Morgunblaðið - 19.12.2017, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Stýrðu birtunni heima hjá þér
MYRKVA GLUGGATJÖLD
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
19. desember 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 105.33 105.83 105.58
Sterlingspund 141.29 141.97 141.63
Kanadadalur 82.55 83.03 82.79
Dönsk króna 16.688 16.786 16.737
Norsk króna 12.712 12.786 12.749
Sænsk króna 12.496 12.57 12.533
Svissn. franki 106.52 107.12 106.82
Japanskt jen 0.9386 0.944 0.9413
SDR 148.87 149.75 149.31
Evra 124.25 124.95 124.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.4342
Hrávöruverð
Gull 1258.65 ($/únsa)
Ál 2035.5 ($/tonn) LME
Hráolía 63.39 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Evrópusam-
bandið hefur hafið
rannsókn á skatt-
greiðslum sænska
stórfyrirtækisins
IKEA. Með rann-
sókninni hyggst
framkvæmdastjórn
ESB kanna nánar
notkun IKEA á hol-
lensku dótturfélagi í þeim meinta til-
gangi að draga úr skattlagningu á tekjum
stórverslana víða um heim.
Málið er hið umfangsmesta af þessari
gerð sem ESB hefur farið í gagnvart
alþjóðlegu evrópsku stórfyrirtæki, að því
er fram kemur í frétt AFP, og kemur í
kjölfar sambærilegra rannsókna sam-
bandsins á bandarísku risafyrirtækj-
unum Apple, Amazon og McDonald’s.
ESB hefur ekki gefið upp um hve háa
fjárhæð er að tefla en samkvæmt skýrslu
Græningja til Evrópuþingsins kann fjár-
hæðin að nema um milljarði evra á ár-
unum 2009 til 2014.
ESB með skattgreiðslur
IKEA til rannsóknar
STUTT
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Gengi hlutabréfa Icelandair Group
lækkaði um 3% í gær. Rekja má
lækkunina til þess að flugvirkjar
félagsins fóru í verkfall á sunnudag.
Undanfarinn mánuð hafa hlutabréf
félagsins lækkað um 11%.
Sveinn Þórarinsson, hlutabréfa-
greinandi hjá Hagfræðideild Lands-
bankans, rekur lækkunina undan-
farið til þess fjárfestar hafi haft
áhyggjur af því að blásið yrði til
verkfalls. „Áhyggjurnar hafa byggst
upp hægt og rólega,“ segir hann.
Elvar Möller, hlutabréfagrein-
andi hjá greiningardeild Arion
banka, segir að í ljósi sögu Icelanda-
ir Group sé hætt við að starfsemin
raskist verulega um skeið vegna
verkfalla starfsmanna. „Frá árinu
2009 hafa flugvirkjar að meðaltali
boðað verkfall á 18 mánaða fresti,“
segir hann.
Verkföll algeng í flugi
Sveinn segir að verkföllum fylgi
orðsporsáhætta fyrir Icelandair.
„Um helmingur farþega Icelandair
eru erlendir ferðamenn sem fljúga
yfir Atlantshafið og millilenda hér á
leið sinni á áfangastað,“ segir hann.
Elvar nefnir að til skamms tíma
hafi verkföll líkt og þessi vafalaust
áhrif á orðspor félagsins meðal við-
skiptavina, en nefnir sömuleiðis að
verkföll séu almennt nokkuð algeng
meðal flugfélaga í heiminum. Því
megi velta fyrir sér hvort það hafi
áhrif á og dragi úr langtímáhrifum
aðgerða sem þessara.
Aðspurður hvaða afleiðingar það
geti haft að verkfallið dragist á
langinn, segir Elvar að líta megi til
ársins 2014 sem dæmis en þá fóru
flugmenn félagsins í verkfall. „Þá
varð að fella niður 157 flug og
breyta bókunum hjá 22 þúsund far-
þegum. Tekjutap og beinn kostn-
aður Icelandair Group vegna þessa
nam um 3,5 milljónum dollara eða
um 370 milljónum króna á gengi
dagsins í dag. Til samanburðar
stefnir Icelandair Group á að
EBITDA félagsins verði 165-175
milljónir dollara í ár,“ segir hann.
Rétt er að vekja athygli á að verk-
fall flugmanna árið 2014 byggðist á
yfirvinnubanni. Aftur á móti er
verkfall flugvirkja ótímabundið.
