Morgunblaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 265. tölublað 105. árgangur
Nýbý l aveg i 8 Kópavog i og Aus tu r veg i 4 S e l f o s s i - S ím i 527 1717 - domusnova . i s
FRÍTT V
ERÐMA
T
HAGLEIKS-
MAÐUR Á
SKURÐSTOFU
ER ELST
NÚLIFANDI
ÍSLENDINGA
ÁSTIN SIGRAR
ALLTAF
AÐ LOKUM
108 ÁRA Í DAG 34 SAGA ÁSTU 39TRÉSKURÐUR 12
Tafir og mis-
tök í prentsmiðju
í Finnlandi settu
íslenska jóla-
bókaflóðið í upp-
nám um tíma. Yf-
ir 100 þúsund
eintök íslenskra
bóka eru prentuð
þar í landi að
þessu sinni og nýr tækjabúnaður í
prentsmiðjunni reyndist erfiður
ljár í þúfu.
„Þegar fyrstu bækurnar komu í
hús þurftum við að láta endur-
prenta bæði heilu upplögin og
kápu. Útkoman var ekki ásættanleg
og við létum lagfæra allt sem ekki
var 100%. Plastpökkunin uppfyllti
ekki gæðakröfur og við þurftum að
endurplasta yfir 30.000 eintök hér
á landi,“ segir Egill Örn Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Forlagsins.
Þetta hafði verulega röskun í för
með sér og fyrst nú er dreifing
komin á áætlun. »6
Þurftu að endur-
prenta heil upplög
í jólabókaflóðinu
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Aðfluttir erlendir ríkisborgarar um-
fram brottflutta voru rúmlega 6.600
á fyrstu níu mánuðum ársins. Þá
komu hingað um 4.600 erlendir ríkis-
borgarar sem útsendir starfsmenn,
eða sem vinnuafl hjá starfsmanna-
leigum, fyrstu tíu mánuði ársins.
Báðar tölurnar eru metfjöldi og er
nú útlit fyrir að fleiri erlendir ríkis-
borgarar leiti hingað í núverandi
uppsveiflu, 2015-2017, en gerðu
samanlagt þensluárin 2005-2007.
Páll Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu (SSH), segir
áformað að greina áhrif aðflutnings
erlendra ríkisborgara á menntakerf-
ið. M.a. þurfi að skoða aldursdreif-
ingu hópsins sem hingað kemur.
Kallar á nýtt borgarskipulag
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipu-
lagsstjóri SSH, segir orðið aðkall-
andi að taka þennan aðflutning til
greina við hönnun skipulags. Ætla
megi að aðflutningurinn auki eftir-
spurn eftir ódýrari íbúðum og leigu-
húsnæði. Þá kunni eftirspurn eftir
almenningssamgöngum að aukast
vegna þessa fjölmenna nýja hóps.
„Það þarf að greina áhrifin á hús-
næðismarkaðinn og hvernig húsnæði
þarf að byggja. Þetta er hluti af því
að fullorðnast sem borgarsamfélag.
Líkanið hefur verið einfalt. Horft
hefur verið á stærð árganga. Myndin
er orðin miklu flóknari,“ segir hann.
Ólafur Már Sigurðsson, sérfræð-
ingur hjá Hagstofunni, segir unnið
að greiningu á hreyfanlegu vinnuafli.
Innflytjendur aldrei fleiri
Um 6.600 fleiri erlendir ríkisborgarar hafa flutt til landsins en frá því á árinu
Að auki hafa um 4.600 útlendingar komið hingað gagngert vegna atvinnutilboðs
MMesti aðflutningur … »14
Erlendir ríkisborgarar
Aðfluttir umfram
brottflutta*
Starfsmenn hjá starfsmannaleigum**
Útsendir starfsmenn
erlendra fyrir-
tækja**
Heimild: Vinnumálastofnun og Hagstofan.
*Janúar til september 2017. **Janúar til október 2017.
6.6201.624
3.002
2017 alls
11.246
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður
Ingi Jóhannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hittust síðdegis í
gær á heimili Bjarna í Garðabæ þar
sem formennirnir ræddu hugsanlegt
ríkisstjórnarsamstarf flokkanna
tveggja, með fulltingi Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins gerðist þar fyrir utan
ekki mikið í stjórnarmyndunar-
viðræðum í gær.
„Menn hafa verið að glöggva sig á
því að ef þetta gæti orðið og fengi
stuðning, þá hlýtur að þurfa að fara
miklu dýpra ofan í málefnin,“ sagði
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
gærkvöld.
Hann kvaðst telja að flokkarnir
sem um ræðir, þ.e. Sjálfstæð-
isflokkur, VG og Framsókn-
arflokkur, þyrftu kannski eitthvað
meira svigrún, sem hann var ekki
sannfærður um að forsetinn myndi
veita.
Telja línur
skýrast í dag
Ræddu saman á
heimili Bjarna í gær
Hvítt teppi lá yfir höfuðborgarsvæðinu í gær-
kvöldi eftir hressilegt él. Bíleigendur sem
hreyfðu bíla sína þurftu að skafa töluvert snjólag
af rúðum. Tveir ferðamenn frá Frakklandi og
Þýskalandi sem ljósmyndari hitti við Sæbraut í
gærkvöldi voru í óðaönn að búa til snjókall.
Veðurfræðingar búast við éljum og snjókomu
norðanlands og austan og stöku éljum á höfuð-
borgarsvæðinu næstu daga.
Kröftugt él setti mark sitt á höfuðborgina í gærkvöldi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snjóteppi yfir götum og bílum