Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 2

Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 Eitt kort 34 vötn 7.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 www.veidikortid.is www.veidikortid.is JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Þrír pólskir karlmenn hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald hér á landi grunaðir um að standa fyrir stórfelldum innflutningi og fram- leiðslu á fíkniefnum, fjársvikum og peningaþvætti. Mennirnir voru handteknir í kjölfar sameiginlegrar aðgerðar lögreglunnar, tollstjóra og hollenskra og pólskra yfirvalda, auk Europol og Eurojust. Mennirnir þrír voru handteknir í aðgerð sérsveitar ríkislögreglu- stjóra klukkan sex að morgni 12. desember sl., en alls voru 20 manns handteknir þann dag í samræmdum aðgerðum lögregluyfirvalda á Ís- landi, Póllandi og Hollandi. Íslenska lögreglan lagði hald á fimm bíla, innistæður í bönkum og eignarhluti í fyrirtækjum ásamt því að kyrr- setja fasteignir í eigu hinna hand- teknu. Grímur Grímsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir í samtali við Morgunblaðið að grunur leiki á að kyrrsettu eignirnar og haldlagt lausafé sé allt tilkomið vegna gróða af ólöglegri starfsemi. Aðspurður segir hann að um sé að ræða íslensk fyrirtæki sem mennirnir áttu hlut í. Spurður hvenær eftirlit með mönn- unum þremur hafi hafist hér á landi segir Grímur það hafa verið haustið 2016. „Þá var fundað með pólskum lög- regluyfirvöldum, en íslenskir lög- reglustjórar og tollstjórinn hér funduðu með pólskum lögreglu- stjóra hjá Europol í Haag.“ Grímur vildi ekki svara því um hvers konar eftirlitsaðgerðir væri að ræða. Þá segir hann lögregluyfirvöld í lönd- unum þremur ánægð með gott sam- starf. Í takt við skýrslu deildar RLS Lögreglurannsókn í tengslum við málið hófst í Póllandi árið 2014. Karl Steinar Valsson, fulltrúi Ís- lands hjá Europol, hefur unnið að rannsókninni á undanförnum árum og verið lögreglu- og tollyfirvöldum til aðstoðar. „Það sem Europol og Eurojust gera er í raun að aðstoða við rannsóknina eins og kostur er. Það eru auðvitað ýmsar erlendar tengingar sem þarna koma upp. Ef þessar stofnanir ákveða að veita að- stoð sína þá er búin til umgjörð til að vera í alþjóðlegum samskiptum. Þetta er allt meira og minna gert af Europol og ákveðin lagaatriði sem eru skoðuð af Eurojust,“ segir Karl. Hann segir þetta mál sérstakt að mörgu leyti, en brotastarfsemin er algjörlega í takt við skýrslu grein- ingardeildar ríkislögreglustjóra frá því í haust. „Þessi brotahópur og það sem hann er grunaður um, þ.e. peningaþvætti, svikastarfsemi og fíkniefnabrot, þetta er það sem hef- ur verið bent á og er mest áberandi í Evrópu í dag – hópar sem eru með margþætta brotastarfsemi.“ Fjárfest í fjölda fyrirtækja Spurður um sérstöðu þessa máls bendir Karl á hversu mikið af eign- um lögreglan leggur hald á. „Þetta hefur aldrei gerst áður. Við teljum að götuverðmæti þessara fíkniefna sé um 400 milljónir króna en eignirnar hátt í 200 milljónir. Þetta er hlutfall sem við höfum aldr- ei séð á Íslandi áður. Við höfum lagt hald á einhverja tugi milljóna áður, en þetta eru fasteignir, lausafé, hlutafé og ýmislegt annað. Hlutaféð var meira að segja hærra á sínum tíma en það er núna,“ bendir Karl á. Aðspurður segir hann að um sé að ræða bæði fyrirtæki sem hinir handteknu hafi stofnað til hér og ís- lensk fyrirtæki sem voru fyrir og þeir fjárfestu í. Karl segir einnig að Europol hafi verið mjög ánægt með hvernig íslensk yfirvöld unnu fjár- málarannsóknina samhliða annarri rannsókn málsins. Tíu aðrir svipaðir hópar Spurður hvort líklegt sé að finna megi aðra starfsemi í líkingu við þessa hér á landi kveður Karl já við. „Já, ég myndi segja það. Grein- ingardeild RLS hefur bent á að það sé í gangi og þeir telja að það séu tíu skipulagðir svona hópar á Ís- landi. Hvort þeir séu allir nákvæm- lega á þessu sviði má velta fyrir sér. Staðreyndin er hins vegar sú að það er nauðsynlegt fyrir íslensk yfirvöld að hafa það í huga að brotastarf- semi, sem tengist Íslandi með ein- hverjum hætti, getur verið marg- vísleg. Það sem við verðum að spyrja okkur er: Hvers vegna kusu þeir að vera með sína brotastarf- semi á Íslandi og hvernig ætlum við að bregðast við því?“ Eignarhaldið einstakt á Íslandi  Þrír pólskir menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi  Lögreglan lagði hald á eignir fyrir 200 m.kr.  Höfðu fjárfest í fasteignum og íslenskum fyrirtækjum Morgunblaðið/Eggert Lögreglan Karl Steinar Valsson (t.v.) og Grímur Grímsson greina fjölmiðlamönnum frá umfangi rannsóknarinnar sem teygir sig til þriggja landa Evrópu. Umfangsmikil lögregluaðgerð Lögreglan lagði hald á: Um 90 starfsmenn lögreglu og tollgæslu tóku þátt í aðgerðunum hérlendis 3 pólskir menn handteknir 12. desember Eignir fyrir hátt í 200 miljónir króna MDMA duft sem hefði mátt gera 26 þúsund e-töflur úr Amfetamínbasa sem hefði mátt framleiða úr 50-80 kg af amfetamíni Á blaðamannafundinum í gær sagði Grímur Grímsson yfirlög- regluþjónn að hann teldi inn- flutning á amfetamínbasa gefa vísbendingar um framleiðslu á amfetamíni á Íslandi. Slíkur framleiðslustaður væri hins vegar ófundinn. Mikið magn af amfetamínbasa hefur verið flutt inn til Íslands á þessu ári, en í ágúst sl. lagði lögreglan hald á 1,3 lítra af amfetamínbasa sem kom til landsins með Norrænu. Fjórir pólskir menn voru þá ákærðir vegna málsins. Í október voru einnig tveir pólskir ríkisborgarar handteknir grunaðir um að hafa smyglað 11 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Í apríl á þessu ári voru tveir menn handteknir með þrjú kíló af MDMA-dufti í fórum sín- um og voru þeir dæmdir í þess- um mánuði til fjögurra ára fang- elsisvistar. Úr duftinu hefði verið hægt að framleiða 26 þús- und e-töflur. Á blaðamanna- fundinum var Grímur spurður hvort málin þrjú tengdust þeim handtökum sem áttu sér stað í síðustu viku en hann vildi ekki staðfesta það. Efnin líklega framleidd hér á landi FRAMLEIÐSLUSTAÐUR FÍKNIEFNANNA ÓFUNDINN Skip Mikið magn fíkniefna hefur komið til landsins með Norrænu. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.