Morgunblaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 12
Salt og pipar Salt- og piparstaukar dulbúnir sem tóbakshorn. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 hafði verið að taka saman og hripa niður ýmslegt héðan og þaðan mér til gagns og gamans þegar mér datt í hug að fóðleiksmolarnir gætu komið öðrum til góða, sem hefðu hug á að fást við tréskurð eða væru komnir eitthvað áleiðis,“ seg- ir Sigurjón. Hann leggur áherslu á að bókin flokkist þó hvorki sem kennslubók né sjálfshjálparbók. „Verklega þætti tréskurðar er ill- mögulegt að útskýra með orðum, enda byggist tréskurður að stórum hluta á snertingu þar sem saman fara hugur og hönd. Til þess að geta nýtt sér bókina þarf fólk að hafa áður aflað sér grunnþekk- ingar í skurðlist og notið að ein- hverju marki leiðsagnar hjá kunn- áttumanni. Skurðlistin verður ekki af einni bók- inni lærð.“ Í bók sinni fer Sigurjón engu að síður býsna ítar- lega ofan í saumana á hvaða verk- færi beri að nota, með- höndlun þeirra, vinnu- aðferðir og -aðstöðu, fyrstu skrefin og síðan skref fyrir skref. Auk fróðleiks um sögu og þróun tréskurðar, einkum á Íslandi, fjallar hann um mismun- andi stíla og stefnur, myndbygg- ingu og alls konar hagnýt og oft tæknileg atriði. Ljósmyndir, teikn- ingar og skýringarmyndir eftir höfundinn eru svo til þess fallnar að taka af allan vafa. „Heilabrot verða mest við tré- skurð þegar valið er viðfangsefni. Hvað á að skera í viðinn? Það þarf helst að liggja ljóst fyrir því að auðvitað verður að sníða fjölina fyrir það sem skera á,“ segir í Tré- skurði, Kennir eldri borgurum Sjálfum finnst Sigurjóni skemmtilegast að skera út eftir eigin hugmyndum, þróa þær og vinna frá grunni. Helst nytjahluti. Hann hefur t.d. skorið út lampa- fætur, kaffipokastand með stuðla- bergsmynstri, aska og er núna að þróa nóa, eins og litlir askar eru kallaðir, og sér þá fyr- ir sér sem ílát fyrir sykur eða annað mat- arkyns. Sigurjón ráð- leggur byrjendum samt að skera út eftir fyrir- myndum. „Í tré- skurðarnámi er yfirleitt byrjað á að skera út einfaldan bakka og um leið kennt að beita verkfær- unum og að skera út í við- inn eftir því hvernig liggur í honum.“ Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þótt Sigurjón Gunnarssonsé einstakur hagleiks-maður á tré og jafnframtmargt annað til lista lagt kvaðst hann ekki geta lagað nef á manni þegar hann fékk fyrirspurn þess efnis á dögunum. Vinnan sem hann framkvæmir á Skurðstofu Sigurjóns í Hafnarfirði er enda af allt öðrum toga og snýst fyrst og fremst um tréskurð. Allir eru vel- komnir að ganga í bæinn og skoða og kaupa tréverkin sem þar eru í tugavís af öllum gerðum og stærð- um. Að öðru leyti segist hann gera lítið af því að koma verkum sínum á framfæri. Sigurjón hefur stundað tré- skurð í yfir tuttugu ár, eða allt frá því hann tók öll námskeið sem í boði voru, sjö talsins, í Trélista- skóla Hannesar Flosasonar. Þá hefur hann setið í stjórn og um tíma verið formaður FÁT, Félags áhugamanna um tréskurð. „Hannes heitinn var einn fárra lærðra tréskurðarmeistara á Ís- landi, sem kenndu almenningi tré- skurð með markvissum hætti. Slík menntun er ekki lengur til hér á landi nema að nafninu til, óvirk iðngrein, ef svo má segja, því eng- inn sækir lengur í hana,“ segir Sig- urjón, sem nýverið gaf út í sam- starfi við Iðnú upplýsinga- og fróðleiksbókina Tréskurður. Hugur og hönd „Íslenskt lesefni um tréskurð er af mjög skornum skammti. Ég Hagleiksmaður á skurðstofu Höfundurinn og útgefandinn Sigurjón Gunnarsson tók saman fróðleik um sögu tréskurðar, einkum á Íslandi, og leiðbeinir um verkfæri, form, mynstur og alls konar hag- nýt og oft tæknileg atriði í tréskurði í bókinni Tréskurður. Þar segir m.a. frá öskum sem féllu í stafi og einstöku höfðaletri. Askar, nóar og stuðlaberg Litlir askar eru kallaðir nóar. Fyrir neðan er kaffipokastandur með stuðlabergsmynstri. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rannsóknarsmiðja um myndlist og vísindi verður í Gerðarsafni og Nátt- úrufræðistofu kl. 13-15 á morgun, laugardaginn 11. nóvember. Skoðaðar verða skissur og rannsóknir lista- mannanna Einars Garibalda og Krist- jáns Steingríms á sýningunni Stað- setningum til að fræðast um hvernig skissur verða að stórum fullbúnum málverkum. Vísindamaður í Nátt- úrufræðistofu sýnir hvernig náttúra og dýralíf eru rannsökuð. Út frá leið- angrinum um söfnin búa börnin til sína eigin skissubók og gera tilraunir með list úr náttúrunni. Menningarhúsin í Kópavogi Fjölskyldustundir Smiðjan er liður í fjölskyldustundunum. Smiðja um myndlist og vísindi Hljómsveitirnar Erics Blues Band frá Stokkhólmi og Beebee and the Bluebirds spila í kjallara Hard Rock Cafe kl. 22 í kvöld, föstudaginn 10. nóvember, og á sama tíma á Græna hattinum á Akureyri laugar- dagskvöldið 11. nóv. Beebee & the Bluebirds er tónlistar- verkefni Brynhildar Oddsdóttur, söng- konu, lagahöfundar og gítarleikara. Tónlistinni hefur verið lýst sem góðri blöndu af rokki, blús og soul. Miðasala á tix.is. Tónlist Rokk, blús og sálartónlist Brynhildur Oddsdóttir Minjar og saga, vinafélag Þjóðminja- safnsins, stendur fyrir fyrirlestri kl. 12 í dag, föstudaginn 10. nóvember, í tengslum við útgáfu bókarinnar Leit- in að klaustrunum eftir dr. Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing. Fyrirlesturinn er í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suður- götu. Í fyrirlestrinum beinir Stein- unn sjónum sínum sérstaklega að kenningu um að Valþjófsstað- arhurðin, einn merkasti forngripur Íslendinga, hafi upprunalega verið hurðin að klaustrinu að Keldum. Í lok fyrirlestursins verður gengið að hurðinni sem er hluti af grunnsýn- ingu Þjóðminjasafnsins. Í bókinni Leitinni að klaustrunum bregður Steinunn ljósi á sögu klausturshalds á Íslandi, sem spann- ar næstum 500 ár, allt frá 1030 og þar til þau lögðust af í kjölfar sið- breytingarinnar um 1550. Á þessum tíma voru starfrækt 14 klaustur á Ís- landi. Bókin er afrakstur umfangs- mikilla rannsókna Steinunnar og samstarfsfólks hennar á árunum 2013 til 2016. Leitin að klaustrunum - Fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands Var Valþjófsstaðarhurðin að klaustrinu að Keldum? Morgunblaðið/Árni Sæberg Við Valþjófsstaðarhurðina Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur hef- ur á síðustu árum unnið að miklum rannsóknum á löngu horfnum klaustrum. Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.