Morgunblaðið - 19.12.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 19.12.2017, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 Styrmir Gunn- arsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, er einn þeirra áhrifamanna, sem hafa komist á þá skoðun og opinberlega rökstutt það sjónarmið sitt að glapræði sé að gera frekari mannvirki á miðhálendi Íslands vegna gildis þess sem einstæðs náttúrufyrirbrigðis á heimsvísu, sem sé ósnortið með svipað efnahagslegt gildi fyrir ímynd landsins og ferðaþjónustuna eins og fiskimiðin í kringum landið. Á sama tíma og stofnun mið- hálendisþjóðgarðs hefur verið í stjórnarsáttmála tveggja síðustu ríkisstjórna eru hins vegar enn á ferli nátttröll fyrri tíma, sem boða fagnaðarerindi þess að gera svo- nefnd „mannvirkjabelti“ hrað- brauta, virkjana og háspennulína þvers og kruss um hálendið. Í grein Guðjóns Sigurbjartssonar um dýrð hálendisvega í Morgun- blaðinu eru viðhafðar einhverjar stórkostlegustu reiknikúnstir sem lengi hafa sést á prenti um gróða- dýrð slíkra vega, og því haldið fram að vegna gríðarlegrar arðsemi verði að gefa „hópi áhugasamra ... í einkaframkvæmd“ veiðileyfi á lagn- ingu hálendisvega, sem verði „opnir nánast allt árið.“ Þá er skautað framhjá því að á miðhálendinu eru mestu snjóalög og illviðri landsins enda vegastæðin í 600 til 800 metra hæð yfir sjávarmáli. Skondnast er þó að sjá tölurnar um styttingu vegalengda, sem eru undirstaða stórbrot- inna talna um gróða „hóps áhugasamra“. Greinarhöfundur telur að mestur verði ábat- inn á leiðinni frá Reykjavík til Egils- staða og að 60 prósent umferðar á milli þess- ara staða muni fara um nýjan hálendisveg á milli þeirra, sem stytti leiðina um 256 kílómetra, eða sem svarar til þriggja klukkustunda aksturs. Styttingin verði á við það að fólk á leið milli Reykjavíkur og Egils- staða sleppi við að aka svipaða vegalengd og er milli Egilsstaða og Akureyrar eða á milli Reykjavíkur og Blönduóss. En hámark draum- óranna og skýjaborganna er þó það, að landleiðin milli Egilsstaða og Reykjavíkur geti orðið 4 kíló- metrum styttri en stysta flugleiðin á milli þessara staða. Halló! Jú, stysta flugleið milli Reykjavíkur og Egilsstaða er og verður 378 kíló- metrar. En núna er stysta aksturs- leiðin um Öxi 630 kílómetrar og Öxi er mjög stuttur fjallvegur og mun lægri en hálendisleiðirnar. En kílómetradæmi Guðjóns kemur svona út: 630 mínus 256 eru 374 kílómetra landleið, en stysta flug- leið er 378. Til þess að dæmið gangi upp verður að færa Egils- staði um fjóra kílómetra til suð- vesturs og leggja leiðina eins og með reglustiku alla leið frá Reykja- vík til Egilsstaða sömu leið og flog- in er yfir Þingvelli, fjalllendið norð- an Laugarvatns, meðfram Kerlingarfjöllum, um Dyngjuháls (1000 metra yfir sjó), tugi kíló- metra norðan Kárahnjúka o.s.frv. Ef Guðjón segist hafa reiknað með norðurhluta hringvegarins, 650 km, í samanburðinum, verður drauma- leið hans samt aðeins 394 kílómetr- ar, – örlitlu styttri en leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar er nú, og það þarf ekki nema líta snöggt á landakort til að sjá að það er fjarri öllu lagi að hægt sé að finna svona stutta vegalengd þess hugar- flugsvegar sem Guðjón telur verða fjölfarnastan. Tillaga Guðjóns varð- andi þessa lykilleið gerir að vísu ráð fyrir nýjum upphleyptum hrað- vegi frá Vatnsfellsvirkjun til Kára- hnjúka. En þar með verður fullyrð- ingin um 256 km styttingu enn fjarstæðari. Frá Reykjavík til Vatnsfells eru núna 168 kílómetrar og frá Kárahnjúkum til Egilsstaða 100 kílómetrar, eða 268 kílómetrar samtals. Til þess að dæmi Guðjóns um 256 km styttingu gangi upp má hálendisvegurinn milli Vatnsfells og Kárahnjúka ekki verða meira en 106 kílómetra langur, (120 km ef miðað er við norðurleið þjóðvegar 1,) en loftlínan á milli Vatnsfells og Kárahnjúka er miklu lengri, um 174 km! Og loftlínan liggur yfir sjálfa Bárðarbungu! Guðjón telur til kosta þess að allir hans skýja- borga-hálendisvegir verði lagðir, að það muni spara viðhald. Alveg ný kenning: Því lengri sem vegir verða, því minna viðhald. Ekki er minnst á að byggja þurfi upp neina „innviði“ í sambandi við drauma- leiðirnar, svo sem gisti- og þjón- ustustaði og tækjakost til viðhalds, snjómoksturs, leitar og björgunar. Því síður er minnst á stóra atriðið, sem hinn glöggi fyrrverandi Morg- unblaðsritstjóri hefur áttað sig á, ómetanlegt gildi kyrrðar, friðar ósnortins víðernis hins einstæða miðhálendis, sem forsenda þess grundvallaratriðis að geta dregið erlenda aðdáendur Íslands, lands og þjóðar, til landsins. Getur landleið milli staða orðið styttri en stysta loftleið? Eftir Ómar