Morgunblaðið - 19.12.2017, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Við ákváðum fyrir löngu að gefa út
fallegan sérhannaðan kubb sem
hægt væri að stinga inn í skemmti-
legum aðskotahlutum og upplýs-
ingum sem væru prentaðar inn í
vegg kubbsins,“ segir Jakob Frí-
mann Magnússon Stuðmaður um
nýútkominn Astraltertukubb sem
inniheldur 11 lög í nýju lagasafni
Stuðmanna, sem hlotið hefur nafnið
Ásgeir Óskarsson.
„Ástæða þess að Stuðmenn völdu
þá leið að gefa út kubb þar sem fjórir
píramítar birtast við opnun er sú að
píramítarnir eru fullir af dulúðlegum
og forvitnilegum efnisþáttum. Inn í
einn píramítann setjum við síðan
smáskífu sem minnir á gamla vínil-
plötu,“ segir Jakob.
Kosmískir kraftar
Astaltertukubburinn inniber 11
lög eða kosmíska krafta, að sögn
Jakobs. „Á kubbnum er meðal ann-
ars lagið „Vor fyrir vestan“ sem við
gáfum út í vor. Lagið æfðum við og
fluttum á Úlfarsfelli á 90 ára afmæli
Ferðafélagsins. Annað lag kom út í
haust og heitir „Örstutt lag“ og það
vill svo til að þetta er lengsta lag
lagasafnsins.“
Jakob segir kubbinn taka við af
geisladiskinum sem tók við af vín-
ilplötunni sem tók við af vaxhólkn-
um.
„Kubburinn er ný birtingarmynd
umbúða sem gefur hlustandanum
tækifæri á að rifja upp þá gömlu
góðu upplifun að fara heim með grip-
inn, taka hann úr umslaginu og setja
í tækið. Halla sér í hægindastólinn
og sökkva sér djúpt í tónlistina. Allt
þetta jafngildir djúpri slökun, hug-
leiðslu og upplifun. Það er ekkert
sem jafnast á við það að fara inn í
tónlistina og kafa ofan í hana,“ segir
Jakob með dreymandi röddu.
Andbúnaður í stað
landbúnaðar
Jakob segir kubbinn vera andbún-
að sem svar tónlistarmanna við land-
búnaði og uppvegur í stað útvegs.
„Lagasafninu Ásgeiri Óskarssyni er
ætlað að gleðja, örva og kveikja hug-
myndir. Þegar líður á og þú ert kom-
inn vel inn í kubbinn, muntu rísa upp
úr hægindastólnum og byrja að
hrista þig alla/n og skaka ótæpi-
lega.“
Hugmyndina að nafninu Astral-
tertukubbur segir Jakob komna frá
Samúel Jóni Samúelssyni. En nafn
sjálfs lagasafnsins, Ásgeir Ósk-
arsson, sé tilkomið vegna þess að Ás-
geir komist næst því allra Stuð-
manna að geta talist óumdeilanlegur
og í raun yfirskilvitlegur.
„Hann mætir fyrstur, fer síðastur
og nostrar af kostgæfni við öll sín
verefni stór sem smá. Hann er ótrú-
legur að líkamskröftum sem virðast
vaxa með árunum. Inniber í senn
óútskýranlegan hrynþokka og í raun
guðlega eiginleika.“
Fjölþætt fótamennt
Jakob segir að Stuðmenn séu
menn hins andlega seims en samt af
hnausþykku holdi og blóði sem aldr-
ei fyrr. Lögin á kubbnum spegli
áhuga sveitarinnar á fjölþættri fóta-
mennt, danstegundir á borð við tófu-
tölt, frugg, bolabít, tvöfalt bít, pólbít
(skautbít), slipphopp og hið sér-
íslenska Stuðmannahopp.
Jakob segir Stuðmenn hafa dottið í
lukkupottinn þegar kom að upp-
tökustjóra en Printz Board stjórnaði
upptökum á lagasafninu Ásgeiri Ósk-
arssyni sem kemur formlega út í dag,
þriðjudaginn 19. desember.
„Píramítarnir eru fullir af dulúðleg-
um og forvitnilegum efnisþáttum“
Sérhannaður 11 laga Astraltertu-
kubbur Stuðmanna kemur út
Ljósmynd/Saga Sig.
Upplifun „Kubburinn er ný birtingarmynd umbúða sem gefur hlustandanum tækifæri á að rifja upp þá gömlu góðu
upplifun að fara heim með gripinn, taka hann úr umslaginu og setja í tækið,“ segir Jakob Frímann sem hér sést með
öðrum Stuðmönnum á glæsilegri kynningarmynd fyrir hinn nýútkomna grip, Astraltertukubbinn.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Kammerhópurinn Camerarctica
heldur hina árlegu kertaljósa-
tónleika í fjórum kirkjum nú fyrir
jólin. Fyrstu tónleikarnir verða í
Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, þriðju-
dag, og þá verða tónleikar í Kópa-
vogskirkju á miðvikudagskvöldið, í
Garðakirkju á fimmtudagskvöld og
þeir síðustu verða í Dómkirkjunni í
Reykjavík á föstudagskvöldið kem-
ur, tveimur dögum fyrir jól. Tón-
leikarnir eru allir um klukkustund-
ar langir og hefjast klukkan 21.
