Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 16

Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 16
Gráskata SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Yfir 600 tonnum af tindabikkju hef- ur verið landað í höfnum landsins það sem af er ári og hefur aflinn far- ið minnkandi síðustu ár. Af skötu- tegundum kemur langmest að landi af tindabikkju eða tindaskötu, en mun minna af frænkum hennar gráskötu og náskötu. Ekki eru stundaðar beinar skötuveiðar, en talsvert fæst af skötu sem meðafla, ekki síst á króka stærri línubáta. Skatan er í bestum holdum á haustin og nálægð við Þorláksmessu gæti spilað inn í verðmyndun. Verð- ið sem fæst fyrir hana er breytilegt eftir árstíma, en yfirleitt fæst ekki hátt verð fyrir skötu. Í haust hafa þó fengist 94 krónur að meðaltali fyrir kíló af venjulegri skötu, samkvæmt upplýsingum frá Reiknistofu fisk- markaðanna. Rúmlega 31 króna fyr- ir kíló af náskötu og hvítaskötu, 51 króna fyrir kíló af maríuskötu, en aðeins rúmar 13 krónur fyrir kíló af tindaskötu. Metin að verðleikum í eina viku Skatan er hins vegar metin að verðleikum þessa vikuna og um allt land gæðir fólk sér á kæstri skötu dagana fyrir jól, sérstaklega á Þor- láksmessu, 23. desember. Ilmandi lyktin eða, eftir atvikum, óþolandi fnykurinn, leikur um vistarverur á heimilum, veitingahúsum og vinnu- stöðum. Sumir sleikja út um eftir því sem bragðið er sterkara af kæstri skötunni svo það jafnvel kall- ar fram tár í augum óvanra. Aðrir segja það til marks um skemmdan mat. Kæst börð lóðskötu, eins og tinda- skata var stundum nefnd á Vest- fjörðum, eru víða á boðstólum fyrir jól og sérstaklega kunna Vestfirð- ingar vel að meta tindaskötu. Ekki er laust við landshornarígs gæti þegar gæði skötutegunda ber á góma, sagði fisksali í spjalli við blað- ið í gær. Mörgum finnst nauðsynlegt að börðin séu þykk og af stærri skötu heldur en tindaskötu. Á vísindavef Háskóla Íslands fjallar Árni Björnsson, þjóðhátta- fræðingur, um þann sið að borða skötu á Þorláksmessu. Segir í pistli Árna að Þorláksmessuskata sé æva- gömul á Vestfjörðum en ekki nema nokkurra áratuga hefð á Reykjavík- ursvæðinu. Árni rifjar upp að í kaþólskum sið hafi á jólaföstu ekki átt að borða mikið góðgæti og einna síst á Þor- láksmessu. Sem mestur munur hafi átt að vera á föstumat og jólakræs- ingum, auk þess sem ekki hafi þótt við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks. Aðalreglan hafi ver- ið sú að borða lélegt fiskmeti á þess- um degi, en misjafnt hafi verið hvað hentaði best á hverjum stað. Ljúffeng skötustappa „Um þetta leyti árs veiddist skata einkum á Vestfjarðamiðum. Hún þótti enginn herramannsmatur ótil- höfð og var því algengur Þorláks- messumatur á þeim slóðum. Í ald- anna rás tókst Vestfirðingum á hinn bóginn að tilreiða úr skötunni mikið ljúfmeti eins og skötustöppuna, og mörgum þótti það óbrigðult merki þess að jólin væru í nánd þegar lykt tók að berast af skötustöppu. Eftir því sem leið á 20. öld flykkt- ist fólk úr öllum byggðarlögum á suðvesturhorn landsins, Vestfirð- ingar ekki síður en aðrir. Þeir sökn- uðu Þorláksmessuskötunnar og margir reyndu að útvega sér hana úr heimahögum. Smám saman smit- aði þessi venja þeirra út frá sér og eftir miðja öldina fóru margar fisk- búðir á höfuðborgarsvæðinu að hafa skötu á boðstólum í