Morgunblaðið - 19.12.2017, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
✝ Dóra UnnurGuðlaugs-
dóttir fæddist í
Munaðarnesi í
Stafholtstungum
6. ágúst 1925. Hún
lést í Reykjavík
12. desember
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Valgerður
Hannesdóttir, f.
1900, d. 1985, og
Guðlaugur Unnar Guðmunds-
son, f. 1902, d. 1989. Systkini
hennar látin, eru Hannes Karl,
f. 1923, d. 2004, Ásdís, f. 1928,
d. 1993, Valdimar, f. 1930, d.
1952, d. 1954. Gústaf Adolf, f.
1953, kvæntur Bergþóru Sig-
urbjörnsdóttur. Hann á Ás-
rúnu Hildi, f. 1981, og Guð-
rúnu Unni, f. 1990. Guðlaugur
Unnar, f. 1956, kvæntur
Rögnu Þóru Ragnarsdóttur.
Börn þeirra eru Sigurbjörn
Ingi, f. 1986, Dagný Ósk, f.
1987, Andri Þór, f. 1990, Unn-
ar Már, f. 1991, og Tómas
Örn, f. 1994. Brynjar Þór, f.
1960, kvæntur Arnfríði Ein-
arsdóttur. Synir þeirra eru
Einar, f. 1989, og Helgi, f.
1991.
Dóra Unnur sinnti marg-
víslegum verslunarstörfum ut-
an heimilisstarfanna, en lengst
af annaðist hún mötuneytið
hjá Bílaumboðinu Heklu að
loknu barnauppeldinu.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 19.
desember 2017, klukkan 13.
2017, Guðmundur,
f. 1930, d. 2001,
Júlíus Ingi, f.
1935, d. 2015,
Gunnar, f. 1943, d.
2005. Eftirlifandi
systkini eru Ásta
Sigríður, f. 1938,
og Hreinn, f. 1941.
Dóra Unnur
giftist Níelsi
Helga Jónssyni, f.
1921, d. 2005,
1947. Börn þeirra eru: Val-
gerður, f. 1947, gift Lárusi
Loftssyni. Þeirra börn eru
Níels Valur, f. 1967, og Helga
Sigríður, f. 1971. Sigríður, f.
Hún kom til Reykjavíkur of-
an úr Borgarfirði fimmtán ára
gömul til þess að vinna og
freista gæfunnar. Hennar
fyrsta gæfa fólst í því að ráðast
í vist og vera það sem kallað
var upp á dönsku í þá tíð „stue-
pige“ hjá „betra fólki“. Engin
færi voru til skólagöngu, þótt
gáfurnar væru leiftrandi,
innsæið magnað og lífskraftur-
inn óþrjótandi.
Mér er það í barnsminni er
foreldrar mínir fluttu vestan af
Bræðraborgarstíg 36, þar sem
þau höfðu leigt af góðu fólki
litla íbúð í nærri áratug, í aust-
urborgina upp í Hlíðar árið
1956 og keyptu sitt eigið hús-
næði. Við þau tímamót voru
foreldrar mínir reynslunni rík-
ari; með þrjú börn í farteskinu
og búin að missa eitt barn úr
veikindum.
Það var gott að alast upp í
Hlíðunum, þarna var krakka-
skari og fjöldi mæðra til að
sinna honum. Á þessum árum
tóku mæður uppeldi barna
sinna alvarlega og héldu uppi
hæfilegum aga og voru mjög
vakandi yfir velferð þeirra.
Að loknu amstri daganna
hafði hún yndi af bóklestri og
man ég hana varla öðruvísi en
lesandi öll kvöld og aldrei mátti
ég gefa henni neitt annað en
bók í jólagjöf. Það verður ekki
að þessu sinni. Hún hélt and-
legri reisn sinni fram á síðasta
dag, en líkaminn var orðinn
þreyttur og lúinn og þurfti hún
umönnun alla daga. Hún náði
því að búa í átta daga á hjúkr-
unarheimilinu Mörk.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Gústaf Níelsson.
Dóra tengdamóðir mín er
látin. Mér er efst í huga þakk-
læti þegar ég kveð þá mætu
konu eftir rúmlega 30 ára
kynni. Dóra tók mér strax
mjög vel og ég held ég geti full-
yrt að aldrei hafi borið skugga
á samskipti okkar. Frá upphafi
var Dóra boðin og búin að að-
stoða okkur Brynjar í smáu og
stóru. Dóra var sonum okkar
einstök amma og þeir áttu
reyndar líka einstakan afa í
Níelsi, tengdaföður mínum.
Mér þótti afar vænt um gott
samband sona okkar Brynjars,
Einars og Helga, við ömmu
sína og afa, allt frá fyrstu tíð.
