleik og notkun á heimasmíðunum flautum og lauma slíkum áhrifum inn í eitt laganna,“ segir Haukur sem hlakkar til að kynna áhorfendum heim djassins á sunnudag. „Að finna barnið í sjálfum mér“  Stórsveit Reykjavíkur flytur nýtt tónlistarævintýri á tónleikum í Hörpu á sunnudag kl. 14 og 16  Ný djasstónlist eftir Hauk Gröndal  Um er að ræða framhald á sögunni um Pétur og úlfinn Ljósmynd/Pamela De Sensi Fjölmenni Haukur Gröndal (lengst til hægri) ásamt Stórsveit Reykjavíkur og nemendum úr danslistarskóla JSB. Pamela De Sensi Útgáfa Bjarts á árinu er fjölbreytt, íslensk og erlend skáldverk og ljóð, fjölbreyttir prósar og barnabækur. Haraldur F. Gíslason sendir frá sér barnabókina Bieber og Botn- rössu og önnur barnabók er Ferðin til Mars eftir Eyrúnu Ósk Jóns- dóttur og Helga Sverrisson. Í skáld- sögunni Undirferli - yfirheyrsla skrifar Oddný Eir Ævarsdóttir um Írisi, veirufræðing sem stundar rannsóknir við Rannsóknarstofuna Surtsey í Vestmannaeyjum. Perla Sveinsdóttir, sem er aðal- persóna skáldsögunnar Perlu eftir Birnu Önnu Björnsdóttur, var á unglingsárum vinsælasta stelpan í bekknum. Eftir að hafa átt erfitt með að fóta sig á sínum fyrstu full- orðinsárum flyst hún til New York og fer að blogga um hið ljúfa líf sitt þar, mest um djamm og gellugang. Síðar birtist nafn hennar á vitna- lista í réttarhöldum vegna stríðs- glæpa og þá vaknar spurningin hver sé hin raunverulega Perla. Móðurlífið, blönduð tækni segir frá ungri konu sem tekur að sér að undirbúa yfirlitssýningu um móður sína, Sirrí, sem var róttækur fram- úrstefnulistamaður á síðari hluta 20. aldar og lést fyrir aldur fram. Þetta er önnur skáldsaga Yrsu Þall- ar Gylfadóttur. Bjartur gefur einnig út ævisögu Kristínar Jóhannsdóttur sem ber heitið Ekki gleyma mér - minn- ingasaga, og ævisögu Helga Tóm- assonar sem Þorvaldur Kristinsson ritaði. Einnig koma út bækur með ljóðum og prósa eftir Braga Ólafs- son, Kött Grá Pje og Dóra DNA. Eyrún Ósk Jónsdóttir Oddný Eir Ævarsdóttir Birna Anna Björnsdóttir Yrsa Þöll Gylfadóttir Íslensk og erlend skáldverk og ljóð Bókaðu snemma til að tryggja þér pláss Við hvetjum alla sem hafa í hyggju að sigla með Norrænu á næsta ári að bóka snemma til að tryggja sér pláss Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.