Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Fjölbreytt útgáfa Plöturnar voru mest dans- og dægur- lagaplötur, en líka plöt- ur með barnalögum, þjóð- lögum, sönglögum. Árið 1952 fór útgáfan af stað fyrir alvöru, en þá komu út plötur með Svavari Lár- ussyni og Sigfúsi Halldórssyni. ekki aðeins vel að sér um lögin heldur líka sögu Íslenzkra tóna frá upphafi til enda og hefur rakið hana skilmerkilega á Wikipediu. Hver getur ekki sönglað Tondeleyo? Hvorki Halldór né María voru komin til vits og ára á gullöld Ís- lenzkra tóna, en eins og flestir landsmenn, eldri en tvævetur, könnuðust þau við velflest laganna sem fyrirtækið gaf út á þeim átján árum sem það var starfrækt. Mörg þeirra hafa enda yljað lands- mönnum um hjartarætur í áratugi, eða komið þeim „í stuð“ og dansskóna. Hver getur ekki sönglað Tondeleyo með Sigfúsi Halldórssyni, Í kjall- aranum með Óðni Valdi- marssyni og K.K. sextett- inum, Hvíta máva með Helenu Eyjólfsdóttur eða Ég veit þú kemur með Elly Vilhjálms? Og mörgum fleiri ef út í það er farið, sumum býsna fjörugum eins og Allt á floti með Skapta Ólafssyni og Ship- Kabarett Íslenzkra tóna 1956 Eitt af því sem Tage bryddaði upp á voru miðnæturskemmtanir og kabarettar með helstu stórstjörnum Íslenzkra tóna í Austurbæjarbíói að lokum bíósýningum. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is M aría Ammendrup kemst ævinlega svo- lítið við þegar hún hlustar á Söng villi- andarinnar í flutn- ingi Jakobs Hafsteins og Halldór Baldvinsson útgáfustjóri verður all- ur einhvern veginn léttari í spori þegar hann heyrir Soffíu Karls- dóttur syngja Það er draumur að vera með dáta. Því var sjálfgefið að bæði lögin yrðu meðal 69 laga á þreföldum safndiski sem Alda útgáfa sendi nýverið frá sér í til- efni þess að 70 ár eru liðin frá því Tage Amm- endrup, stofnaði Íslenzka tóna. Samnefni diskanna þriggja er Íslenzkir tónar – hin íslenzka hljómplata. Lagavalið var alfarið í höndum Halldórs og Maríu, en Halldóri fannst vel við hæfi að dóttir eins mesta brautryðjanda í útgáfu íslenskra dægurlaga á Íslandi væri með í ráðum. Og María skor- aðist ekki undan. „Halldór leitaði reyndar fyrst til Páls, bróður míns, en þar sem ég þekkti betur hvaða plötur Íslenzkir tónar gáfu út í áranna rás, kom okk- ur systkinunum saman um að ég gripi boltann,“ segir María. Hún er o-hoj með Ragnari Bjarnasyni. „Á safndiskinum eru þó ekki eingöngu dægurlög heldur líka þjóðlög í flutn- ingi Savannatríósins og Tígul- kvartettsins svo dæmi séu tekin, barnalag úr Kardimommubænum og sönglög með óperusöngkonunum Guðrúnu Á Símonar og Maríu Mark- an,“ bætir Halldór um betur til að vekja athygli á fjölbreytninni. Að- spurður segir hann daga geisla- disksins ekki talda, eins og sumir haldi fram, þótt vissulega sæki æ fleiri tónlist á Spotify og aðrar streymisveitur. „Hin íslenzka hljóm- plata er eigulegur gripur og tilvalin jólagjöf handa mömmu og pabba, ömmu og afa,“ læðir hann að. Aðkoma Maríu „Halldór kom til mín með laga- lista og bauð mér að taka út lög og bæta við öðrum ef ég vildi, einnig að koma með tillögur að myndum og svo fékk ég að lesa yfir texta Jón- atans Garðarssonar í meðfylgjandi bæklingi,“ segir María um aðkomu sína að útgáfunni. „Öll vinnan hjá Öldu hefur verið til fyrirmyndar og ég er Halldóri afar þakklát fyrir að hafa haft samband, slíkt hefur ekki áður verið gert þegar lög útgáfunnar hafa verið endurútgefin.“ Og það hafa þau verið – mörg- um sinnum, en þó ekki áður svona mörg saman í einum pakka og þess- ari samsetningu. Halldór átti hug- myndina, en áður hafði Alda, sem er ársgamalt útgáfufyrirtæki, tryggt sér útgáfuréttinn á öllum lögum Ís- lenzkra tóna en rétthafarnir höfðu verið nokkrir frá því Tage seldi út- gáfuréttinn til Svavars Gests árið 1974. Allt er þetta rakið bæði í úttekt Jónatans á sögu Íslenzkra tóna og um leið stofnanda fyrirtækisins, Tage Ammendrup, og grein Maríu á Wikipediu. Í rammanum hér til hlið- ar er stiklað á stóru og vitnað jöfnum höndum í skrif beggja. Hin íslenzka hljómplata Manstu gamla daga? Fortíðarþráin á trúlega eftir að hellast yfir marga sem hlusta á geisladiskana þrjá sem Alda útgáfa gefur út í einum pakka og hefur að geyma 69 lög úr safni Íslenzkra tóna. Tilefnið er að 70 ár eru liðin frá því Tage Ammendrup stofnaði fyrirtækið og gaf út rúmlega 200 hljómplötur á árunum 1947-1965. Stúdíóið Í bakhúsinu við verslunina Drangey á Laugavegi 58. Kvennakórinn Katla er skipaður kraftmiklum konum sem fara sínar eigin leiðir í söng og eru óhræddar að stappa, klappa og dansa með. Katla er kvennakór sem stofnaður var í Reykjavík árið 2012 og telja meðlimir kórsins 60 konur í heild- ina. Kórinn er þekktur fyrir útsetn- ingar sínar á þjóðlögum sem og popplögum. Kötlur ætla að bjóði fólki upp á jólagos í formi söngs í kvöld mið- vikudag kl. 21 á Kex hosteli við Skúlagötu í Reykjavík. Frítt er inn og þær lofa að koma jólaskapinu í hæstu hæðir þar sem þær koma fram hjá Sæmundi í sparifötunum, en hann ku vera kominn í jólafötin. Jólamatseðillinn er í hávegum hafð- ur á veitingastaðnum og fyrir þá sem vilja fá sér gott í gogginn er vert að benda á að borðapantanir fara fram í gegnum síma 510 0066. Jólagos Kvennakórsins Kötlu er hluti af jóladagskrá Kex hostels sem gengur undir nafninu KEXMAS og er í gangi allan desember mán- uð. Nú er lag að njóta þess að fá ókeypis tónleika sem eru öllum opn- ir eins lengi og húsrúm leyfir. Frítt inn á tónleika hjá Kötlunum í kvöld Katla gýs með kvennakrafti og kemur jólaskapi í hæstu hæðir Eldgos? Nei, en Katla lofar sannkölluðu kvenrödduðu jólagosi á Kex hosteli. Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI SPEGLAR Framleiðum spegla eftir máli og setjum upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.