Morgunblaðið - 19.12.2017, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.12.2017, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég fer yfir textann á meðan ég hræri í kökurnar því tónlist og bakstur er það sem kemur mér í jólaskap,“ segir söngkonan, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Diddú og drengirnir hennar halda í hefðina með sínum árlegu Hátíðarjólatónleikum 20. árið í röð í Mosfellskirkju í Mosfellsdalnum annað kvöld kl. 20. „Þetta eru afmælistónleikar hjá okkur. Við erum búin að spila sama í 20 ár ég og drengirnir mínir. Það er ekki til mikið af tónlist fyrir sex blásara og sópran. Ég held að það sé bara til eitt verk og það er eftir Hayden,“ segir Diddú. Jólatónleikar í sveitakirkju Með Diddú spila klarinettuleik- ararnir Sigurður Snorrason og Kjartan Óskarsson, á fagott spila þeir Björn Th. Árnason og Brjánn Ingason og á horn leika þeir Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson. „Það er allt honum Þorkeli að kenna að við syngjum í Mosfells- kirkju í Mosfellsdalnum. Hann er fæddur og uppalinn í dalnum og fer ekki þaðan,“ segir Diddú hlæjandi og bætir við litla sveitakirkjan sé kjörin fyrir þá notalegu tónlist sem flutt verði í kirkjunni en markmiðið sé að færa fólki frið í sálina. „Að sjálfsögðu verða einhverjar bombur líka. Lögin verða öll í há- tíðlegri kantinum við tökum meðal annars Ó helga nótt, sem er ómiss- andi, svo á ég bunka af Ave María í alls konar útsetningum. Fastagest- irnir okkar sem koma víða að vilja heyra færeyska jólalagið sem við tökum alltaf og svo endum við alla tónleika á því að syngja saman tón- listarmennirnir og gestirnir upp- runalegu útgáfuna af Heims um ból. Diddú og drengirnir hafa sungið saman bæði hér á landi og erlendis og segir Diddú að Sigurður og Kjartan hafi þurft að útsetja ógrynni af lögum fyrir hópinn. Kjartan sem er sérlega mikill gramsari hefur gramsað í bóka- söfnum víða um heiminn í leit að lögum. Hófst allt í Reykholti Þegar Diddú er spurð hvernig hugmyndin að hátíðartónleikum í Mosfellskirkju hafi komið til segir hún að það sé svo langt síðan að hún muni það varla. En Diddú til happs var Kjartan við hlið hennar með svarið við spurningunni. ,,Árið 1997 vorum við beðin um að syngja í Reykholtskirkju og þá kviknaði hugmyndin að halda hátíð- artónleika í Mosfellskirkju,“ segir Kjartan og tekur undir það með Diddú að lítið sé til af útsetningum fyrir sex blásara og sópran. Það er nóg að gera hjá Diddú á aðventunni. Hún brá undir sig betri fætinum um síðustu helgi og söng á fernum tónleikum Friðriks Ómars, Jólin heima, á Akureyri. „Á tónleikunum söng ég allt frá jólapopplögum og upp í stórar bombur eins og Ó helga nótt og flott ítalskt jólalag með Agli Ólafs- syni. Uppáhaldslag Diddúar þessa dagana er sænskt jólalag sem heit- ir Koppången. „Lagið fjallar um jólastemn- inguna í Koppången og það verða allir hugfangnir af laginu sem heyra það. Þetta lag er nýjasta dellan. Það er alltaf gaman að heyra eitthvað nýtt sem heillar mann upp úr skónum. En á aðvent- unni er ekki hægt að sleppa því að syngja eða hlusta á, Ó helga nótt, Heims um ból, Í dag er glatt og Hin fegursta rós,“ segir Diddú sem hlakkar til tónleikanna á morgun sem hefjast kl. 20. Miðasala er við innganginn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jólalög og bombur Diddú og drengirnir hennar halda árlega jólatónleika í Mosfellskirkju annað kvöld. „Fer yfir textann á með- an ég hræri í kökurnar“  Hátíðarjólatónleikar Diddú og drengjanna 20 ára um, bæði hjá þeim sem deyr og þeim sem eft- ir lifa. Ásta ætlar sér stóra hluti í framtíðinni, að komast út í geiminn og fara í fyrstu ferðina til Mars. Þegar líður að endalokum hjá móður Ástu biður hún hana um að hjálpa sér við að smíða eldflaug og skjóta öskunni að sér látinni upp til stjarnanna. Ásta lofar móður sinni að gera það en ekki eru allir á einu máli um hvernig skal standa