Bræðurnir nutu einstakrar
umönnunar þeirra eftir skóla, í
fríum og annars hvenær sem
þeim eða okkur hentaði. Amma
og afi kenndu bræðrunum að
spila, amma sá um að allir
fengju góðan mat, kökur, klein-
ur og pönnukökur. Þar var ekki
í kot vísað því Dóra var snilld-
arkokkur og ég fullyrði að eng-
inn bakaði betri pönnukökur en
hún. Dóra hafði unun af að gefa
fólki að borða og gera vel við
það á allan hátt. Eftir að við
fluttum með Níelsi og Dóru í
sama hús um síðustu aldamót
mætti mér oft kaffi- og bakst-
ursilmur þegar ég kom heim úr
vinnunni og þá var Dóra fljót
að bjóða mér í spjall. Hún naut
þess að segja fréttir af fjöl-
skyldunni, einkum barnabörn-
unum og síðar barnabarnabörn-
unum. Þá mátti greina stolt í
rödd hinnar hæglátu konu sem
var þó ekkert fyrir það að
stæra sig af neinu.
Einar og Helgi nutu þess að
fá að njóta samvista við ömmu
og afa öll sín bernsku- og ung-
lingsár.
Þegar þeir komu heim úr
skólanum var amma alltaf
tilbúin með góðan mat og ann-
an viðurgjörning. Þá voru þau
Níels ólöt við að skutlast með
þá á æfingar og leiki. Ég
minnti syni mína oft á það,
hversu heppnir þeir væru með
afa og ömmu og að það væru
ekki öll börn sem byggju við
svona gott atlæti og mikla ást.
Það var auðvitað óþarfi, því
þeir hafa alltaf gert sér grein
fyrir gæfu sinni að því leyti.
Dóra hafði unun af að spila á
spil og hún var eitilhörð við
spilaborðið. Ef dráttur varð á
því að spilin væru dregin fram
þegar fjölskyldan kom saman
gerði Dóra gjarnan athuga-
semdir við seinlætið og síðan
var spilað langt fram eftir. Þar
gaf Dóra ekkert eftir.
Þegar móðir mín kynntist
Dóru og Níelsi benti hún mér á
að ég væri einstaklega heppin
með tengdaforeldra, því þótt ég
ætti val um eiginmann ætti ég
ekkert val um tengdaforeldra.
Um þetta vorum við mæðgur
alltaf sammála, betri tengdafor-
eldra væri ekki hægt að
eignast.
Þótt ég kveðji kæra tengda-
móður mína með söknuði eru
mér ofar í huga þakklæti,
væntumþykja og virðing.
Við fjölskyldan í Birkihlíð
þökkum Dóru allt sem hún var,
er og verður í lífi okkar.
Blessuð sé minning Dóru.
Arnfríður Einarsdóttir.
Elsku amma Dóra er látin.
Fjölmargar minningar á ég um
ömmu Dóru sem ylja mér um
hjartarætur. Ég er næstelsta
ömmubarnið hennar á eftir
bróður mínum en mamma okk-
ar er elsta barn hennar og afa
heitins. Amma var alltaf boðin
og búin að hafa okkur systkinin
og eyddum við miklum tíma hjá
henni í Barmahlíðinni þegar við
vorum yngri.
Mér leið alltaf vel hjá ömmu
og afa í Barmahlíðinni og alltaf
vorum við eitthvað að stússast.
Ósjaldan gerðum við amma
morgunleikfimi í stofunni eða
sungum með dúettinum Þú og
ég en amma átti plötuna og ég
elskaði að syngja með lögunum.
Oft fór ég með þegar amma fór
í lagningu á hárgreiðslustof-
unni og fannst mér gaman að
hlusta á samtöl kvennanna þar.
Ófár búðarferðirnar fór ég með
ömmu í Sunnukjör eða KRON
og oftast fékk ég að kaupa mér
bláan opal eða annað góðgæti.
Ég bakaði mikið með ömmu
en hún var algjör meistari þeg-
ar kom að bakstri og matar-
gerð. Hún vann lengi í mötu-
neytinu í Heklu og eyddi ég
flestum skólafríum með ömmu
og Siggu mágkonu hennar heit-
inni í mötuneytinu í Heklu. Þar
var gaman að vera og alltaf
gaukuðu þær að mér einhverju
góðgæti sem ég kunni að meta.
Amma bakaði heimsins bestu
pönnukökur og súkkulaðiköku
og að ég tali nú ekki um loft-
kökurnar og vanilluhringina
sem hún bakaði fyrir jólin. Allt-
af stalst ég í dunkinn í horn-
skápnum í eldhúsinu til að næla
mér í köku, það var best í
heimi.
Amma var myndarleg og
röggsöm kona sem talaði beint
út og gat verið fyndin í til-
svörum. Útlitið skipti hana máli
og var hún alltaf flott og vel til
höfð.
