Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
Gusugangur Vatn gusast frá bíl á Kringlumýrarbraut í rigningu sem var víða á landinu gær. Spáð er úrkomu næstu daga, skúrum, éljum og síðan snjókomu í flestum landshlutum á laugardag.
Hari
Undanfarna daga
hefur verið að hlað-
ast upp spenna þar
sem ekkert gekk í
að koma á nýjum
kjarasamningi á
milli flugvirkja hjá
Icelandair og SA.
Verkfall flugvirkja
hófst kl. 6 að morgni
17. desember aðeins
einni viku fyrir jól.
Þetta verkfall er
skýrt dæmi um það hve verk-
föll geta bitnað harkalega á
þriðja aðila sem hefur enga að-
komu að kjaradeilunni. Verk-
fallið er að sjálfsögðu mjög
bagalegt fyrir Icelandair en
ekki síður fyrir ferðaþjón-
ustuna, innlenda og erlenda
ferðamenn og já bara íslenskar
fjölskyldur, námsmenn og al-
menning sem fyllir allar flug-
vélar og er ýmist að fljúga til
sinna nánustu hvort heldur
sem er erlendis eða hér heima.
Það er ótrúlega erfitt að horfa
á tímasetningu verkfallsins
sem er sjö dögum fyrir jól og
ætla að láta eins og það sé
bara eðlilegt.
Það má telja fullvíst að lög-
gjafinn mun ekki bíða í marga
daga með að setja lög á verk-
fall flugvirkja því hagsmun-
irnir sem eru undir eru það
miklir fyrir utan það sem áður
var sagt um þessa ótrúlegu
tímasetningu. Það er einfald-
lega ekki hægt að heimila 300
manna stétt að valda ómældu
tjóni hjá þeirri atvinnugrein
uppi eru nú í kjaradeilu flug-
virkja hjá Icelandair og SA.
Í þriðja lagi væri ráðlegt að
gera meiri kröfur til vandaðra
vinnubragða þeirra stétta sem
líklegar eru til verkfalla eða
þegar reikna má með miklu
tjóni ef til verkfalla þeirra
kæmi. Hér undir mætti t.d.
setja alla aðila sem tengjast
fluginu. Hægt væri t.d. að gera
kröfur um að slík stéttarfélög
byrji viðræður sínar fyrr og
fela ríkissáttasemjara að
skipuleggja og stýra samn-
ingafundum alveg frá upphafi.
Í þessu sambandi má geta þess
að á Norðurlöndunum ræða
samningsaðilar stöðugt saman
og hittast þannig og skiptast á
skoðunum og gögnum, líka á
friðarskyldutímanum. Þannig
væri hægt að koma á ótíma-
bundnum sístarfandi sam-
starfsnefndum eða verkefn-
isstjórn sem skipaðar væru
fulltrúum samningsaðila sem
hittist reglulega og skiptist á
skoðunum og leggi línur til
framtíðar.
Rétt er að taka fram að ég
er alls ekki talsmaður þess að
skerða eða takmarka hinn
helga rétt stéttarfélaga til
verkfalla heldur áhugasamur
um góð vinnubrögð við gerð
kjarasamninga þar sem reynt
er að ná sem bestri niðurstöðu
fyrir samningsaðila og þá helst
án þess að aðrir þurfi að bíða
tjón í leiðinni.
hendi ríkissáttasemjara á
fyrstu stigum samningaferl-
isins og að ákvæði um viðræ-
ðuáætlun væru góð og gild en
það vantaði þetta spark í rass-
inn strax í byrjun til að aðilar
byrjuðu að ræða saman af
krafti og festu.
Í öðru lagi er nauðsynlegt að
lögfesta heimild til handa rík-
issáttasemjara til að fresta fyr-
irhuguðu sem og byrjuðu verk-
falli um einhvern tiltekinn
tíma. Ísland sker sig úr að
þessu leyti frá hinum lönd-
unum á Norðurlöndum því rík-
issáttasemjarar þar geta frest-
að verkföllum. Í Noregi mega
þeir fresta verkfalli um allt að
14 daga og það sama á við um
Svíþjóð. Ríkissáttasemjarinn í
Finnlandi getur frestað verk-
falli á almenna markaðnum um
7 daga á almenna vinnumark-
aðnum og um 7 daga til við-
bótar hjá opinberum starfs-
mönnum. Í Danmörku má
fresta verkföllum í tvígang um
14 daga í hvort skipti. Slík
heimild til handa rík-
issáttasemjara hefði komið sér
afar vel við þær aðstæður sem
sem halar inn
mestu gjaldeyr-
istekjum allra
atvinnugreina á
Íslandi.
