Morgunblaðið - 19.12.2017, Síða 29

Morgunblaðið - 19.12.2017, Síða 29
blandaðan búskap en nálega ein- göngu kúabú síðustu árin en þau brugðu búi árið 1999 er sonur þeirra tók við búskapnum. Þau hjónin eiga þó enn heima á Flugumýri og una þar hag sínum hið besta. Sigríður starfaði lengi með kven- félagi Akrahrepps og var ritari fé- lagsins um skeið, sat í sóknarnefnd Flugumýrarsóknar og var ritari hennar. Sigríður segist ekki eiga nein áhugamál en við nánari eftir- grennslan kemur í ljós að hún sinnir garðinum sínum af mikilli alúð: „Jú, jú. Þegar þú minnist á það verð ég líklega að viðurkenna að ég er mikið að dunda mér í garðinum frá því snemma á vorin og fram á haust og hef gert það lengi. Maður getur alltaf á sig blómum bætt og verður líklega alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni!“ Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar er Jón Ingi- marsson, f. 19.1. 1937, bóndi á Flugu- mýri. Hann er sonur Ingimars Jóns- sonar, bónda á Flugumýri, og k.h., Sigrúnar Jónsdóttur frá Víðivöllum. Börn Sigríðar og Jóns eru: 1) Hrönn, f. 23.10. 1959, hjúkrunar- fræðingur við Sjúkrahúsið á Sauð- árkróki, búsett á Hólum en maður hennar er Einar Svavarsson fiski- fræðingur og eru börn þeirra Tjörvi Björnsson (stjúpsonur Einars), Bríet og Valþór. 2) Herdís, f. 23.10. 1960, leikskólakennari á Sauðárkróki, og eru börn hennar Árndís og Hafliði Árnabörn. 3) Sigrún, f. 29.12. 1961, starfsmaður hjá bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, og eru synir hennar Jón Karl, Hinrik og Grétar Örn Grét- arssynir. 4) Sigurlaug Helga, f. 23.12. 1965, verslunarmaður á Akureyri, og eru börn hennar Sirrý Sif Sigurlaug- ardóttir og Rúnar Ingi Grétarsson en maður Sigurlaugar er Grétar Ás- geirsson. 5) Ingimar, f. 26.12. 1968, bóndi á Flugumýri, en kona hans er Margrét Óladóttir. Sonur hans og Brynju Þórarinsdóttur er Dagur Már, en börn Ingimars og Margrétar eru Katarína, Rakel Eir, Jón Hjálm- ar og Matthildur. Systkini Sigríðar eru Rut, f. 20.1. 1940, fyrrv. bóndi í Tunguhlíð í Lýt- ingsstaðahreppi, nú búsett á Sauðár- króki, og Pétur, f. 22.7. 1950, versl- unarmaður á Sauðárkróki. Foreldrar Sigríðar voru Valdimar Pétursson, f. 2.4. 1911, d. 5.4. 1968, verkamaður á Sauðárkróki, og k.h., Herdís Sigurjónsdóttir, f. 25.12. 1914, d. 29.9. 1999, húsfreyja á Sauðár- króki.Falleg jörð í íslenskri sveit Flugumýri í Skagafirði á björtum sumardegi. Sigríður Valdimarsdóttir Helga Sigurlaug Stefánsdóttir húsfr. á Helgustöðum Jóhann Jónasson b. á Helgustöðum í Flókadal Sigurlaug Jóhannsdóttir húsfr. á Siglufirði Sigurjón Björnsson skipstj. á Siglufirði Herdís Sigurjónsdóttir vökuk. við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki Engilráð Einarsdóttir húsfr. á Sigríðarstöðum Björn Hafliðason b. á Sigríðarstöðum í Flókadal í Fljótum Hannína Guðbjörg Hannesdóttir búsett