Morgunblaðið - 19.12.2017, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.12.2017, Qupperneq 44
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 353. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Þurfti að létta sig fyrir kynleiðréttingu 2. Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð 3. Krafan komin „verulega frá“ 20% 4. Ekki bjartsýnn á að verkfallið leysist … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fimm klassískir tónlistarrýnar The New York Times hafa valið 25 bestu útgáfur ársins sem er að líða og er plata Víkings Heiðars Ólafssonar með etýðum Philips Glass á listan- um. Rýnirinn Joshua Barone skrifar að etýður Glass hafi verið gagn- rýndar fyrir að vera ómúsíkalskar, jafnvel leiðinlegar, en flutningur Vík- ings á tíu þeirra búi yfir djúphugulli túlkun og óvæntum vendingum og birti nýja sýn á verkin. Á facebooksíðu sinni kveðst Vík- ingur Heiðar mjög ánægður með að vera í góðum félagsskap á lista blaðsins, með hljómplötum annarra listamanna sem hann hafi á árinu notið að hlýða á. Þá þakkar hann út- gáfu sinni, Deutsche Grammophon, og tónskáldinu Philip Glass. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Plata Víkings valin ein af þeim bestu  Hin árlegu Litlu-Kexdjassjól verða haldin hátíðleg á Kex hosteli, Skúla- götu 28, í kvöld kl. 20.30. Feðginin Sig- urður Flosason saxófónleikari og Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari munu leiða jóladjasssveit Flosason- fjölskyldunnar sem auk þeirra er að þessu sinni skipuð Þorgrími Jónssyni og Gunnlaugi Briem. Þau munu fara misvel með ýmsa jólasmelli, bæði innlenda og erlenda, gamla og nýja, smelli á borð við „Ég hlakka svo til“ og „Þú komst með jólin til mín“. Að- gangur er ókeypis að tónleikunum. Litlu-Kexdjassjól haldin hátíðleg Á miðvikudag Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og él, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark. Á fimmtudag Allhvöss suðvestanátt og él framan af degi en dreg- ur úr vindi og éljum eftir hádegi. Léttskýjað eystra. Frost 0-4 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 13-18 m/s og skúrir í fyrstu, síðar él. Bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR Stjarnan og Fram hafa sannarlega ekki stungið önnur lið af í úrvalsdeild kvenna í handknattleik eins og margir héldu. Stjarnan situr í fimmta sæti og verð- ur ekki með í úrslitakeppn- inni um Íslandsmeist- aratitilinn í vor, ef Eyjólfur hressist ekki. Íslandsmeistarar Fram sitja í þriðja sæti en styrkjast væntanlega á næstunni. »2 Hafa ekki stungið önnur lið af Breiðablik og Valur áttu flesta leik- menn sem komu við sögu í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu keppn- istímabilið 2017 og Íslandsmeistarar Þórs/KA voru með hæsta hlutfall uppalinna leikmanna í sínu liði. Þetta kem- ur í ljós þegar farið er yfir bak- grunn allra leik- manna sem spiluðu í deildinni á árinu. Ít- arlega er farið yfir liðin í Pepsi-deild kvenna í íþróttablaðinu og hvaðan leikmennirnir koma. »1 Breiðablik og Valur áttu flestar í deildinni Segja má að FH-ingar hafi byrjað jólahátíðina strax í gær þegar þeim tókst að vinna hádramatískan sigur á erkifjendum sínum í Haukum, 30:29, í næstsíðasta leik Olís-deildar karla í handbolta á þessu ári. Óðinn Þór Rík- harðsson skoraði sigurmarkið með vippu yfir landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson á lokasek- úndu leiksins. »4 Hátíðlegur blær í alvöru Hafnarfjarðarslag ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Alexander