Morgunblaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017
ULLARJAKKAR
á alla herramenn
Gæðafatnaður á góðu verði
HERRAFATAVERSLUN
BIRGISFÁKAFENI 11 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 553 1170
Opið mán-fös 10-18 og lau 11-16 Næg bílastæði
Styrmir Gunnarsson fyrrv. rit-stjóri svarar spurningunni
þannig:
Katrín Jakobs-dóttir og
Bjarni Benediktsson
hafa verið að tala
saman síðustu daga.
Kannski er rétt-ara að segja að þau hafi verið
að togast á um forsætisráðuneytið.
VG hefur sett það sem skilyrði fyrir viðræðum við Sjálfstæðis-
flokk og Framsóknarflokk að Katrín
yrði forsætisráðherra í slíkri stjórn.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksinshefur mjög eindregið verið
þeirrar skoðunar að það eigi að
koma í hlut formanns Sjálfstæðis-
flokksins.
Fari viðræður þessara þriggjaflokka af stað má búast við að
VG leggi áherzlu á að Samfylkingin
komi inn í þær.
Forysta VG óttast að missa kjós-endur til Samfylkingar verði sá
flokkur í stjórnarandstöðu.
En innan VG er líka hópur, semkysi frekar að Samfylkingin
yrði utan stjórnar og innan Sam-
fylkingar er hópur, sem þolir illa
samstarf við Sjálfstæðisflokk.
Það er allt þetta púsluspil semBjarni og Katrín eru að fást
við.“
Viðbótarspurningin er þessi: Vantar eitthvað í púslið?
Þá vandast málið.
Styrmir
Gunnarsson
Um hvað snýst það?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 9.11., kl. 18.00
Reykjavík 0 skýjað
Bolungarvík -3 skýjað
Akureyri -3 léttskýjað
Nuuk -5 skýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 8 þoka
Stokkhólmur 5 rigning
Helsinki 5 súld
Lúxemborg 5 þoka
Brussel 8 þoka
Dublin 9 skýjað
Glasgow 9 alskýjað
London 12 skýjað
París 9 heiðskírt
Amsterdam 10 súld
Hamborg 8 þoka
Berlín 6 alskýjað
Vín 9 skýjað
Moskva 0 léttskýjað
Algarve 20 heiðskírt
Madríd 11 léttskýjað
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 15 skúrir
Aþena 20 léttskýjað
Winnipeg -17 léttskýjað
Montreal 5 alskýjað
New York 9 heiðskírt
Chicago 5 skýjað
Orlando 26 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:42 16:43
ÍSAFJÖRÐUR 10:03 16:31
SIGLUFJÖRÐUR 9:47 16:13
DJÚPIVOGUR 9:15 16:08
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
Héraðsdóms Suðurlands um gæslu-
varðhald til 29. nóvember yfir föður
sem grunaður er um að hafa beitt ung-
ar dætur sínar kynferðislegu ofbeldi
árum saman. Talið er að maðurinn sé
hættulegur umhverfi sínu.
Félagsmálastjóri sveitarfélagsins
þar sem fjölskyldan býr óskaði eftir
rannsókn lögreglu á málinu. Dóttir
mannsins greindi frá því við skýrslu-
töku hjá lögreglu að faðir hennar hefði
haft samfarir við hana, að minnsta
kosti þrisvar, þegar hún var fimm til
sex ára. Faðirinn hafði tekið hana með
sér í ferðalag til útlanda og þau dvalið á
hótelherbergjum.
Maðurinn var handtekinn í lok síð-
asta mánaðar. Hann neitar sök.
Fram kemur í málinu að auk þessa
máls sé til ákærumeðferðar hjá héraðs-
saksóknara mál þar sem manninum er
gefið að sök að hafa ítrekað brotið kyn-
ferðislega gegn næstelstu dóttur sinni,
fyrst þegar hún var fimm eða sex ára.
Í greinargerð lögreglustjóra er einn-
ig greint frá því að maðurinn var
dæmdur í 10 mánaða fangelsi árið 1991
fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn elstu
dóttur sinni þegar hún var fimm til sjö
ára.
Faðir grun-
aður um
nauðgun
Sakaður um brot
gegn ungum dætrum
Kona á þrítugsaldri, Ingibjörg Eva
Löve, hefur verið dæmd í fimm ára
fangelsi í héraðsdómi fyrir tilraun
til manndráps. Hún er fundin sek
um að hafa ruðst grímuklædd inn á
heimili fyrrverandi kærasta síns,
barið hann með hafnaboltakylfu í
höfuðið og stungið með hnífi í hægra
brjóst. Maðurinn hlaut þriggja
sentimetra langan skurð á hnakka,
marga minniháttar ákverka á lík-
ama og djúpan skurð í brjóstholi.
Árásin var gerð í júní, að kvöld-
lagi. Konan hafði þá ítrekað hringt í
fyrrverandi kærasta sinn en hann
nennti ekki að tala við hana. Þegar
hann fékk stúlku sem stödd var á
heimilinu til að svara skellti hún á.
Skömmu síðar kom konan við annan
mann, bæði með klút fyrir andliti,
og réðust á brotaþola og gesti hans
og ógnuðu þeim með hnífum.
Dómnum þótti ósannað að ásetn-
ingur hefði vaknað hjá konunni á
fyrri stigum um að ráða fyrrver-
andi kærasta sínum bana. Eigi að
síður hefði atlaga hennar verið
heiftúðug. Hún hefði ekki linnt lát-
um þó að brotaþoli stæði vopnlaus
frammi fyrir henni, þá þegar sár
eftir höfuðhögg sem hún veitti hon-
um, og lagt til hans með flugbeitt-
um hnífi. „Gat henni ekki dulist á
verknaðarstundu að mannsbani
gæti hlotist af atlögu í brjóstkassa
með svo hættulegu vopni,“ segir í
dómnum.
Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun
Kona réðst að fyrrverandi kærasta
sínum með hafnaboltakylfu og hnífi
Morgunblaðið/Ernir
Dómur Úr dómsal héraðsdóms.