Morgunblaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 ✝ Helgi SigurðurHallgrímsson fæddist í Glúm- staðaseli í Fljóts- dalshreppi 13. sept- ember 1924. Hann lést á Landspít- alanum Fossvogi 1. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Hallgrímur Jakob Friðriksson, f. á Hóli í Fljótsdal 18. ágúst 1876, d. 17. mars 1955, og Rósalinda Jóhannsdóttir, f. á Seyðisfirði 9. janúar 1898, d. 19.janúar 1979. Helgi var sjöundi í röð alls ell- efu systkina. Hinn 9. nóvember 1950 kvæntist Helgi Sigrúnu Bryn- ember 1955, kona hans er Stef- anía Valgeirsdóttir, f. 1. nóv- ember 1956. Börn þeirra eru Kristinn Geir Pálsson, Tinna og Andri. 3) Vilborg, f. í Reykjavík 14. janúar 1973, sambýlismaður hennar er Albert Guðmundsson, f. 13. ágúst 1970. Synir Vilborg- ar eru Helgi Róbert, Erlendur Atli og Arnaldur Ingi Stef- ánssynir. Samtals eiga Helgi og Sigrún sex barnabarnabörn. Helgi og Sigrún byggðu fjöl- skyldu sinni hús í Akurgerði 56, Reykjavík, og fluttu þangað í apríl 1955. Þar hafa þau búið allar götur síðan, en bjuggu áð- ur um skeið á Hrísateigi og í Karfavogi. Helgi starfaði lengst af sem vagnstjóri hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur, allt til ársins 1994 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var handlaginn og hafði yndi af öllu sem viðkom bílum og smíðum. Útför Helga fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 10. nóvember 2017, klukkan 13:00. hildi Björnsdóttur, f. á Hamri í Svína- vatnshreppi 16. september 1932. Foreldrar hennar voru Björn Elíeser Jónsson, f. 9. nóv- ember 1899, d. 11. nóvember 1975, og Vilborg Ívarsdóttir, f. 30. september 1908, d. 2. febrúar 1988. Helgi og Sigrún eignuðust þrjú börn: 1) Kolbrún Erla, f. í Reykjavík 4. maí 1951, hennar maður er Luther Carl Almar Hróbjartsson, f. 5. júní 1949. Dóttir Kolbrúnar er Sigrún Brynja Einarsdóttir. 2) Eiríkur Hreinn, f. í Reykjavík 10. sept- Fáum mánuðum eftir að fagnað var níræðisafmæli pabba með ævintýralegum uppákom- um og góðri afmælisveislu spurði pabbi hvernig við ættum að halda uppá aldarafmælið hans. Hann ætlaði ekki að missa af því. Þetta er mjög lýsandi fyrir þann mann sem við kveðj- um nú eftir langa og farsæla samfylgd. Pabbi var lífsglaður og jákvæður maður. Það var stutt í brosið. Ást hans var traust, eins og sést á að hjóna- band hans og mömmu varði í rétt tæp 67 ár. Samkvæmt öll- um skilgreiningum var það far- sælt. Það er og til marks um mannkosti hans að sama hvaða glappaskot hentu okkur afkom- endur hans á lífsleiðinni sagði hann aldrei styggðaryrði en var reiðubúinn að styrkja og styðja. Hjálpsemi hans og greiðvikni virtust fá takmörk sett. Pabbi lifði miklar þjóðfélags- breytingar. Hann tilheyrði þeirri kynslóð sem upplifði kreppu og fátækt á eigin skin- ni.Hann kvartaði ekki yfir kjör- um sínum á uppvaxtarárunum en klárlega settu þau mark sitt á líf hans allt. Pabbi var vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur að ævistarfi í rúm 40 ár og milli vakta vann hann ýmis störf í aukavinnu. Hann var ákaflega vel liðinn af viðskiptavinum SVR og margir íbúar á Seltjarn- arnesi, sem hann þjónaði af al- úð, minnast hans með hlýhug. Það að koma þaki yfir höfuðið var frumskylda og ekki tekið út með sældinni um miðbik síðustu aldar. Pabbi og mamma byggðu sér parhús í Akurgerðinu sem þau fluttu inn í árið 1955. Á þeim tíma byggðu menn raun- verulega sín hús sjálfir. Verkið var unnið af húsbyggjendum sjálfum, mótin slegin upp, steypan hífð upp í fötum, múrað og pípað og vel farið með efni og fé. Aðgangur að lánsfé var