Ragnarsson »Hámark draum- óranna er að land- leiðin milli Egilsstaða og Reykjavíkur geti orðið styttri en stysta flugleið milli þessara staða. Ómar Ragnarsson Höfundur er áhugamaður um náttúru Íslands og jafnrétti borinna og óborinna kynslóða. omarr@ruv.is Það þarf ekki nána skoðun til að sjá hve mörgum mannslífum, tjóni og hörmungum bókstafstrúarmenn hinna ýmsu trúar- bragða hafa valdið í heiminum. Í þeirra huga er trúin, og virðingin og sam- kenndin sem hún kann að boða löngu hætt að skipta máli en bókstafur- inn er túlkaður samkvæmt þeirra eigin kreddum og þröngsýni. Ég vil ganga lengra og segja að því miður leynist bókstafstrúarmað- urinn víða meðal okkar þó að hann valdi allajafna ekki manntjóni. Ofsatrúarmenn eru stundum kall- aðir talíbanar með tilvísan í öfga- hóp íslamista í Afganistan, en bók- stafstrú er því miður ekki einskorðuð við þá. Lög eru hugsuð til að búa til góðar samskiptavenjur manna á milli til að allir þegnar geti búið við öryggi til eignarréttar, tján- ingar, skoðana, trúar eða hvers annars sem menn telja til hags- bóta í mannlegu samfélagi. Lög eru sett af fólki fyrir fólk, ekki gegn fólki. Lög eru sett á lýðræðislegan hátt á Alþingi að framangengnum umræðum sem endurspegla tilgang og markmið laganna. Síðan eru settar reglu- gerðir við lögin til að hnykkja á einstökum þáttum þeirra til að þau geti orðið grundvöllur sakfellingar þeirra sem brjóta, gott og vel. En nú ber svo við að skyndilega er reglugerðin og eigin túlkanir orðnar aðalatriði, tilgangur laga og markmið skipta minna máli, bókstafstrúin er allsráðandi. Þarna skríða talíbanarnir fram og veifa þeim bókstaf sem hentar þeim og svo apa embættismenn hinna ýmsu eftirlitsstofnana ríkisins eftir og hrifsa smásaman til sín völdin á grundvelli reglugerðar og/eða starfsreglna sem þeir setja sjálfir með vísan í lögin og eftirlitsiðn- aðurinn tútnar út. Engu skiptir þó að tilgangur og hugsun laganna hafi verið allt önnur í upphafi og framfylgd þeirra í mörgum til- fellum afskræming. Þetta er auðvitað fulldökk mynd sem ég dreg hér upp og sem betur fer eru reglugerðir og stjórnvalds- ákvarðanir oftast í takt við tilgang laga, en alltaf leynast talíbanar innanum og valda skaða. En það er ekki bara í lagaum- hverfinu eða stjórnkerfinu sem bókstafstrúin blossar upp. Bók- stafstrúarmaðurinn gengur um meðal samborgara sinna sæll og glaður í sinni bókstafstrú og í heil- agri vandlætingu á skoðunum ann- arra. Þá gildir einu hvort sannfær- ingin snýr að stjórnmála- skoðunum, barnaskemmtunum, stóriðju, flugvallar- málinu, náttúruvernd, refaveiðum, katta- haldi, svo fátt eitt sé nefnt. Þar eiga skoðanir annarra engan rétt á sér og sjálfsagt að ata þær auri og svívirð- ingum enda sannleik- urinn og rétttrún- aðurinn hans eigin. Það umburðarlyndi og virðing sem mamma kenndi í æsku er að mestu gleymd. Talíbaninn er svo sjálfhverfur og rétthár að honum finnst sífellt á sér brotið, tré nágrannans er of hátt, sjónvarpsdagskráin léleg, öskukarlinn í alltof góðu skapi, fatlaðir fá bestu stæðin, skattarnir of háir, annarra of lágir, og svo illu heilli er Sigmundur Davíð enn á þingi (um þessa hörmung virð- ast margir talíbanar sammála). Því miður virðist orðræða ís- lenskra talíbana eiga greiðastan aðgang í fjölmiðla að ég tali nú ekki um netmiðlana. Það virðist talið vænlegast til árangurs að slengja fram sleggjudómum, út- úrsnúningum og hálfsannleik og sá sem mestum árangri nær í slíkri list fær mesta „lækið“. Auðvitað er þetta ekki svona svart og ég hef reyndar mun meiri trú á mannkyninu en ætla mætti af þessari grein og held raunar að heimurinn fari stöðugt batnandi þrátt fyrir allt. Ég heyrði Vigdísi Finnbogadóttur lýsa því í viðtali að einn af göllum Íslendinga væri að þá skorti kennslu og kunnáttu í rökræðu og þar er ég henni inni- lega sammála. Mikið skelfing væri nú gaman að fólk færi að tala saman af smá skynsemi og ræða málin frá öllum hliðum, velta upp sjónarmiðum og sameiginlegum lausnum og hætti að láta talib- anann byrgja sér sýn. En til þess þarf hver og einn að líta í eigin barm og reyna að sjá málin frá fleiri hliðum og umfram allt að bera virðingu fyrir sjálfum sér og náunga sínum, ná valdi á talíbananum í sjálfum sér. Ég hef oft staðið sjálfan mig að því að vera talíbani, en er að vinna í því. Ert þú talíbani? Ert þú talíbani? Eftir Sigurð Ragnarsson Sigurður Ragnarsson »Ég hef reyndar mun meiri trú á mann- kyninu en ætla mætti af þessari grein og held raunar að heimurinn fari stöðugt batnandi þrátt fyrir allt. Höfundur er framkvæmdastjóri á Egilsstöðum. sigurdur@manatolvur.is Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.