Sveinn bendir á að flugmenn og
flugfreyjur félagsins séu líka með
lausa samninga og fari þau einnig í
verkfall gæti það verið kostnaðar-
samt fyrir félagið.
Lög sett á verkföll
Elvar rifjar upp að frá árinu 2010
hafi nokkrum sinnum verið sett lög
á verkföll starfsmanna Icelandair.
„Árið 2010 voru sett lög á flugvirkja,
árið 2014 á flugmenn og sama ár
stefndi í lagasetningu á aðgerðir
flugvirkja en þá var hætt við fyr-
irhugað verkfall,“ segir hann.
Þrátt fyrir að félagið hafi lækkað
um 37% það sem af er ári er gengið
ekki í lægsta gildi ársins, en það er
nú 14 krónur á hlut. Elvar segir að á
árinu hafi gengið sveiflast frá því að
vera 13 til 16 krónur á hlut. „Gengi
hefur fundið stuðning í 13 og átt erf-
itt með að fara upp fyrir 16,“ segir
hann og nefnir að frá því flugvirkjar
boðuðu til verkfalls 17. desember
síðastliðinn hafi markaðsvirði fé-
lagsins lækkað um rúma fimm millj-
arða króna.
Sveinn segir að framtíðarhorfur
félagsins séu betri nú en við upphaf
árs en samt hafi fjárfestar ekki
treyst sér til að „hoppa á vagninn“.
Icelandair lækkaði um fimm
milljarða frá boðun verkfalls
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlutabréf Framtíðarhorfur Icelandair eru betri nú en við upphaf árs en samt
hafa fjárfestar ekki treyst sér til að „hoppa á vagninn“, segir greinandi.
Tapaði 370 milljónum
á verkfalli 2014
» Árið 2014 tapaði Icelandair
Group 3,5 milljónum dollara
eða um 370 milljónum vegna
verkfalls flugmanna.
» Rétt er að vekja athygli á að
verkfall flugmanna árið 2014
byggðist á yfirvinnubanni.
» Aftur á móti er verkfall flug-
virkja sem hófst á sunnudag
ótímabundið.
Óvíst um langtímaáhrif á orðspor flugfélagsins, segir sérfræðingur í hlutabréfum
Gengi hlutabréfa Icelandair Group
40
30
20
10
0
2013 2014 2015 2016 2017
2.1. 2013 - 18.12. 2017
8,28
14,1
Heimild: NasdaqOMX
28.4. 2016
38,9
Sameining Nýherja við dótturfélög-
in TM Software og Applicon mun
verða að veruleika hinn 5. janúar
næstkomandi, en félagið greindi
upprunalega frá því í afkomutilkynn-
ingu með uppgjöri þriðja ársfjórð-
ungs að sameiningin stæði fyrir dyr-
um. Á sama tíma verður sagt frá því
undir hvaða nafni sameinað fyrir-
tæki mun starfa.
Tempo áfram sjálfstætt
Dótturfyrirtækið Tempo, sem Ný-
herji hyggst selja um helmingshlut í
á næstu misserum, mun áfram starfa
sem sjálfstætt félag. Eins og fram
hefur komið er markmið Nýherja að
selja verulegan eignarhlut í Tempo
og fá að félaginu samstarfsaðila með
reynslu og þekkingu í uppbyggingu
á alþjóðlegri hugbúnaðarstarfsemi
og styðja þannig við vöxt þess og
verðmætasköpun.
Finnur Oddsson forstjóri Nýherja
segir í samtali við Morgunblaðið að
sameining Nýherja og dótturfélaga
muni leiða til einföldunar og hagræð-
is í rekstri, með það að markmiði að
veita viðskiptavinum heildstæðari
lausnaframboð og betri þjónustu en
áður, allt á einum stað, hvort sem um
er að ræða sérhæfðan hugbúnað, vél-
búnað eða tæknirekstur.
Ársniðurstaða birt í lok janúar
Heildarhagnaður Nýherja nam á
fyrstu níu mánuðum ársins 266 millj-
ónum króna en sala á vöru og þjón-
ustu nam liðlega 11 milljörðum
króna á sama tímabili.
Félagið birtir afkomu fjórða árs-
fjórðungs 2017 þann 31. janúar
næstkomandi. tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Nýherji Sameiningin er gerð til ein-
földunar og hagræðis.
Sameining hjá
Nýherja 5. janúar
Greint frá nafni
sameinaðs fyrir-
tækis á sama tíma