lítill sem enginn. Fólk komst hins vegar langt á seiglunni og dugnaðinum og upp komst húsið sem var pabba afar kært. Hann var ekki tilbúinn að selja húsið og flytja í hentugra þegar Elli kerling fór að banka á dyrnar. Það er í aðra röndina skiljan- legt. Maður lærði það snemma að það var ekki hægt að telja pabba ofan af einhverju sem hann hafði ákveðið og það átti við um að flytja sig um set. Því voru slíkar hugmyndir okkar af- komenda hans ekki teknar gild- ar. Pabbi var heilsuhraustur lengst af, kvartaði í það minnsta ekki en við vissum að hann hafði sem ungur maður verið hætt kominn af veiki sem leiddi til að annað nýra hans var tekið. Hann kvartaði ekki þegar hjarta hans lét vita að það þyrfti að huga að málum þar og það má heita óskiljanlegt hvernig hann lifði af erfitt hjartaáfall úti á Spáni fyrir 13 árum og náði góð- um styrk aftur og fullum lífs- gæðum í mörg ár í viðbót. Hann stundaði gönguferðir og sund, að ógleymdri leikfiminni með Villa og vinum sínum í sjúkra- þjálfuninni og heimsókn þangað var helgiathöfn sem framkvæmd var af alúð eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Þau „Helgi og Sigrún“ hafa verið eitt í öll þessi ár og sjald- an annað nefnt án þess að hitt hafi borið á góma líka.Missir mömmu er mikill. Það er skrýt- ið að þessi klettur sem pabbi hefur verið mér þau 62 ár sem ég hef lifað skuli hafa orðið að láta undan en hann lifði og kvaddi með reisn. Blessuð sé minning hans. Eiríkur Hreinn. Pabbi minn var fæddur í veruleika sem ég get ekki einu sinni ímyndað mér. Hann kom í heiminn í torfbænum að Glúms- staðaseli, þar sem enn má sjá rústir bæjarveggjanna. Í þess- um húsakynnum bjuggu amma mín og afi með stóra barnahóp- inn sem nú er næstum allur horfinn. Pabbi upplifði eflaust ýmis- legt á langri ævi. Hann ræddi barnæsku sína og yngri ár lítið við mig, en mér er minnisstæð svarthvít ljósmynd sem sýnir fallegan dökkhærðan pilt, glað- legan og brosandi, kannski 12 ára, á hjóli kirfilega merktu KRON. Þarna vann hann, stráklingurinn, sem sendill og lagði þar líklega grunninn að samviskusemi og dugnaði í starfi sem átti eftir að fylgja honum alla tíð. Ég trúi því að pabbi hafi aldrei talið eftir sér einn einasta kílómetra sem hann hjólaði á þessu hjóli um borgina með vörur, ekkert frekar en þá óteljandi kílómetra sem hann ók strætisvagni um götur Reykja- víkur í 40 ár. Pabbi var af þeirri kynslóð manna sem lagði allt í að koma þaki yfir fjölskylduna og sjá henni sómasamlegan farborða. Hans eigin hvíld, tómstundir og frítími skipti ekki höfuðmáli í hans augum og hann og mamma bjuggu okkur systkinunum þremur fallegt og traust heimili. Það má kannski segja að sá hæfileiki pabba að fá sér kríu- blund hvar og hvenær sem er hafi gert honum kleift að leggja svona hart að sér. Hann pabbi minn kunni sko þá list að fá sér „power nap“ löngu áður en það hugtak var fundið upp, nokkuð sem hefur eflaust gert honum langa og erfiða vinnudaga auð- veldari. Pabbi var alveg sérlega hand- laginn maður, sjálfmenntaður í smíðavinnu og einhvern veginn lék allt í höndunum á honum. Hann var heldur ekkert að kippa sér upp við óhöpp sem gátu stundum orðið við smíða- vinnuna. Eitt sinn var hann að saga eitthvað með hjólsöginni í bílskúrnum, gerði svo hlé á því og rölti sallarólegur inn með klút vafinn um fingur til að sækja sér plástur því hann hafði meitt sig á söginni. Þegar betur var að gáð var fingurinn ansi laskaður og líklega hafði hluti hans orðið eftir í bílskúrnum. Slíkur var áverkinn að á end- anum þurfti að flytja húð yfir sárið til að græða