Hin síðustu ár, eftir að ég
flutti til útlanda sá ég ömmu
Dóru sjaldnar en það var þó
alltaf fyrsta forgangsmál hjá
mér í heimsóknum til Íslands
að fara að heimsækja hana. Það
hafa verið dýrmætar stundir.
Með hlýhug og þakklæti kveð
ég ömmu Dóru og munu minn-
ingarnar um yndislega ömmu
lifa í hjarta mínu um ókomin
ár.
Hvíl í friði, elsku amma
Dóra.
Helga.
Amma Dóra hefur kvatt. Það
hafa verið forréttindi fyrir mig
að eiga hana fyrir ömmu í 50
ár. Mér hefur alltaf fundist hún
vera dæmigerð amma, eins og
allar ömmur ættu að vera. Allt-
af var hún umhyggjusöm gagn-
vart mér og ég eyddi miklum
tíma hjá henni og afa þegar ég
var yngri. Þegar ég var átta
ára byrjaði ég að fara einn með
strætó úr Breiðholtinu þar sem
ég bjó í Barmahlíðina þar sem
þau bjuggu lengst af.
Hún var snillingur í bakstri
og ófáar kökurnar hafa runnið
ofan í mig sem hún bakaði. Hún
sendi mig oft út í búð sem mér
fannst gaman, því ég mátti oft-
ast kaupa eitt súkkulaðistykki
fyrir mig í leiðinni. Ég arkaði
því glaður í bragði með pen-
ingabudduna í KRON eða
Árnabúð.
Alltaf hef ég ræktað vel sam-
bandið við ömmu og heimsótt
hana flestar helgar hin síðustu
ár. Það er því með söknuði sem
ég kveð ömmu Dóru.
Níels Valur (Ninni).
Elsku amma Dóra, nú þegar
þú ert farin koma margar góð-
ar minningar í hugann. Þú
hugsaðir alltaf svo vel um okk-
ur. Þú varst hjartahlý og sýnd-
ir það með því hversu ánægð
þú varst að fá okkur í heim-
sókn. Hjá þér voru ávallt opnar
dyr, með kók og smákökur og
fullt af spurningum. Þú hafðir
mikinn áhuga á því sem var að
gerast í okkar lífi og spurðir
okkur hvernig gengi í skólanum
og vinnunni. Við kynntumst þér
og frábæru stóru fjölskyldunni
þinni fyrir 10 árum og eru þið
okkur sem fjölskylda. Þú tókst
á móti okkur eins við værum
barnabörnin þín og fyrir það
erum við svo sannarlega þakk-
lát. Stór hluti úr okkar lífi er
nú tekinn frá okkur og er sárt
að hugsa til þess en góðu minn-
ingarnar standa eftir.
Hvíldu í friði, elsku amma
Dóra okkar, við munum varð-
veita minningu þína í hjarta
okkar að eilífu.
Elena Skorobogatova og
Katrín Lea Elenudóttir.
Þegar ég bjó í Barmahlíðinni
á uppvaxtarárum mínum sótti
ég mikið á heimili Dóru á nr. 49
enda Brynjar sonur hennar
mikill vinur minn. Dóra tók
mér frá upphafi einstaklega
vinsamlega og mér leið alltaf
eins og ég væri gera henni sér-
stakan greiða með þessum
heimsóknum. Það voru reyndar
ýmsir fleiri félagar Brynjars
sem voru tíðir gestir á þessum
tíma. Dóra tók þeim öllum af
sömu hlýju og þótti ekkert til-
tökumál að við legðum undir
okkur stofuna, þegar farin var
að vera þröng á þingi.
Dóra var útvinnandi sem var
ekki sjálfgefið á þessum tíma.
Það hentaði henni vel og jók
sjálfstæði hennar og styrk eins
og annarra kvenna í sömu
stöðu. Hún hafði þægilega nær-
veru og umgekkst fólk af for-
dóma- og hispursleysi. Hún
hafði gaman af fólki og átti
auðvelt með að sjá spaugilegar
hliðar á því og gat haldið sínu
striki í hvaða félagsskap sem
var. Dóra var örlát í ýmsum
skilningi þess orðs og Brynjar
gerði stundum grín að henni
fyrir að það þyrfti ekki alltaf að
greiða alla gluggapósta sem
bárust frá hinum ýmsu líkn-
arfélögum. Reyndar var hann
litlu skárri sjálfur þegar við
hófum búskap í Grænuhlíðinni.
Þegar við Brynjar hófum
sambúð okkar í Grænuhlíðinni
var ýmislegt sem vantaði.