á Sauðárkróki Ingibjörg Jónína Ingvarsdóttir húsfr. á Siglufirði Heiðar Ástvaldsson danskennari Sveinn Hannesson hagyrðingur frá Elivogum Auðunn Bragi Sveinsson kennari og hagyrðingur Jón Jóhannsson skipstj. á SiglufirðiBjörk Jónsdóttir starfsm.bæjarskrifstofanna á Siglufirði Unnur Guðjónsdóttir sjúkraliði í Rvík Hlín Guðjónsdóttir iðjuþjálfi í Rvík Ester Sigurjónsdóttir húsfr. í Rvík Ása Finnsdóttir fyrsta af tveimur sjónvarpsþulum Sjónvarpsins Hermína Sigurjónsdóttir húsfr. í Bandaríkjunum Svanhildur Jónsdóttir frá Kollugerði á Skagaströnd Jón Pálsson, var víða í Húnavatnssýslu Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Þröm og víðar Pétur Hannesson b. á Þröm og farandverkam. í Skagafirði Sigurbjörg Kristjánsdóttir húsfr. á Melum í Svarfaðardal Hannes Kristjánsson b. á Hryggjum í Staðarfjöllum Úr frændgarði Sigríðar Valdimarsdóttur Valdimar Pétursson verkam. og form. Verkam.f. Fram á Sauðárkróki ÍSLENDINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 LITLIR PAKKAR GLEÐJA MEST Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Þórarinn Björnsson fæddist áVíkingavatni í Kelduhverfi19.12. 1905. Hann var sonur Björns Þórarinssonar, bónda þar, og Guðrúnar Hallgrímsdóttur hús- freyju. Björn var bróðir Jónínu, móður Björns, alþingismanns á Víkinga- vatni, afa Björns Þórhallssonar, við- skiptafræðings og varaforseta ASÍ, föður Karls, fyrrv. bæjarstjóra Ár- borgar. Faðir Björns á Víkingavatni var Þórarinn á Víkingavatni, bróðir Ólafar, ömmu Benedikts Sveins- sonar alþingismanns, föður Bjarna forsætisráðherra, föður Björns, fyrrv. ráðherra, og Valgerðar al- þingismanns, en bróðir Bjarna var Sveinn framkvæmdastjóri, afi Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra. Eiginkona Þórarins var Margrét Eiríksdóttir píanóleikari og eign- uðust þau tvö börn, Guðrúnu Hlín, kennara og verslunarmann, og Björn yfirlækni. Þórarinn stundaði nám við Gagn- fræðaskóla Akureyrar og lauk þar stúdentsnámi en varð að taka prófið í Reykjavík 1927 því enn hafði Menntaskólinn á Akureyri ekki ver- ið stofnaður. Hann stundaði nám við Sorbonne-háskólann í París sam- kvæmt tillögu Sigurðar Guðmunds- sonar skólameistara og lauk licen- ceés-lettres-prófi í frönskum bókmenntum og málfræði, latínu og uppeldisfræði. Þórarinn var kennari í latínu og frönsku við Menntaskólann á Akur- eyri frá 1933. Hann varð snemma Sigurði skólameistara til aðstoðar og var sjálfur skólameistari frá 1948. Þórarinn var röggsamur stjórn- andi, skapríkur og gat verið þung- orður, en tilfinningaríkur og hjarta- hlýr. Hann bar mjög hag nemenda sinna fyrir brjósti og leit fyrst og fremst á menntun sem þroska og kennslu sem listgrein, var virtur skólameistari og flestum sínum nemendum minnisstæður enda flug- mælskur, víðsýnn og andríkur. Þórarinn lést 28.1. 