Morgunblaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017
Viljugir námshestar Nemendur Háskólans í Reykjavík lesa myrkranna á milli þessa dagana, enda er langt liðið á haustönnina og næsta próftímabil nálgast óðfluga með öllu sem því fylgir.
Eggert
Það er kunnara en
frá þurfi að segja að það
eru mannréttindi að
vera svo heimskur sem
maður vill. Það kann
jafnvel að vera talið
gott og gilt í réttarsal
að bera fyrir sig óafsak-
anlega vanþekkingu.
Stundum er það svo
þegar dómara rekur í
vörður í dómagerð
sinni, þá búa þeir til hugtök sem lög-
gjafanum eru ætluð en löggjafinn
hefur hvorki skapað í löggjöf né ætlað
sér að skapa.
Þar kemur greinarhöfundi í hug
hugtakið „opinber persóna“. Til þess
að verða opinber persóna þarf við-
komandi annaðhvort að vera kjörinn
til trúnaðarstarfa ellegar að hafa sést
oft á síðum menningartímarita eins
og „Séð og heyrt“ ellegar „Vikunn-
ar“. Mannskepnan „opinber persóna“
er að flestu loðið og teygjanlegt hug-
tak, svona eins og klám ellegar list.
Fundur í stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd
Það er alvarlegur misskilningur í
gangi hjá sumum þingmönnum um
eftirlitshlutverk sitt. Til þess að sinna
eftirliti á tilteknu sviði þarf sá er
eftirlitinu sinnir að hafa heimildir,
mannafla og jafnvel tæki.
Í 13. gr. laga um þingsköp Alþing-
is, tölulið 8, segir svo um stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd Alþingis:
„Nefndin fjallar um stjórnar-
skrármál, málefni forseta Íslands, Al-
þingis og stofnana þess, kosningamál,
málefni Stjórnarráðsins í heild og
önnur mál sem varða æðstu stjórn
ríkisins. Enn fremur fjallar nefndin
um ársskýrslu og tilkynningar um-
boðsmanns Alþingis, svo og um
skýrslur Ríkisendurskoðunar. Meti
nefndin það svo að einstakar skýrslur
Ríkisendurskoðunar eigi eftir efni
sínu fremur að fá athugun í annarri
nefnd vísar hún þeim skýrslum þang-
að. Nefnd sem tekur þannig við
skýrslu Ríkisendurskoðunar skilar
þá áliti til þingsins eftir
athugun sína á skýrsl-
unni en um aðrar
skýrslur fjallar stjórn-
skipunar- og eftirlits-
nefnd og skilar áliti um
þær.
Nefndin skal einnig
hafa frumkvæði að því
að kanna ákvarðanir
einstakra ráðherra eða
verklag þeirra sem
ástæða þykir til að at-
huga á grundvelli þess
eftirlitshlutverks sem
Alþingi hefur gagnvart framkvæmd-
arvaldinu. Komi beiðni um slíka at-
hugun frá a.m.k. fjórðungi nefnd-
armanna skal hún fara fram.“
Þann 19. október sl. var haldinn
opinn fundur í stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefnd um „vernd tjáningar-
frelsis“.
Til fundarins voru boðaðir gestir til
að kenna þingmönnum um vernd
tjáningarfrelsis. Til fundarins var
boðað af lögfræðingi og lögvitringi í
þingflokki Pírata og sennilega full-
trúa Vinstri grænna Allra Handa í
þessari þingnefnd.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
hefur aðeins eftirlit með fram-
kvæmdavaldinu, þ.e. ráðherrum, en
ekki með einstökum stofnunum og
þaðan af síður dómstólum.
Fullt tilefni til fræðslufundar
fyrir lögvitring
Þegar til fundarins kom reyndist
fullt efni til að halda fræðslufund fyr-
ir suma fulltrúa í nefndinni. Til fund-
arins komu nokkrir þekkingarmenn
og -konur. Það kom fram í upphafi
fundarins að lögvitringur Pírata
þekkti alls ekki muninn á lögfræðingi
og lögmönnum. Þannig er að aðeins
sumir lögfræðingar eru og verða lög-
menn, og jafnvel hætta að vera lög-
menn með því að leggja inn réttindi
sín.
Lögvitringurinn, sem er þingmað-
ur og þar með einn af handhöfum lög-
gjafarvaldsins, taldi eðlilegt að um
lögbannsgerðir væri fjallað á grund-
velli einhverra fréttatilkynninga Ör-
yggis- og samvinnustofnunar Evr-
ópu, en ekki á grundvelli þeirra laga
sem Alþingi hefur sett. Sem kunnugt
er, eru fréttatilkynningar ekki rétt-
arheimildir og tæpast lögskýring-
argögn í íslenskum rétti.
Lögvitringnum var alls ókunnugt
um að lögbann er lagt á samkvæmt
málsmeðferðarreglum í lögum um
kyrrsetningu og lögbann frá 1991.
Lögvitringurinn greiddi ekki atkvæði
um þá löggjöf, með lögmætri fjarvist.
Þágufallssjúkur lögfræðingur
Næstur til að fræðast af sýslu-
manni og lögfræðingum hans var lög-
fræðingur sem sagði „mér langar að
spyrja“. Að öðru leyti voru spurning-
arnar óskiljanlegar. Spurningarnar
báru með sér að lögfræðingnum, sem
er jafnframt einn af fulltrúum lög-
gjafarvaldsins, var alls ókunnugt um
allt er snerti lögbann.
