Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 1

Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. D E S E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  298. tölublað  105. árgangur  Bjúgnakrækir kemur í kvöld 5 jolamjolk.is dagar til jóla Hresstu upp á minnið ! SagaMemo SÖGURNAR GÆÐA ÆTT- FRÆÐINA LÍFI JÓLAPOPP OG BOMBUR ÍTARLEG ÚT- TEKT Á OLÍS- DEILD KVENNA DIDDÚ OG DRENGIRNIR 33 HANDBOLTI ÍÞRÓTTIRSAGNAÞÆTTIR GUÐFINNU 12 Sigurður Bogi Sævarsson Helgi Vífill Júlíusson Fundur stóð enn seint í gærkvöldi hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja hjá Icelandair og viðsemj- enda. Engar fréttir var að hafa um gang mála, en fyrir liggur þó að flug- virkjar halda ekki lengur í fyrri kröfu um 20% launahækkun enda hafi forsendur í viðræðunum breyst síðan sú krafa var uppi á borðum. Hjá Icelandair reyna menn nú að gera það besta úr annars erfiðum að- stæðum. Verkfall flugvirkja leiðir til þess að nokkrar vélar komast ekki í loftið, en átta áttu þó að vera til taks nú í morgunsárið og fara til Evrópu. Yrði þeim þá beint til þeirra áfanga- staða félagsins sem vinsælastir eru; London, Kaupmannahafnar, Parísar og Amsterdam svo nokkrir séu nefndir. Elvar Möller hjá greiningardeild Arion banka segir að í ljósi sögu Ice- landair Group sé hætt við að starf- semin raskist verulega um skeið vegna verkfalla starfsmanna. „Frá árinu 2009 hafa flugvirkjar að meðaltali boðað verkfall á 18 mán- aða fresti,“ segir Elvar og tiltekur að til skemmri tíma litið hafi verkföll eins og þetta vafalaust áhrif á orð- spor félagsins meðal viðskiptavina. Þó beri að geta þess að verkföll séu almennt nokkuð algeng í starfsemi flugfélaga í heiminum. Því megi velta fyrir sér hvort það hafi áhrif á og dragi úr langtímáhrifum aðgerða sem þessara. Elvar rifjar sömuleiðis upp að árið 2010 voru sett lög á flug- virkja, árið 2014 á flugmenn og sama ár stefndi í lagasetningu á aðgerðir flugvirkja en þá var verkfallið blásið af. »4 og 18 Fundað í gærkvöldi og átta vélar fljúga í dag  Flugvirkjaverkfall Icelandair  Getur haft áhrif á orðspor  Alls hefur um 600 tonnum af tindabikkju verið landað í höfnum landsins á árinu en lóðskatan – eins og tindabikkjan er nefnd – verður víða á borðum í þessari viku og þá sérstaklega á Þorláksmessu. Hvergi eru stundaðar beinar veiðar á skötu, en sjómenn fá hana oft á öngla sína. Á fiskmörkuðum í haust hefur gangverð fyrir skötu verið 94 kr. kílóið og nokkuð er um að fisksalar safni að sér skötu yfir árið til þess að eiga í vikunni fyrir jól en þá er salan jafnan mest. Að gæða sér á skötu á Þorláksmessu er siður úr kaþólskum sið á Íslandi en er nú orðið veraldleg hefð og tíska. »16 Morgunblaðið/Ernir Skata Kæst börðin eru herramannsmatur en margir kunna þó ekki að meta þau. Skötuveislur eru nú veraldleg tíska Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Við teljum að götuverðmæti þess- ara fíkniefna sé um 400 milljónir króna en eignirnar hátt í 200 millj- ónir. Þetta er hlutfall sem við höfum aldrei séð á Íslandi áður. Við höfum lagt hald á einhverja tugi milljóna áður en þetta eru fasteignir, lausafé, hlutafé og ýmislegt annað,“ segir Karl Steinar Valsson, fulltrúi Ís- lands hjá Europol, og vísar í máli sínu til umfangsmikillar aðgerðar lögreglu sem leiddi til handtöku þriggja pólskra karlmanna hér á landi. Mennirnir voru handteknir í aðgerð sérsveitar ríkislögreglu- stjóra 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunað- ir um stórfelldan innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, fjársvik og peningaþvætti. Grímur Grímsson yfirlögreglu- þjónn staðfestir við Morgunblaðið að meðal eigna sem lagt var hald á séu bréf í íslenskum fyrirtækjum. „Það eru nokkur atriði við þetta mál sem eru óvenjuleg og aðallega það hversu mikið var tekið af pen- ingum. Sérstaðan er þessi tenging á milli fjárhagslegu rannsóknarinnar og fíkniefnainnflutningsins. Við er- um að reyna að horfa á báða hluti samtímis og elta peningana,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, en samkvæmt skýrslu greiningar- deildar ríkislögreglustjóra frá því í haust eru starfandi um tíu skipu- lagðir glæpahópar hér á landi. „Það sem við verðum að spyrja okkur er: Hvers vegna kusu þeir að vera með sína brotastarfsemi á Ís- landi og hvernig ætlum við að bregð- ast við því?“ segir Karl. Morgunblaðið/Eggert Blaðamannafundur Lögreglan boðaði til fundar klukkan 16 í gær þar sem greint var frá alþjóðlegu lögregluaðgerðinni sem fram fór fyrir skemmstu. Aldrei sést hér á landi  Þrír menn grunaðir um stórfelld fíkniefnabrot og peningaþvætti  Lögreglan kyrrsetti fasteignir og lagði hald á lausafé, hlutabréf og bíla að verðmæti 200 m.kr. MEignarhaldið einstakt »2  Cyril Rama- phosa, fyrrver- andi aðalræðis- maður Íslands í Jóhannesarborg, var í gær kjörinn leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, ANC. Þykir hann líklegur til að taka við embætti forseta Suður- Afríku af Jacob Zuma þegar kosið verður þar árið 2019. Ramaphosa hlaut alls 2.440 at- kvæði en mótherji hans, Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi eigin- kona Jacobs Zuma, fékk 2.261 at- kvæði í leiðtogakjöri ANC. Fv. aðalræðismaður Íslands leiðtogi ANC Cyril Ramaphosa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.