1968. Merkir Íslendingar Þórarinn Björnsson 90 ára Sigríður Sveinbjarnardóttir 85 ára Gyða Guðmundsdóttir 80 ára Elsa María Valdimarsdóttir Gréta Halldórsdóttir Ingimar Jónsson Jónatan Þórmundsson Kristbjörg Þórðardóttir Magnús Þorfinnsson Margrét S. Helgadóttir Ólafur Stefánsson Rögnvaldur Jónsson Sigríður Valdimarsdóttir 75 ára Jón Emanúel Júlíusson 70 ára Eygló Eymundsdóttir Jóhanna H. Óskarsdóttir Jósef G. Ingólfsson Kolbrún Svala Hjaltadóttir Ragnheiður E. Björnsdóttir Regina Jedryka 60 ára Baldvin Þ. Kristjánsson Dagbjartur Ari Gunnarsson Hildur Magnúsdóttir Ingibjörg Jóna Birgisdóttir Kristín Guðmundsdóttir Marek Moszczynski Ryszard Moszczynski Sigfinnur Jónsson Unnur Valgeirsdóttir Víðir Sigurjónsson 50 ára Aðalheiður Gunnarsdóttir Agnar Sverrisson Aivaras Kieras Andrzej Szwaba Aurel Storcel Björn S. Vilhjálmsson Björn Örlygsson Einar Ögmundsson Friðrika Marteinsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Inga Lára Þórisdóttir Ingibjörg Árnadóttir Magnús Valdimarsson Sigfús Örn Óttarsson 40 ára Andrea J. Helgadóttir Ármey G. Sigurðardóttir Brynhildur Ólafsdóttir Dariusz S. Krawczuk Elvar Þór Ólafsson Guðmundur V. Pétursson Guðrún Jónsdóttir Hafþór Rafn Benediktsson Ingunn Stefánsdóttir Kristín S. Ólafsdóttir Margrét B. Tryggvadóttir Nicole Simone Keller Wendy Cecilia Curiel Cruz 30 ára Adrian M. Gasiorowski Almar Freyr Ragnarsson Andrea H. Þorsteinsdóttir Andrzej Dariusz Baran Atli Jónsson Ellen H. Steingrímsdóttir Guðrún T. Steinþórsdóttir Haraldur Karlsson Heiður Björk Friðbjörnsdóttir Helen Elizabeth Bateman Lukasz Rafal Grudel Maciej Majda Marta Auðunsdóttir Ronnarong Wongmahadthai Sigurður Ólafur Friðbjarnarson Sindri Magnason Viktor Steinar Þorvaldsson Til hamingju með daginn 30 ára Sindri býr í Kópa- vogi, lauk MSc-prófi í verkfræði frá DTU í Kaup- mannahöfn og starfar hjá Marel. Maki: Sunna Magnús- dóttir, f. 1986, lögmaður. Sonur: óskírður, f. 15.12. 2017. Foreldrar: Magni Þór Geirsson, f. 1960, sjávar- útvegsfræðingur og Fjóla Kristín Halldórsdóttir, f. 1962, lífeindafræðingur við LSH. Sindri Magnason 30 ára Heiður ólst upp í Garði, býr í Hafnarfirði, lauk viðskiptafræðiprófi og MBA-prófi og starfar hjá Arion banka. Maki: Karen Sævarsd., f. 1973, golfkennari. Synir: Sören Cole, f. 2006, og Victor Nóel, f. 2011. Foreldrar: Friðbjörn Júl- íusson, f. 1967, vélstjóri, og Sveinbjörg Gunnlaugs- dóttir, f. 1969, skrifstofu- maður. Heiður Björk Friðbjörnsdóttir 30 ára Guðrún ólst upp í Reykjavík, býr í Hafnar- firði, lauk prófi sem sjúkraliði og starfar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Börn: Kristján Bergmann Einarsson, f. 2011; Stein- þór Máni Þórhallsson, f. 2015, og Guðný Helga Þórhallsdóttir, f. 2017. Foreldrar: Dagbjört Þór- unn Þráinsdóttir, f. 1968, búsett í Reykjavík, og Steinþór Kristjánsson, f. 1961, d. 2015. Guðrún Tinna Steinþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.