það. Við hlóg- um oft að þessu æðruleysi hans pabba eftir á, þegar hann ætlaði bara að skella plástri á þetta og halda svo áfram. Ein af mínu kæru minningum um pabba er frá níræðisafmæl- inu hans. Þá var hann enn nokk- uð hress og til í ævintýri og mamma fékk þá snilldarhug- mynd að gefa honum þyrluferð í afmælisgjöf. Ég fékk að fara með pabba því mamma er lítið fyrir að vera hátt uppi og taldi rétt að hjúkrunarfræðingurinn dóttir hans færi með honum til halds og trausts ef ævintýrið reyndist níræðu afmælisbarninu of erfitt. Við flugum yfir Reykjavík í björtu og fallegu septemberveðri og lentum uppi á Esjutoppi, fórum þar út og nutum saman útsýnisins og upp- lifunarinnar. Örfáum dögum fyr- ir andlát pabba rifjuðum við upp þessa sögu og greinilegt var að pabba fannst þetta líka góð minning. Ég er þakklát fyrir að synir mínir þrír fengu að kynnast afa sínum vel og eiga góðar minn- ingar um hann. Hvíldu í friði elsku pabbi. Vilborg Helgadóttir. Elsku afi minn kvaddi okkur á köldum sólardegi hinn 1. nóv- ember. Þetta var sannarlega fal- legur dagur til að deyja eins og við í fjölskyldunni höfðum á orði. Það að deyja var eitthvað sem afi hafði þar til fyrir stuttu ekki haft mikinn hug á. Lífsvilj- inn var alla tíð sterkur hjá hon- um og af eðlislægri þrjósku streittist hann á móti um hríð þar til hann skipti nokkuð skyndilega um skoðun og kvaddi okkur með friðsælum hætti. Við fjölskyldan áttum fallega stund saman við dánarbeðinn hans og þegar presturinn spurði okkur barnabörnin hvað kæmi fyrst upp í hugann þegar við hugsuðum til afa hrökk út úr mér: Góður kall. Og það var afi sannarlega. Ekki bara góður kall heldur besti kallinn. Alla tíð var hann boðinn og búinn að gera allt fyrir sitt fólk. Hvort sem þurfti að smíða hillusam- stæðu, bora í vegg, festa upp ljós eða setja upp eldhúsinnrétt- ingu var afi kominn í verkið. Hann þurfti ekki mikið að laun- um, kannski snúðbita eða vín- arbrauð með kaffinu. Afi var gefinn fyrir sætabrauð og vildi helst fara í bakarí daglega til að geta notið kaffitímans til fulls. Afi var hvers manns hugljúfi. Ég minnist þess ekki að hann hafi skipt skapi og hann kom sér alls staðar vel. Hann var vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur um áratugaskeið, keyrði lengst af leið 3 (Nes- Háaleiti) og var vel liðinn af far- þegum. Ég varð margoft vitni að því enda fór ég ófáar ferð- irnar með honum og var stolt af teinréttum afa mínum sem bar vagnstjórabúninginn af glæsi- leik og snyrtimennsku. Það voru ekki síst húsmæður af Nesinu sem tóku sérstöku ástfóstri við hann enda hinkraði hann gjarn- an eftir þeim sem hann vissi samkvæmt venju að voru vænt- anlegar – þrátt fyrir yfirburða- stundvísi að öðru leyti! Afi var óvenjulegur fyrir mann af sinni kynslóð fyrir þeirra hluta sakir að hann tók fullan þátt í heimilisstörfunum til jafns við ömmu, hvort sem um þrif eða eldamennsku var að ræða. Þegar ég kom í Akurgerð- ið byrjaði ég þó venjulega á því að gá að afa í bílskúrnum því þar átti hann sér ævintýraland umkringdur verkfærum og tækjum. Hann var sérlega lag- hentur og tók upp á því í seinni tíð að renna lampa, blómastanda og hillur sem prýða í dag heimili flestra fjölskyldumeðlima. Afi og amma voru sóldýrk- endur og höfðu unun af því að heimsækja sólarlönd. Þá var iðulega farið til Benidorm þaðan sem þau sneru kaffibrún þrem- ur vikum síðar. Afi losnaði aldr- ei við sólarþrána, það var síðast í sumar sem ég heyrði hann spyrja ömmu hvort þau ættu ekki að skella sér til Spánar. Afi var merkilega frískur fram yfir nírætt. Hann var mik- ið afmælisbarn og á níræðisaf- mælinu hans var honum komið á óvart með því að bjóða honum í þyrlu upp á Esjutopp. Þegar niður var komið beið hans heið- ursferð í strætó með gömlum fé- lögum. Þetta gladdi afa mikið. