Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Gæðafiskur Kæliþurrkaður harðfiskur sem hámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. Einfaldlega hollt og gott snakk 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur 20. desember 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.15 105.65 105.4 Sterlingspund 140.21 140.89 140.55 Kanadadalur 81.6 82.08 81.84 Dönsk króna 16.639 16.737 16.688 Norsk króna 12.56 12.634 12.597 Sænsk króna 12.426 12.498 12.462 Svissn. franki 106.28 106.88 106.58 Japanskt jen 0.9328 0.9382 0.9355 SDR 148.41 149.29 148.85 Evra 123.88 124.58 124.23 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.3622 Hrávöruverð Gull 1263.1 ($/únsa) Ál 2046.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.36 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Sjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa keypt 15% hlut í Arctic Adventures. Fyrirtækið er hið stærsta hér á landi á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn með 250 starfs- menn og 5,6 millj- arða króna veltu, eftir nýlegan sam- runa við Extreme Iceland. Haft er eftir Jóni Þór Gunnarssyni framkvæmdastjóra í tilkynningu að stefnt sé að skráningu félagsins á markað á árinu 2019. Eftir kaupin eiga þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson saman tæplega 28% hlut í félaginu, fyrrverandi eigendur Extreme Iceland eiga samtals 27%, sjóðir á vegum GAMMA 15% og Jón Þór Gunn- arsson og Styrmir Þór Bragason tæplega 14% hvor. Sjóðir GAMMA kaupa 15% í Arctic Adventures Jón Þór Gunnarsson STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fjárlaganefnd kallaði eftir viðbót- argögnum frá Viðskiptaráði Íslands á fundi sem haldinn var í gær. Nefndin kallaði ráðið á sinn fund eftir að Viðskiptaráð sendi frá sér umsögn um fjárlagafrumvarpið, þar sem áhersla var lögð á fimm atriði sérstaklega. „Þetta var mjög góður fund- ur og mikilvæg yfirferð. Við fögn- um því að hags- munasamtök á borð við Við- skiptaráð séu kölluð á fund nefndarinnar, enda er stór og fjöl- breyttur hópur fyrirtækja innan okkar vébanda,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs, í samtali við Morgun- blaðið. Hún segir að enn sé margt óljóst eftir yfirferð á fjárlagafrumvarpinu, t.a.m. hafi ekkert verið að finna þar um lækkun tryggingagjaldsins þó að í sáttmálanum hafi staðið að það ætti að vera í forgangi, en í því sé þó margt gott að finna. „En það kom fram á fundi okkar að það voru ákveðin atriði sem nefndin vildi fá nánari skýringar á.“ Ásta segir að eitt þessara atriða hafi verið afnám þaks á endur- greiðslu rannsóknar- og þróunar- kostnaðar hjá fyrirtækjum, en í dag er hámark endurgreiðslu 300 millj- ónir króna. „Þakið var hækkað árið 2016 úr 100 í 300 milljónir. 20% af þeirri fjárhæð sem varið er í rann- sóknir og þróun hjá fyrirtækjum eru endurgreidd upp að hámarkinu en í löndum á borð við Bretland, Ír- land og Kanada er ekkert hámark.“ Eins og Viðskiptaráð hefur áður bent á er Ísland meðal neðstu ríkja á lista þeirra OECD-þjóða sem beita endurgreiðsluaðferð til að styðja við rannsóknar- og þróun- arverkefni. „Afleiðing þessarar slöku samkeppnisstöðu er brott- flutningur alþjóðlegra samkeppnis- hæfra fyrirtækja frá Íslandi. Tengist beint menntamálum Ástæðan fyrir því að við fórum að tala um þetta á fundinum með nefndinni var að það stendur í stjórnarsáttmálanum að stjórnin ætli að afnema þakið, en við sökn- um þess að það er ekki minnst á þetta í fjárlögunum.“ Ásta segir að þetta sé mjög mikilvægt því um sé að ræða beina tengingu við menntamálin. „Í menntamálum er verið að boða til mikilla fjárútláta, sérstaklega á há- skólastiginu, en ekki er talað um í hvað þessir peningar eigi að fara. Það þarf að fara í heildarstefnu- mótun fyrir framtíðina og gera færnigreiningu, og sjá hvaða störf við þurfum að skapa fyrir unga fólkið okkar.“ Ásta bendir á að háskólamennt- uðum hafi fjölgað hér á landi um 184% frá árinu 2000 en störfum fyrir þetta fólk hafi ekki fjölgað í sama takti. „Eftirspurnin er þarna mun meiri en framboðið. Við eigum að einbeita okkur að háframleiðni- og hátekjugreinum sem skila sjálf- bærum hagvexti til langs tíma – „alþjóðlega geiranum“ eins og við köllum hann,“ segir Ásta og bætir við að Íslendingar þurfi að hlúa að umhverfi frumkvöðla- og vaxtarfyr- irtækja sem eigi að vera líftaug milli háskólaumhverfisins og at- vinnulífsins. „Stefna yfirvalda í þessum málum verður að vera skýrari.“ Afnám þaks endurgreiðslu ekki í fjárlagafrumvarpinu Morgunblaðið/Eggert Menntun Ásta segir að háskólamenntuðum hafi fjölgað um 184% frá 2000 en störfum hafi ekki fjölgað í sama takti. Fimm meginatriði » Forgangsraða í þágu fjár- festingarverkefna sem spara munu rekstrarkostnað. » Ráðast í faglegar greiningar á eftirspurnaráhrifum verkefna á vegum ríkissjóðs. » Setja þarf stofnunum ríkis- ins fastari skorður. » Auknum fjárveitingum í mennta- og heilbrigðiskerfinu þarf að fylgja heildarstefna. » Endurskoða stofn fyrir fjár- magnstekjuskatt og lækka tryggingagjald.  Viðskiptaráð kallað á fund fjárlaganefndar eftir umsögn um fjárlagafrumvarpið Ásta Fjeldsted Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 32 fyrirtækja að ganga til samninga um verkefnisstyrki fyrir samtals allt að 510 milljónir króna. Verk- efnin sem fá úthlutun eru af öllum sviðum atvinnulífsins og eru mörg þeirra þverfagleg. Konur eru verk- efnisstjórar tæplega 45% verkefn- anna. Yfir 90% þeirra eru á höf- uðborgarsvæðinu. Tækniþróunarsjóður býður upp á sex styrktarflokka sem þjóna allri nýsköpunarkeðjunni, frá rannsókn- um og vöruþróun til markaðsstarfs. Að þessu sinni er úthlutað er úr þremur styrktarflokkum, „sprot- um“, sem er fyrir ung nýsköpunar- fyrirtæki og frumkvöðla með verk- efni á byrjunarstigi, „vexti“, sem er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru komin af frumstigi hug- myndar, og „markaðsstyrk“, sem er til að styrkja markaðslega innviði fyrirtækja sem tengjast sókn á markaði. Alls fá 11 sprotafyrirtæki styrk í þessari úthlutun, 13 vaxtarfyrirtæki og markaðsstyrkir eru 6. Tækniþróunarsjóður heyrir und- ir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, ný- sköpun og atvinnuþróun. Á fyrri helmingi ársins úthlutaði Tækni- þróunarsjóður 800 milljónum króna til nýrra verkefna. Hálfum milljarði út- hlutað til frumkvöðla  Tækniþróunarsjóður styrkir verkefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.