Það kom fram í spurningu lögfræð-
ingsins að það kunni að vera ástæða
til að taka tillit til ástands í stjórn-
málum þegar lögbann er sett. Með
góðum vilja mátti skilja spurningu
lögfræðingsins á þann veg að sýslu-
maður ætti að kveða upp úrskurð
með pólitískri niðurstöðu. Með öðrum
orðum pólitísk réttarhöld! Það kom
einnig fram hjá öðrum nefndar-
mönnum að tillit skyldi tekið til
stjórnmálaástands í gjörðum sýslu-
manns.
Þá kom einnig fram hjá lögfræð-
ingnum, án þess að réttarheimildar
væri getið, að blaðamenn og ritsóðar
hefðu meiri rétt til tjáningarfrelsis en
aðrir þegnar þessa lands, og þar með
að skerða persónuvernd og æru fólks
án nokkurrar ábyrgðar á gjörðum
sínum.
Lögmaður Blaðamannafélagsins
Meðal þeirra sem til þessa fræðslu-
fundar komu var lögmaður Blaða-
mannafélags Íslands. Fávís þingmað-
ur spurði lögmanninn einnar
spurningar; hvort það væri svo að
málefni sem vörðuðu þagnarskyldu í
ótilgreindum 142 lagabálkum væru
ekki háð þagnarskyldu ef þau kæm-
ust í hendur blaðamanna. Svar lög-
mannsins var stutt og laggott: „Já.“
Það var án nokkurra útskýringa ell-
egar tilvísunar í réttarheimildir sem
afléttu slíkri þagnarskyldu. Með öðr-
um orðum þá er það skilningur þessa
lögmanns að blaðamönnum sé frjálst
að valsa um og birta þjófstolin trún-
aðargögn. Eina viðmiðunin er að
„gögnin eigi erindi við almenning“ og
um „opinbera persónu“ sé að ræða.
Hvort tveggja að mati viðkomandi
blaðamanns. Tekið skal fram fyrir
lesanda að meðal þeirra lagabálka um
þagnarskyldu sem um ræðir er öll
löggjöf um heilbrigðismál, þar með
sjúkraskýrslur einstaklinga.
Þegar svar þessa mikilsvirta lög-
manns var komið fram taldi fávísi
þingmaðurinn að fundur í stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd væri kominn
út fyrir öll mörk þess sem lög um
þingsköp kvæðu á um. Fundurinn var
ekki lengur til upplýsingar eða eft-
irlits. Fávísi þingmaðurinn sagðist
ekki sitja undir svona bulli og gekk af
fundi.
Viðtal við dósent í fjölmiðla-
fræði og álitsgjafa
Fyrir nokkru var viðtal í sjónvarpi
við dósent í fjölmiðlafræði við Há-
skólann á Akureyri.
Formáli fréttamanns sjónvarps og
spurning var þessi:
Í 58. grein laga um fjármálafyrir-
tæki segir að starfsmenn fjármála-
fyrirtækja, endurskoðendur og aðrir
sem taki að sér verk í þágu fyrirtæk-
isins séu bundnir þagnarskyldu um
allt sem þeir fá vitneskju um og varð-
ar viðskipta- og einkamálefni við-
skiptamanna. Þá segir í annarri máls-
grein lagagreinarinnar að sá sem
veiti slíkum upplýsingum viðtöku sé
sömuleiðis bundinn þagnarskyldu.
Ólíkar skoðanir eru uppi um hvernig
skuli túlka seinni málsgreinina, það
er hvort bankaleyndin eigi aðeins við
um starfsmenn fjármálafyrirtækja.
Dósent í fjölmiðlafræði segir að það
hafi verið mat Fjármálaeftirlitsins ár-
ið 2009 að bankaleyndin næði líka yfir
blaðamenn í tilfelli lánabókar Kaup-
þings, en aldrei hafi verið tekist á um
lagatúlkunina fyrir dómstólum.
Svar dósentsins var eftirfarandi:
Og um þetta var nú bara skrifuð
heil greinargerð um svipað leyti þar
sem þessi íslensku lög voru borin
saman við lög erlendis og þetta
ákvæði á Íslandi stendur svolítið út
úr og er einna svipaðast, samkvæmt
þessari greinargerð Dóru Guð-
mundsdóttur, ákvæðinu í Danmörku.
Niðurstaða greinargerðarinnar var
hins vegar sú að þetta ákvæði myndi
trúlega verða túlkað eins og það hef-
ur verið túlkað í Danmörku, það er að
segja að þessi bankaleynd næði ekki
til fólks úti í bæ, næði ekki til blaða-
manna.
Seint trúi ég að Dóra frænka mín
sé svo skapandi í lagatúlkun sem dós-
entinn ætlar henni.
Þagnarskylda verður einungis af-
numin með lagaákvæðum ellegar úr-
skurði dómstóla á grundvelli laga-
ákvæða sem löggjafarvaldið ákveður.
Skapandi lagatúlkun
Sú skapandi lagatúlkun sem lög-
fræðingur og lögvitringur pírata og
lögmaður Blaðamannafélagsins bjóða
í heyranda hljóði er dæmi um siðrof.
Það er skelfileg tilhugsun að mega
eiga von á að dómar og úrskurðir
verði kveðnir upp á pólitískum for-
sendum eins og væntingar þing-
manna hljóðuðu á þessum undarlega
fundi í stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd þann 19. október sl. Fundurinn
í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var
haldinn á grundvelli óafsakanlegrar
vanþekkingar. Þessi grein er skrifuð
til verndar tjáningar- og persónu-
frelsi sem kann að felast í persónu-
vernd.
Verð íslenskri þjóð að góðu.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Það eru mannrétt-
indi að vera svo
heimskur sem maður
vill. Það kann jafnvel
að vera talið gott og gilt
í réttarsal að bera
fyrir sig óafsakanlega
vanþekkingu.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Frásögn af fundi í þingnefnd