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú varst mér og gerðir fyrir mig. Ég hefði ekki getað óskað mér betri afa. Einar Rafn og Auður Rán minnast yndislegs og hlýs langafa sem alltaf strauk vanga og sýndi þeim áhuga. Við pössum vel upp á elsku ömmu. Hvíldu í friði. Meira: mbl.is/minningar Sigrún Brynja. Elsku afi minn, það er svo sárt og svo skrýtið að þú skulir vera farinn, þú sem hefur alltaf verið eins og klettur, alltaf til staðar frá því að ég man eftir mér. Alltaf til staðar og alltaf tilbúinn að taka frá tíma fyrir afastrákinn og kenna honum eitthvað. Ég man svo sterkt eft- ir því þegar ég var bara smá- gutti og þú tókst mig með út í skúr og ætlaðir svoleiðis að sýna stráknum á rennibekkinn, en ég bara smágutti varð alveg dauð- hræddur við allan skarkalann og hávaðann. Ég man svo vel eftir að þarna var afi maðurinn, stór og sterkur, ekki hræddur við neitt með samanlímda viðar- kubba sem urðu svo að þessum gullfallega spegilgljáandi lampa, sem ég á enn. Þú varst alltaf svo tilbúinn að hjálpa mér og kenna mér og passaðir alltaf upp á að það væri vandað til verks og eitthvað hefur þér fundist þú hafa gert rétt, því seinna meir var mér treyst fyrir verkunum sem þú sinntir heima. Alltaf varst þú tilbúinn að hleypa mér í skúrinn með allt frá stórum sendibílum og niður í haugryðgaðar druslur sem héngu varla saman, en alltaf gat ég treyst á að geta kíkt við, fá rjúkandi heitan kaffibolla og dunda mér í skúrnum. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég sakna þín, elsku afi minn, og hversu skrýtið það er að þú ert farinn. Ég mun halda áfram að gera þig stoltan, elsku afi minn. Helgi Róbert Stefánsson. Helgi Hallgrímsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA FRANSISKA BERGMANN FRANSDÓTTIR kaupmaður, Lindargötu 61, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans laugardaginn 4. nóvember. Jarðarför fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 15. nóvember klukkan 15. Aðstandendur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR HJALTASON forstjóri og athafnamaður, lést miðvikudaginn 8. nóvember á gjörgæsludeild Landspítalans. Útförin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna. Þórdís Jónsdóttir Charlotta María Hauksdóttir Úlfar Erlingsson Guðjón Heiðar Hauksson Jóhanna G. Gunnarsdóttir Jón Daði Ólafsson Ásdís Óskarsdóttir Kolbrún Ingimarsdóttir Svava Jóhannesdóttir María R. Hauksdóttir Waage Ástkær eiginkona mín og systir, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Smyrlaheiði 29, Hveragerði, lést að heimili sínu 23. október. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 15. nóvember klukkan 13. Útför fer fram frá Ásheimum, Efra-Ási Hjaltadal laugardaginn 18. nóvember klukkan 14. Jarðsett verður í Hofsóskirkjugarði. Sigurgeir Snorri Gunnarsson Guðmundur J. Stefánsson Björn Stefánsson Stefán Lárus Stefánsson Steingrímur Páll Stefánsson Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA EDEN MARINÓSDÓTTIR, Frostafold 49, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 26. október. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Guðrún Sigurðardóttir Ásbjörn Hjálmarsson Örn Ingvar Ásbjörnsson Cristiane Rodrigues Hjálmar S. Ásbjörnsson Sara Song Erna Hanna Ásbjörnsdóttir Ingvar Emil Heimisson Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.