desember. Fyrir um aldarfjórðungi fóru svo nokkur veitingahús að bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu og þar með varð þetta tíska,“ skrifar Árni Björnsson. Djúpt og grunnt við landið Samkvæmt yfirliti á vef Fiski- stofu um landaðan afla á þessu ári hefur verið landað um 635 tonnum af tindaskötu, um 137 tonnum af skötu og tæplega 10 tonnum af ná- skötu. Aðrar skötutegundir er ekki að finna á þessum lista. Það sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar flokka sem gráskötu fellur væntan- lega undir skötu á lista Fiskistofu og trúlega fleiri skötutegundir, en nokkrar slíkar finnast á Íslands- miðum. Gráskata verður 1,5 til 2 metrar að lengd, en tindaskata er mun minni og verður 40-70 sentimetrar að lengd. Aftur eftir miðju baki tindaskötu og aftur á hala er röð af stórum tindum, sem fiskurinn sækir nafn sitt til. Klara Björg Jakobsdóttir, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að tindaskata sé trúlega al- gengasti brjóskfiskur á Íslands- miðum. Hún komi sem meðafli í flest veiðarfæri djúpt og grunnt við land- ið. Góðar vísbendingar um ástand stofns tindabikkju hafi fengist í haust- og vorralli Hafrannsókna- stofnunar. Í tækniskýrslu stofnunarinnar um tindabikkju frá síðasta sumri kemur fram að mestur ársafli hafi verið hátt í tvö þúsund tonn árið 2012 og hann hafi verið um 1200 tonn í fyrra. Í ár virðist enn hafa dregið úr lönd- uðum afla. Stærri tindaskötu hafi fækkað síðustu ár, en nýliðun hafi eigi að síður verið nokkur. Ilmur eða óþolandi óþefur?  Skata á Þorláksmessu er gömul venja á Vestfjörðum  Hefur breiðst út um landið  Langmest berst á land af tindabikkju en minna af frænkum hennar  Rígs gætir þegar gæði skötutegunda ber á góma Morgunblaðið/Golli Ómissandi á Þorláksmessu Skata meðhöndluð eftir kúnstarinnar reglum, en mörgum finnst hún herramannsmatur. Ljósmyndir/Jónbjörn Pálsson Tindaskata 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 LITLIR PAKKAR GLEÐJA MEST Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Borgarholtsskóli fékk nýverið góða gjöf frá bílaumboðinu Heklu. Um var að ræða nýja kennslubifreið, tveggja dyra sportbíl af gerðinni Audi TT, fyrir nema á bíltækni- braut. Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, afhenti Ársæli Guðmunds- syni skólameistara og Marín Björk Jónasdóttur sviðsstjóra bifreiðina við sérstaka athöfn, sem nemendur skólans og starfsmenn Heklu voru viðstaddir og aðstoðuðu við að opna innpakkaða gjöfina. Haft er eftir Ársæli Guðmunds- syni í fréttatilkynningu að skólinn hafi alla tíð notið velvildar og skiln- ings hjá Heklu. „Bíllinn mun koma sér afar vel við kennslu í bíliðn- greinum og svo hefur hann auðvitað gildi sem vitni um nýjustu tækni á þessu sviði. Því er ekki að leyna að kennslutækið kemur ekki einungis til með að gagnast í kennslunni held- ur hefur einnig aðdráttarafl vegna útlits og hönnunar. Samstarf skól- ans við atvinnulífið og bílgreinina á Íslandi er afar mikilvægt fyrir nám- ið og endurnýjun mannafla í iðn- greininni,“ segir Ársæll. Sportbíll Starfsmenn Heklu og nemendur Borgarholtsskóla hjálpuðust að við að opna gjöfina til skólans, kennslubifreið af gerðinni Audi TT. Nemendur fá Audi  Hekla gaf bíltæknibraut Borgar- holtsskóla nýja kennslubifreið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.