Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth, stærsta herskip sem Bretar hafa smíðað, lekur. Breskir embættismenn viðurkenndu það í gær en lögðu áherslu á að ekki væri um að ræða alvarlegt vandamál. Skipið hefur verið í prófunum síð- an Elísabet Englandsdrottning af- henti það breska sjóhernum form- lega fyrir hálfum mánuði. Áformað er að það verði komið í fulla notkun árið 2020. Við þessar prófanir kom í ljós leki með skrúfuöxli. Skipið verð- ur tekið í slipp í Portsmouth innan tíðar og þá á að stoppa lekann. Queen Elizabeth, sem heitir bæði eftir núverandi Englandsdrottningu og Elísabetu 1. sem ríkti frá 1558 til 1603, kostaði 3,1 milljarð punda, jafnvirði nærri 440 milljarða króna. Skipið er 280 metra langt, vegur 65 þúsund tonn og 40 flugvélar komast fyrir á þilfarinu. Áhöfnin er um eitt þúsund manns. Systurskipið HMS Prince of Wales er enn í smíðum. Deilt hefur verið um það hvort breski sjóherinn þurfi að ráða yfir svona stórum flugmóðurskipum í ljósi þess að alþjóðleg hernaðar- umsvif landsins hafa minnkað. Nýja flugmóðurskipið lekur AFP Risaskip Fólk fylgist með þegar dráttarbátar draga flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth inn í höfnina í Portsmouth. Komið hefur í ljós leki í skipinu.  Stærsta herskip í sögu Bretlands Kosningabaráttu fyrir héraðsþing- kosningar í Katalóníu á Spáni lauk í gær en kosið verður á morgun. Búist er við mikilli kjörsókn en skoðana- kannanir benda til þess að afar mjótt verði á mununum milli þeirrar fylk- ingar sem vill að Katalónía fái sjálf- stæði frá Spáni og hinnar sem vill að héraðið verði áfram hluti af spænska ríkinu. „Þessar kosningar munu skera úr um það hvort ástandið verði aftur eðlilegt, í samræmi við stjórnar- skrána og heilbrigða skynsemi,“ sagði Manuel Rajoy, forsætisráð- herra Spánar, á kosningafundi í Barcelona. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfsstjórn eftir að þing héraðsins lýsti yfir sjálfstæði 27. október sl. Óvenjuleg kosningabarátta Kosningabaráttan hefur verið óvenjuleg þar sem Carles Puigde- mont, fyrrverandi forseti heima- stjórnar Katalóníu, dvelur í Belgíu þar sem hann á yfir höfði sér hand- töku snúi hann aftur til Spánar. Þá er Oriol Junqueras, leiðtogi ERC, helsta flokks sjálfstæðissinna, í fangelsi á Spáni fyrir aðild sína að sjálfstæðis- yfirlýsingu Katalóníu í haust, en hef- ur tekið virkan þátt í kosningabarátt- unni með því að veita fjölmiðlum viðtöl og skrifa greinar, bréf og jafn- vel ljóð. Tvær konur hafa verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Marta Rovira hefur axlað hlutverk leiðtoga ERC þótt óvíst sé hvort hún muni stýra heimastjórn ef flokkur hennar sigrar. Rovira, sem er fertug að aldri, sat í nefnd sem undirbjó atkvæða- greiðslu í Katalóníu í október þar sem meirihluti kjósenda samþykkti að lýsa yfir sjálfstæði. Hugsanlegt er að hún verði sótt til saka fyrir aðild sína að sjálfstæðisyfirlýsingunni. Ines Arrimadas, sem er 36 ára, er leiðtogi hægriflokksins Ciudadanos sem er andvígur sjálfstæði Katalóníu. Hún segist ætla að einbeita sér að því að bæta félagslega þjónustu í Kata- lóníu, sem Puigdemont hafi vanrækt, ef flokkur hennar sigrar í kosningun- um á morgun. Kosið í Kata- lóníu á morgun  Tvær konur berjast um sigurinn Ines Arrimadas Marta Rovira Bandarísk stjórnvöld sögð- ust í vikunni geta staðfest, að Norður-Kórea bæri ábyrgð á tölvuorminum WannaCry, sem smitaði yfir 230 þúsund tölvur í yfir 150 löndum fyrr á þessu ári. Bandaríska blaðið Washington Post sagði í gær, að Bandaríkja- stjórn hvetti nú „öll ábyrg ríki“ til að koma í veg fyrir að Norður- Kóreumenn gæti stundað tölvu- árásir af þessu tagi. Haustið 2014 gerðu norður- kóresk stjórnvöld árás á tölvukerfi bandaríska kvikmyndaversins Sony Pictures og birtu m.a. tölvupósta sem stjórmendur fyrirtækisins höfðu sent sín á milli. Var þess jafn- framt krafist að Sony hætti við að dreifa kvikmynd sem Norður- Kóreustjórn þótti móðgandi við leiðtoga landsins. Segja tölvuorm norður-kóreskan Kim Jong Un, leið- togi Norður-Kóreu. Það var jólalegt í uShaka-sædýrasafninu í Durban í Suður-Afríku í gær. Gestir fylgdust meðal annars með því þegar tveir kafarar, klæddir í jólasveinabúninga, syntu í fiskabúri og gáfu skötunum jólamáltíð. uShaka- sædýrasafnið var opnað árið 20054 og eitt það stærsta í heimi. Í safninu er meðal annars að finna fjölda há- karlategunda, hitabeltisfiska, höfrunga, skriðdýra og skordýra. Suður-Afríka AFP Fiskarnir fengu jólamáltíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.