að útför Sól- eyjar. Því þarf Ásta, ásamt vinum sínum Hrefnu og Togga, að leggja á sig ýmislegt ævintýralegt til að standa við loforðið sem hún gaf móð- ur sinni. Ferðin til Mars er unglingabók. Sagan er sögð af sögumanni sem hefur sankað að sér helstu stað- reyndum málsins og segir söguna eins og hann veit best. Sagan bygg- ist mikið til upp á vangaveltum um Ásta er 14 ára stúlka sembýr í Mosfellsbæ ásamtforeldrum sínum og lítillisystur. „Einn daginn voru allir kátir og áhyggjulausir og þann næsta var Sóley, mamma Ástu, orð- in veik. Alvarlega veik. Hún greind- ist með illvígt krabbamein og ver- öldin hrundi“ (bls. 16). Ásta þarf að kljást við annan veruleika en flestir jafnaldrar hennar þegar Sóley mamma hennar veikist. Veikindin hafa mikil áhrif á fjölskyldulífið; bið- in eftir dauðanum, undirbúning- urinn fyrir hann og vangavelturnar um hvað tekur við að honum lokn- tilgang lífsins, um hlutverk okkar og hvað tekur við eftir dauðann. Það er einstaklega vel gert með smá heim- spekilegu og sagnfræðilegu ívafi. Nálgunin er mannleg og fær lesand- ann kannski til að hugsa öðruvísi en hann hefur gert. Ásta og Hrefna fá þrátt fyrir allt líka að vera unglingar í sögunni með sín vandamál. Ferðin til Mars er einstök ung- lingabók. Vel hugsuð og vel skrifuð. Mér fannst hlutverki sögumannsins ofaukið til að byrja með, fannst hann flækja söguna heldur mikið og að það væru of margar raddir í gangi. Því auk sögunnar eru innskot úr við- tölum sem sögumaðurinn tekur við persónur og leikendur og innskot þar sem draumum, eða vitrunum, er lýst. Það hefði kannski mátt einfalda framsetninguna aðeins en tilgangur sögumannsins er fullkomnaður í lok bókar. Ferðin til Mars er hjartnæm og skemmtileg saga sem vekur margt upp innra með lesandanum og því fullkomin fyrir hugsandi unglinga og þá sem þurfa kannski smá áminn- ingu um hvað skiptir máli í lífinu. Hjartnæm og skemmtileg Skáldsaga Ferðin til Mars bbbbn Eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur og Helga Sverrison. Bjartur 2017. Innbundin. 164 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Lau 30/12 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Stjarna er fædd! Medea (Nýja sviðið) Fös 29/12 kl. 20:00 Frums. Fim 4/1 kl. 20:00 3. s Lau 6/1 kl. 20:00 5. s Mið 3/1 kl. 20:00 2. s Fös 5/1 kl. 20:00 4. s Fim 11/1 kl. 20:00 6. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Mið 27/12 kl. 20:00 20. s Fös 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 29/12 kl. 20:00 22. s Lau 6/1 kl. 20:00 aukas. Draumur um eilífa ást Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 7/1 kl. 13:00 aukas. Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. Jólaflækja (Litla sviðið) Þri 26/12 kl. 13:00 aukas. Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni. Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Saga íslensku þjóðarsálarinnar. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Lau 13/1 kl. 13:00 3. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Lau 30/12 kl. 13:00 Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 Auka Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Hafið (Stóra sviðið) Þri 26/12 kl. 19:30 Frum Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Mið 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Mið-Ísland að - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 4/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 22:30 Lau 13/1 kl. 20:00 Fös 5/1 kl. 20:00 Fim 11/1 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 22:30 Fös 5/1 kl. 22:30 Fös 12/1 kl. 20:00 Sun 14/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 20:00 Fös 12/1 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Efi (Kassinn) Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 7/1 kl. 15:00 Frums Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 3.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.