Morgunblaðið - 19.12.2017, Qupperneq 31
DÆGRADVÖL 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Foreldrar hafa sterkar skoðanir á
því hvað börnin eiga að taka sér fyrir
hendur í dag. Að skiptast á einhverju við
systkin getur verið sérstaklega umbun-
andi.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ekki nóg að vita hvað er
manni fyrir bestu heldur er nauðsynlegt
að tileinka sér það. Sjálf/sjálfur þarft þú
að leita kjarnans í sjálfri/sjálfum þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að sýna samstarfsfólki
þínu skilning og þolinmæði í dag. Láttu
ekki hugfallast og mundu að hver er sinn-
ar gæfu smiður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er engin minnkun í því að
leita ráða hjá öðrum. Taktu það ekki
óstinnt upp þótt vinir og vandamenn vilji
sýna þér ást sína og umhyggju í verki.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur fyllstu ástæðu til þess að
vera ánægð/ur með framlag þitt ef þú
bara varast að láta ofmetnað ná tökum á
þér. Sýndu fjölskyldu þinni þolinmæði.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Til að geta gripið tækifæri verður
þú að hugsa fram í tímann. Sendu ör upp
í himininn og gáðu hvort hún festist.
23. sept. - 22. okt.
Vog Að vita örlítið meira en aðrir gerir
þér kleift að taka virkilega innblásnar
ákvarðanir. Kannski hlusta ekki allir í
heiminum, en alla vega þrjár mikilvægar
manneskjur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að halda vel á spöð-
unum eigi þér að takast að ljúka við allt í
tæka tíð. Seinna muntu líta aftur til dags-
ins í dag og hugsa: Gerðist þetta?
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Stundum verður þú að sætta
þig við að aðrir stjórni ferðinni. Forðastu
ákvarðanir í stórum málum og umfram
allt reyndu að ná jarðsambandi aftur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hláturinn lengir lífið svo þú
skalt láta það eftir þér að eiga glaðar
stundir með vinum og vandamönnum.
Börnin krefjast athygli þinnar núna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það liggur einhver svartsýni í
loftinu í dag en hlutirnir ættu strax að líta
betur út á morgun. Gættu þín í öllu sem
snýr að fjármálum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Sannleikurinn birtist í mörgum
myndum. Gefðu þér tíma til að rækta sál-
arlíf þitt en gættu þess að forðast allar
öfgar í þeim efnum.
Hlaðborð hjá tröllum á fjöllum“er yrkisefni Helga R. Ein-
arssonar:
Á aðventunni þau eta
eins og þau frekast geta.
Síðan þau æla,
öskra og væla,
emja, bölva og freta.
Síðan koma „tvær hyskislimrur“:
Leppalúði dó
í lífsins ólgusjó.
Af heimskunni
og hræsninni
hann hafði fengið nóg.
Vesalings gamla Grýla
sig gleymdi að teygja og hvíla.
Ég segi það satt,
því sundlaði’ og datt
er á rólunum var hún að príla.
Anton Helgi Jónsson raular á
Boðnarmiði:
Það á að gefa börnum bók
að blaða í á jólunum
leyfa þeim að látast klók
í letikeppastólunum.
Lestur hressir haus á blók
jafnt heima sem í skólunum.
Nú verður ekkert aulamók
yfir símatólunum.
Og nú er rétt að fara með erindið
eftir Jórunni Viðar:
Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum,.
Væna flís af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.
Ólafur Stefánsson er áttræður í
dag. Afmælis- og heillaóskum
Vísnahorns fylgir þessi staka:
Eitt var það sem upp úr stóð
og enginn getur forsómað:
yrkja gúrkur eða ljóð –
ævistarfið fór í það.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir:
Jólagjafir, glys og prjál,
gleði litla veita,
ef það vantar yl í sál
og alla bugar streita.
„Senn líður að jólum,“ segir Ing-
ólfur Ómar:
Hátíð senn í hönd nú fer,
helgistundin bjarta.
Ljúfan fögnuð færir mér
frið og von í hjarta.
Hugur kætist harmur þver
hlýnar mínu geði.
Jólaandinn bljúgi ber
birtu yl og gleði.
Sigmundur Benediktsson segir:
Hátíð nálgast hugans inni,
hlýja birtu nálgast finn.
Jólaljósin út́og inni
öllum gefa ljóma sinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af tröllum, Grýlu og jólunum
„ÞESSI VERK ERU FRÁ
PUNKTATÍMAPUNKTINUM Í LÍFI HANS“
„HVERNIG ÆTLARÐU AÐ KOMAST TIL
VINNU ÞEGAR EKKI GEFUR BYR“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar lagstúfur
vekur ljúfar minningar
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ERTU EIN? EF ÉG VÆRI
SVO HEPPIN
…OG AUGU ÞEIRRA
MÆTTUST YFIR
RYÐFRÍA
SKOÐUNARBORÐIÐ
HERRA ÁRDAL ER
MEÐ KÖTTINN
SINN Í STOFU 2
ÞAÐ HLJÓMAR
EINS OG ÞAÐ
SÉ HÆNA ÞAR
GÓÐAN DAG
HERRA ÁR- DAL Jólin eru að ganga í garð, það erekki um að villast. Víkverji hef-
ur líkt og margir aðrir ekki farið
varhluta af jólastressinu sem fylgir
og miklað fyrir sér það sem út af
stendur og þarf að klára. Ekki bæt-
ir úr skák að skylduverkefni þessa
jólaundirbúnings eru mun fleiri en í
meðalári. Stóri munurinn er að nú
liggur að baki um það bil árs und-
irbúningur.
x x x
Óráðsían sem fylgir jólunum erað mati Víkverja að ná sömu
hæðum og hún var í á árunum 2005
til 2007 og þó að vissulega séu aðr-
ar forsendur fyrir velgenginni nú
en voru þá þurfum við að huga að
því hvaða áhrif samfélagslegar
kröfur, beinar og óbeinar, hafa á
fólk. Það eru nefnilega ekki allir
sem eiga jafn auðvelt með að gleðj-
ast á þessum tíma. Víkverja er
þessi tími til að mynda erfiðasti
tími ársins.
x x x
Lexían sem lærst hefur er að þósvo að jólin séu hátíð ber að
varast að taka þau of hátíðlega. Þó
að smá kusk sé í hornunum, ekki til
17 sortir í skápunum og jafnvel
gleymist ein gjöf munu alveg
örugglega koma jól. Það sem þarf
að gera er að einbeita sér að því
sem mestu máli skiptir. Ekki er það
Víkverja að prédika hvað það er
sem skiptir mestu máli en í hans
tilfelli er það að líða vel.
x x x
Óskin er sú að sem flestir finnisína leið til að láta sér líða vel.
Til að mynda komu eitt árið í lífi
Víkverja, jól þar sem jólaskapið var
í lágmarki og skammdegisþung-
lyndið í hámarki. Helsta óskin var
að fá að vera einn með sjálfum sér
en utanaðkomandi þrýstingur varð
til þess að hætt var við þau fyrir-
heit. Fyrir vikið fóru allnokkrar
vikur í að vinna úr jólavanlíðaninni.
Skiptir það nokkru máli þótt fólk
sé eitt á jólunum ef það kýs það
frekar? Ég held ekki. Við, sam-
félagið, verðum að hætta að dæma
einstaklinga út frá okkar eigin for-
sendum og leyfa fólki að nálgast
jólin á sínum eigin. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég er ljós í heiminn komið svo að eng-
inn, sem á mig trúir, sé áfram í
myrkri.
(Jóh.12:46)