En hvað er
hægt að gera til
þess að koma í
veg fyrir eða að
minnsta kosti
til að minnka
líkurnar á að
slík verkföll,
sem hafa svona
mikil áhrif á
þriðja aðila, þurfi að koma til.
Síðastliðið vor gerði ég rann-
sókn á þessu þegar ég skrifaði
meistararitgerð við Háskóla
Íslands sem ber heitið „Getur
bætt verklag við gerð kjara-
samninga fækkað verkföllum
og komið í veg fyrir tjón vegna
þeirra?“ Það er a.m.k. þrennt
sem hægt væri að gera til þess
að minnka líkurnar á slíkum
verkföllum.
Í fyrsta lagi þarf að auka
vægi ríkissáttasemjara í byrj-
un samningaviðræðna og veita
honum aukið verkstjórnarvald
allt frá upphafi þeirra. Veita
honum vald til þess að kalla
aðila á fundi og skikka þá til
þess að vera undirbúna með
gögn og kröfur tímanlega. Í
spurningakönnun sem ég lagði
fyrir nokkra aðila sem allir
áttu það sameiginlegt að koma
að gerð kjarasamninga úr sitt
hvorri áttinni, ýmist sem
fulltrúar SA, almennra stétt-
arfélaga eða opinberra stétt-
arfélaga, kom í ljós að þeim
þótti öllum vanta verkstjórn af
Eftir Jón Tryggva
Jóhannsson »Nauðsynlegt
er að veita ríkis-
sáttasemjara aukin
völd bæði í aðkomu
að kjarasamnings-
viðræðum í byrjun
sem og heimild til
þess að fresta
verkfalli.
Jón Tryggvi
Jóhannsson
Höfundur er lögfræðingur og
BS í mannauðsstjórnun.
jon.tryggvi.johanns-
son@gmail.com
Var verkfall flugvirkja óumflýjanlegt?
Þann 23. nóvember, daginn fyrir lokafrest sem
ráðherra hafði gefið stjórn Pressunnar til að
halda hluthafafund samkvæmt réttmætri kröfu
meirihluta hluthafa pressunnar, sendi Björn Ingi
Hrafnsson mér hótun um að ef ný stjórn yrði
kosin í Pressunni myndi hann fara í fjölmiðla-
herferð til að rægja mig og Róbert Wessmann.
Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Björn
Ingi sendi mér hótun um slíkt en í þetta skiptið
var þetta nánar útlistað í löngu skriflegu máli.
Þau greinaskrif sem hann stendur í núna koma
mér því ekki á óvart, enda maðurinn í mínum
huga, eftir kynni mín af honum sem stjórnanda
Pressunnar, siðlausasti einstaklingur sem ég hef
haft afskipti af. Það kemur mér hins vegar á
óvart að Morgunblaðið og mbl.is hafi ákveðið að
verða birtingarform einhliða níðgreina Björns
Inga.
Pressumál af minni hálfu er ekki flókið mál.
Ég og fleiri töpuðum talsverðum fjármunum á
félaginu og ekkert sem við getum gert í því nema
séð eftir þátttökunni. Félagið var ógjaldfært og
þegar sú er staðan er rétt að fá opinberan sýsl-
unarmann að málum til að gæta þess að rétt sé
að öllu staðið. Málinu hefur nú verið komið í þann
rétta farveg en þeir sem hafa hagsmuni af því að
ekki sé rétt að öllu staðið geta orðið ósáttir við
slíkt. Sú er því miður staðan nú en vonandi ber
skiptastjóri gæfu til að finna út úr þeim málum á
réttmætan hátt. Ég nenni hins vegar ekki að elta
ólar við Björn Inga í fjölmiðlum og óska honum
gleðilegrar jólahátíðar.
Árni Harðarson
Yfirlýsing vegna
greinaskrifa
Björns Inga
Hrafnssonar
Höfundur er lögfræðingur.