Morgunblaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Veganúmer þjóðvega á Austurlandi
breytast á morgun, laugardaginn 11.
nóvember.
Framvegis mun þjóðvegur 1,
hringvegurinn sem sýndur er með
rauðri línu á meðfylgjandi korti,
liggja um suðurfirðina í stað þess að
liggja um Breiðdalsheiði eins og
hingað til. Vegagerðin sendi út
fréttatilkynningu þessa efnis og seg-
ir að þjóðvegur 1 muni eftirleiðis
liggja eftir þjóðvegi, sem áður var
númer 92, frá Egilsstöðum, framhjá
Reyðarfirði, í gegnum Fáskrúðs-
fjarðargöng um þjóðveg sem þaðan
var númer 96, í gegnum Stöðvar-
fjörð og áfram að Breiðdalsvík.
Gamli hringvegurinn um Breiðdal
og Skriðdal fær nú vegnúmer 95 í
stað þess að vera númer 1.
Dregur úr villum ferðamanna
Vegagerðin kveðst vona að þessi
breyting verði til þess að fækka
þeim tilvikum sem ferðamenn, sem
til dæmis koma með Norrænu, velji
að fara um Breiðdalsheiði „þótt hún
sé kirfilega lokuð – jafnvel með lok-
unarslá. Sem dæmin sanna að gerist
ítrekað að vetri til“.
Vegvísanir verða mismunandi eft-
ir árstíðum. Þannig verður ekki vís-
að á Egilsstaði um Breiðdalsheiði að
vetri þegar heiðin er lokuð, enda
þykir ekki forsvaranlegt að vísa veg-
farendum á lokaða fjallvegi.
Breytingin á vegnúmerunum mun
ekki hafa nein áhrif varðandi fyr-
irhugaðar vegaframkvæmdir á
Austurlandi, hvort sem þær eru þeg-
ar ákveðnar eða eru til skoðunar.
Ekki verður heldur nein breyting á
þjónustu Vegagerðarinnar, hvorki
vetrar- né sumarþjónustu.
Breyta þarf mörgum skiltum
Að sögn Vegagerðarinnar eru
starfsmenn hennar þessa dagana að
breyta merkingum og setja upp
bráðabirgðaskilti sem sýna breyttar
vegmerkingar.
Setja þarf upp tvær fjarlægðar-
töflur, átta leiðarmerki, fjórtán
vegvísa, tuttugu ný vegnúmeraskilti
og sex bráðabirgðaskilti. Einnig
verður límt yfir 34 skilti vegna nýrra
vegnúmera og breyttra vegalengda.
Vegagerðin segir ekki víst að öllum
þessum breytingum ljúki fyrir
morgundaginn en verkinu mun ljúka
á fáum dögum.
Reiknað er með að kostnaður
vegna þessara breytinga nemi 8-12
milljónum króna.
Hringvegurinn fær-
ist til á Austfjörðum
Liggur nú um suðurfirðina en ekki Breiðdalsheiði
Breytt vegnúmer á Austfjörðum
Heimild: Vegagerðin
Egilsstaðir
Sk
ri
ðd
al
ur
Breiðdalsheiði
BreiðdalurÖxi
Fa
gr
id
al
ur
Seyðisfjörður
Neskaupstaður
Eskifjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Breiðdalsvík
Djúpivogur
Reyðarfjörður
BORGARFJARÐARVEGUR94
SEYÐISFJARÐARVEGUR93
95
95
HRINGVEGUR1
AXARVEGUR939
HRINGVEGUR1
ÁÐUR VEGNR.92
SKRIÐDALS- OG
BREIÐDALSVEGUR95
ÁÐUR HRINGVEGUR 1
NORÐFJARÐARVEGUR92
NÝR VEGUR/JARÐGÖNG
ÁÐUR VEGNÚMER 92
ODDSSKARÐSV.9549
ÁÐUR VEGNR.96
HRINGVEGUR1
HRINGVEGUR1
HRINGVEGUR1
Nýjar vörur frá geoSilica
Kísill Íslenskt kísilsteinefni
Recover Fyrir vöðva og taugar
Renew Fyrir húð, hár og neglur
Repair Fyrir bein og liði
Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum,
Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
Grafinn lax
- Láttu það eftir þér
Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin,
Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Str. S XXL
Litur: ljósgrátt, svart
Rúllukraga-
peysur
Kr. 4.990
-
NÝTT NÝTT
Verið velkomin
Glæsilegar haust-
og vetrarvörur
Peysur, blússur, bolir,
kjólar, buxur, vesti,
ponsjó o.fl.
Vorum að fá nýja
sendingu af treflum,
húfum og töskum.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðs-
dóms Reykjavíkur þar sem Sam-
skiptamiðstöð heyrnarlausra og
heyrnarskertra og íslenska ríkið voru
sýknuð af kröfu Áslaugar Ýrar Hjart-
ardóttur, sem stefndi fyrrnefndum
aðilum vegna mismununar.
Áslaug Ýr er með samþætta sjón-
og heyrnarskerðingu og hugðist
sækja sumarbúðir fyrir daufblind
ungmenni frá Norðurlöndunum.
Áslaug Ýr krafðist þess að höfnun
Samskiptamiðstöðvarinnar um beiðni
hennar um endurgjaldslausa túlka-
þjónustu yrði ógilt. Þá krafðist hún
einnig milljón króna í miskabætur. Í
dóminum kemur fram að Samskipta-
miðstöðin taldi sig búa yfir takmörk-
uðum fjármunum og þyrfti að láta þá
endast út ársfjórðunginn þegar beiðn-
in barst. Ef miðstöðin hefði orðið við
beiðni Áslaugar hefði hvorki verið
gætt jafnræðis milli þeirra sem þarfn-
ast túlkaþjónustu né hefðu fjármun-
irnir enst til loka ársfjórðungsins. Í
dóminum kemur fram að það sé ekki
á valdi dómstóla að mæla fyrir um
fjárveitingar. Hæstiréttur staðfesti
því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
Sýknu-
dómur
staðfestur
Áslaug Ýr fær ekki
greiddar bætur
Bílar
Atvinna