Magnússon er 12 ára hálf- íslenskur strákur sem býr í Dan- mörku. Hann fer með hlutverk Willi- ams í dönsku fjölskyldumyndinni Jeg er William sem verður frumsýnd á fimmtudaginn í Danmörku. Um er að ræða jólamyndina þar í landi í ár. Alexander hafði aldrei komið ná- lægt leiklist þegar hann sá auglýst eftir strákum í prufur fyrir myndina og ákvað að sækja um. „Mér hefur alltaf fundist kúl að leika í kvikmynd og ég hélt að það yrði skemmtilegt því mér finnst skemmtilegt að horfa á myndir,“ segir Alexander sem fór í gegnum tíu niðurskurði áður en ljóst var að aðalhlutverkið var hans. „Það var mjög skemmtilegt að leika í myndinni en þetta var aðeins erfiðara en ég hélt að það yrði. Ég hafði ekki séð fyrir hvað það þurfti að gera hlutina mörgum sinnum.“ Jarðbundinn og rólegur Jeg er William er gerð eftir sam- nefndri barnabók eftir Kim Pupz Aakeson. Faðir Williams er dáinn og móðir hans með geðsjúkdóm svo hann býr hjá móðurbróður sínum Nils sem er braskari af guðs náð. Hann skuldar glæpamönnum pen- inga og þegar kemur að skuldadögum þarf William að stíga fram. William er mjög óheppinn en reynir að breyta því. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Elmer sem er mjög þekktur í Dan- mörku og með hlutverk móðurbróð- urins fer Rasmus Bjerg, einnig fer Frank Hvam úr Klovn með hlutverk í myndinni. Spurður hvernig strákur William sé segir Alexander hann vera hugul- saman og að hann gefist ekki upp þótt á móti blási. Alexander var ásamt fjölskyldu sinni á forsýningu myndarinnar fyrir leikara og aðra aðstandendur í fyrra- kvöld. Hann hafði séð myndina áður í stúdíói þegar hún var klippt en ekki í stóru kvikmyndahúsi. „Ég fann miklu meira fyrir stemningunni í salnum og hvaða áhrif myndin hafði á áhorf- endur. Mér fannst ég ekki endilega vera að horfa á sjálfan mig á tjaldinu, en William gerir stundum hluti sem ég myndi líka gera,“ segir Alexander. Faðir hans, Eyjólfur Magnús Kristinsson, var líka viðstaddur sýn- inguna og segir myndina skemmti- lega og fulla af dönskum húmor. „Ég er kannski ekki bestur til að dæma myndina af því ég var svo stoltur af að sjá son minn í henni,“ segir Eyjólf- ur Magnús. „Hann stóð sig ótrúlega vel. Ég var líka stundum á setti þegar myndin var í vinnslu og þar báru hon- um allir vel söguna. Alexander er svo jarðbundinn og rólegur.“ Eyjólfur Magnús segir að myndin sé mjög stór í Danmörku og mikið fjallað um hana. Til að mynda fer Al- exander í viðtal til Danmarks radio og TV 2, stærstu sjónvarpsstöðvanna, í vikunni. Langar að leika meira Alexander bjó á Íslandi fyrstu fjög- ur æviár sín en fluttist þá til Kaup- mannahafnar og hefur búið þar síðan ásamt móður sinni sem er dönsk. Hann er ekki viss um að myndin verði sýnd á Íslandi. „Það yrði samt skemmtilegt því þá gæti föðurfjöl- skyldan séð hana líka. Ég er samt ekki viss um að dönsku brandararnir yrðu góðir á íslensku en það yrði örugglega hægt að segja eitthvað annað á íslensku,“ segir Alexander íbygginn. Hann langar til að leika meira. „Ég hef verið að hugsa um að þegar myndin kemur í sýningu þá spyrja mig kannski einhverjir hvort ég vilji leika í öðru. Þá get ég kannski prófað að vera einhver annar en William.“ Finnst kúl að leika í kvikmynd  Alexander leik- ur aðalhlutverkið í Jeg er William Ég er William Alexander Magnússon í hlutverki sínu ásamt Rasmus Bjerg sem leikur móðurbróður hans. Ungur leikari Alexander Magnús- son er jarðbundinn og rólegur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.