Kammerhópurinn hefur leikið
ljúfa tónlist eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart á þessum tónleikum
undanfarin 24 ár og verður þetta því
í tuttugasta og fimmta skiptið sem
tónleikaröðin er haldin og segir Ár-
mann Helgason, einn félaga Camer-
arctica, að mörgum tónleikagestum
þyki ómissandi að koma úr jólaös-
inni inn í kyrrðina og kertaljósin í
rökkrinu og hlýða í ró á fallega tón-
listina.
Að þessu sinni skipa kammerhóp-
inn þau Ármann, sem leikur á klar-
inett, fiðluleikararnir Hildigunnur
Halldórsdóttir og Bryndís Páls-
dóttir, Svava Bernharðsdóttir víólu-
leikari og Sigurður Halldórsson,
sellóleikari. Þá er sérstakur gestur
á tónleikunum Emelía Rós Sigfús-
dóttir flautuleikari. Á efnisskránni
eru tvö kunn verk eftir Mozart,
kvintett fyrir klarinettu og strengi
og kvartett fyrir flautu og strengi.
Eins og fyrri ár lýkur tónleikunum
á því að Camerarctica leikur jóla-
sálminn „Í dag er glatt í döprum
hjörtum,“ sem er úr Töfraflautu
Mozarts.
Hringja inn jólin
Þegar Ármann er spurður út í
aðdáunarvert úthaldið við tónleika-
röðina, að halda þá í 25. skipti, þá
segir hann brosandi að þegar fólk
sækir tónleika þá sé það flytjendum
hvatning til að halda áfram.
„Það er alltaf góð aðsókn og gest-
ir kunna auðheyrilega að meta
þetta. Margir hafa sagt tónleikana
hringja inn jólin hjá sér, ár eftir ár.
Þetta er því orðin hefð, bæði hjá
okkur og tónleikagestum,“ segir
hann.
„Þá er tónlist Mozarts í miklu
uppáhaldi hjá mörgum og okkur
finnst líka gott að koma að þessari
tónlist aftur og aftur. Marga fasta-
gestanna sjáum við ekki á öðrum
tónleikum, á öðrum tímum ársins“
Ármann hefur komið fram á tón-
leikunum í flest af hinum 24 skipt-
um, en tvö áranna var hann bundinn
í öðrum verkefnum. „Og ég held að
enginn hafi alltaf verið með en við
byrjuðum að halda þessa tónleika
strax eftir að við komum heim úr
námi. Við þekktum svona tónleika
erlendis en þetta hafði ekki verið
gert hér áður. Alltaf höfum við leik-
ið Mozart en einstaka sinnum hafa
einhverjir vinir fengið að kíkja með
honum á efnisskrána. Núna leikum
við sömu tvö verkin og við fluttum á
allra fyrstu tónleikunum. Við höfum
áður endurtekið þau á afmælistón-
leikum eins og núna. Þetta eru
máttarstólpar verka sem skrifuð
hafa verið fyrir þessi hljóðfæri.“
Músík Mozarts vinnur alltaf á
Þegar spurt er hvað geri þessi
tónverk svo góð þá svarar Ármann
kíminn með spurningu: „Hvernig
skýrir maður snilligáfu Mozarts?
Músíkin hans er einstök og ólýs-
anleg. Það er bæði léttleiki og dýpt,
þesi angurværð; það er allt í þessari
tónlist. Svo reynir maður bara að
fara vel með hana og skapa stemn-
ingu, sem tekst oft svo vel í þessu
rökkri og við kertaljós.
Svo er gaman að fá að flytja verk-
in fjórum sinnum, endurtaka þau
aftur og aftur, þetta er einstakt
tækifæri til þess hér á landi. Mús-
íkin hans Mozarts vinnur alltaf á og
þetta er sífellt ný áskorun, í hvert
sinn. Við þroskumst öll með hverju
árinu og komum að verkunum á
nýjan hátt á hverju ári. Þá eru
kirkjurnar frábær tónleikahús og
gott andrúmsloft í þeim öllum.“
Aðventan litar flutninginn. „Já,
þessi dimmi árstími, svona rétt fyrir
jólin. Í lokin leikum við svo alltaf
sálminn „Í dag er glatt í döprum
hjörtum,“ til að hleypa gestum í
réttum anda inn í jólin,“ segir Ár-
mann.
Og að síðustu tónleikum loknum
kveðst Ármann alltaf vera kominn í
jólaskapið. „Þá fær maður sér
piparkökur og mandarínur, eins og
hinir, og kaupir jólagjafirnar á síð-
ustu stundu!“
Leika verk eftir Mozart við kertaljós
Kertaljósatónleikar Camerarctica
haldnir 25. árið Í fjórum kirkjum
Camerarctica Flytjendurnir á tónleikunum í kirkjunum fjórum nú í vik-
unni: Emelía Rós, Hildigunnur, Bryndís, Svava, Ármann og Sigurður.