Sumu af því gerðum við okkur
grein fyrir eins og borði og
stólum en annað var nokkuð
fjarlægara eins og ýmis eldhús-
áhöld. Dóru munaði ekki um að
koma með þetta allt til okkur,
enda „ætti“ hún ýmislegt að
eigin sögn sem hún yrði að losa
sig við. Eitt af því sem okkur
félögunum þótti ekkert tiltöku-
mál að vantaði voru gluggatjöld
fyrir stofuna en þessir gluggar
voru óvanalega stórir. Dóra var
ekki sammála og eftir að hafa
mælt út gluggana sagðist hún
einmitt eiga gluggatjöld sem
pössuðu. Nokkrum dögum
seinna kom hún með glæný
gluggatjöld sem sómdu sér vel
þau ár sem ég bjó í Grænuhlíð-
inni.
Dóra fylgdist nokkuð grannt
með sambúðinni, bæði heimilis-
þrifum og næringu. Hún hafði
mikla trú á D-vítamíni löngu
áður en það komst í tísku og
þessi hlýja kona gat sýnt af sér
töluverða þrjósku við að koma
vítamínum ofan í okkur sam-
býlismennina.
Dóra sýndi mér og fjölskyldu
minni áhuga alla tíð og fylgdist
vel með börnum okkar Ollu.
Þegar hún flutti á neðri hæðina
hjá Brynjari og Fríðu í Birki-
hlíðinni gladdi það hana mjög
þegar ég kom við hjá henni,
ekki síst ef ég var með börnin
með mér. Þegar ég hitti hana í
síðasta skipti í útskrift Helga
Brynjarssonar rifjaði hún upp
þegar við Finnur komum í
heimsókn og stöldruðum við á
neðri hæðinni við slíkt atlæti að
Finnur harðneitaði að fara upp
á efri hæðina og sofnaði að lok-
um í fanginu á Níels.
Ég á góðar minningar um
Dóru Guðlaugsdóttur. Við fjöl-
skyldan sendum ástvinum
hennar samúðarkveðjur.
Helgi Sigurðsson.
Dóra Unnur
Guðlaugsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR,
Tungumel 19,
Reyðarfirði,
andaðist á Uppsölum, dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Fáskrúðsfirði, 14. desember.
Útför hennar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju miðvikudaginn 20.
desember klukkan 14.
Eiríkur I. Arnþórsson Inga E. Tómasdóttir
Kjartan Þ. Arnþórsson
Erna Arnþórsdóttir Sigurður E. Aðalsteinsson
Harpa Arnþórsdóttir Erlendur Tryggvason
Agnar Arnþórsson Sigríður Rut Hilmarsdóttir
Stefán Rúnar Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og
hlýhug við andlát og útför elsku eiginmanns
míns,
GUÐMUNDAR HARALDSSONAR
prentara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Sigrún Geirsdóttir
Berglind Guðmundsdóttir Heimir Þorsteinsson
Bergrós Guðmundsdóttir Gísli Gíslason
Gerður Guðmundsdóttir Grétar Örn Sigfinnsson
Hafdís Lilja Haraldsdóttir Guðmundur Haraldsson
og önnur barnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og
sýndan hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS HANNESSONAR
frá Brimhólum, Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis í Fögrubrekku 34,
Kópavogi.
Lokaorð hans sjálfs, á dánarbeðnum, voru að hann væri
afskaplega þakklátur og þakkaði öllum fyrir allt sem gert hefði
verið fyrir hann. Við erum öll stolt af honum.
Brynjólfur Jónsson Kristín Siggeirsdóttir
Hannes R. Jónsson Beatriz Ramirez Martinez
Guðrún Jónsdóttir Eiríkur I. Eiríksson
Soffía Jónsdóttir Björn L. Bergsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ARNBJÖRN KRISTINSSON
bókaútgefandi,
Mávanesi 9, Garðabæ,
andaðist aðfaranótt 13. desember.
Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í Reykjavík
miðvikudaginn 20. desember klukkan 13.
Ragnhildur Björnsson
Ágúst Arnbjörnsson Bertha Traustadóttir
Ásdís Arnbjörnsdóttir Aðalsteinn Jóhannsson
Árni Geir Björnsson Robyn Björnsson
Arinbjörn Arnbjörnsson Sigurlaug J. Kristjánsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTJANA HALLA INGÓLFSDÓTTIR
frá Kirkjubóli,
Dalbraut 14, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
þriðjudaginn 12. desember.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 28. desember
klukkan 13.
Grímur Benediktsson
Benedikt G. Grímsson
Anna Inga Grímsdóttir Svanur Ingimundarson
Gunnar Rúnar Grímsson Ragna Þóra Karlsdóttir
Smári Gunnarsson Stephanie Thorpe
Grímur Gunnarsson
Sara Benediktsdóttir Albert Valur Albertsson
Lilja Karen Albertsdóttir