Morgunblaðið - 19.12.2017, Síða 28

Morgunblaðið - 19.12.2017, Síða 28
28 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 Ég er ekki mikið af-mælisbarn og þettaer ekki besti tími ársins til að halda afmæli. Það var annar sem fæddist um þetta leyti sem hefur skyggt á mig og fleiri sem eiga afmæli á þessum tíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra, en hann á 50 ára afmæli í dag. „Afmælisdagurinn hefst á ríkisstjórnarfundi og svo geri ég nú eitthvað í tilefni dagsins en ég ætla að fresta afmælisveislunni fram í jan- úar og gefa mér betri tíma til að undirbúa hana. Þessi tími hefur alltaf verið anna- samur hjá mér í þeim störf- um sem ég hef verið í og ég vissi að engin breyting yrði á því í ár.“ Þrátt fyrir mikið umrót í stjórnmálunum á þessu ári gegnir Guðlaugur Þór sama embætti og í síðustu ríkisstjórn og því hafa ekki orðið miklar breytingar hjá honum. „Eðli starfsstjórna er auðvitað þannig að ýmsar ákvarðanir þurfa að bíða, einkum þegar þingið situr ekki. Það hefur því verið í mörg horn að líta eftir að ný ríkisstjórn var mynduð. Annars er í utanríkismálunum ágæt þver- pólitísk samstaða og það voru engar deilur um þau á þessum stutta starfsferli síðustu stjórnar áður en hún sprakk. Í sumar kláruðum við vinnu með 150 tillögum um utanríkismál og hvernig ætti að fram- fylgja stefnunni. Við erum búin með 30 tillögur af þeim og vonumst til að klára hátt í 90 á næstunni.“ Áhugamál Guðlaugs Þórs eru margvísleg og má nefna útivist, skot- veiði, ferðalög, íþróttir, skák, tónlist, leikhús og matargerð. „Þau eiga það öll sameiginlegt að ég hef haft mjög lítinn tíma til að sinna þeim fyrir utan matargerðina því ég borða á hverjum degi og hef gaman af að elda sjálfur. Stjórnmál eru náttúrlega líka áhugamál hjá mér og ég hef verið svo lánsamur að vera treyst fyrir því að sinna þeim í starfi. Svo stendur fjölskyldan mér nærri.“ Eiginkona Guðlaugs Þórs er Ágústa Johnson framkvæmdastjóri og börn hennar af fyrra hjónabandi eru Anna Ýr og Rafn Franklín og saman eiga þau Guðlaugur Þór tvíburana Þórð og Sonju. „Rafn var svo að eignast prinsessu sem verður skírð á Þorláksmessu,“ segir Guðlaugur Þór að endingu. Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór. Frestar veislunni fram í janúar Guðlaugur Þór Þórðarson er fimmtugur S igríður Valdimarsdóttir fæddist á Sauðárkróki 19.12. 1937 og ólst þar upp. Hún var í Barna- skóla Sauðárkróks og í Gagnfræðaskólanum þar, lauk þar gagnfræðaprófi, stundaði síðan nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan 1957 í fyrsta árganginum sem útskrifaðist frá Bifröst eftir að skól- inn flutti úr Reykjavík og upp í Borgarfjörð. Á unglingsárunum sinnti Sigríður m.a. barnapössun, vann eitt sumar á Hótel Tindastóli og starfaði við Kaup- félagið á Sauðárkróki. Eftir námið við Samvinnuskólann fór Sigríður til Nottingham í Bret- landi þar sem hún var „au pair“ að gæta barna og aðstoða við heim- ilisstörf í fimm mánuði. Eftir að hún kom heim hóf hún aftur störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og vann þar við verslunar- og skrifstofustörf til 1959. Sigríður hóf búskap með manni sínum á Flugumýri í Skagafirði 1959 og hefur verið þar húsfreyja og bóndi síðan. Þau hjónin voru lengi með Sigríður Valdimarsdóttir, fv. bóndi og húsfr. á Flugumýri – 80 ára Ljósmynd/Gunnhildur Gísladóttir Stór hópur Sigríður og Jón með börnunum sínum, tengdabörnunum, barnabörnum og langafa- og ömmubörnum. Vinnur í garðinum frá vori og fram á haust Hjónin Jón Ingimarsson og Sigríður Valdimarsdóttir. Seltjarnarnes Hrefna Sif Elías- dóttir fæddist 3. janúar 2017 kl. 11.43. Hún vó 3.705 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Ásdís Helgadóttir og Elías Sigurþórsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift aðMorgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.