Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn og handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Rennibekkur Lata Verð 139.800,- Bandsög Basa 1 Verð 45.115,- Tifsög Deco-flex Verð 35.520,- Lykilverslun við Laugaveg – Áratuga þekking og reynsla Opið alla daga til jóla 9-22, Þorláksmessu 10-23 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Bútsög HM80L Verð 18.290,- Hefill HMS850 Verð 57.500,- Tifsög SD1600V Verð 19.700,- Smabyggð vél Combi 6 Verð 227.900,- Bandsög Basa 3 Verð99.600,- Iðnaðarsuga HA1000 Verð 21.100,- Ný vefverslun brynja.is Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kom saman til fundar í fyrradag þar sem ákveðið var að framboðsfrestur vegna þátttöku í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé til 10. janúar nk. Leið- togaprófkjörið fer fram n 27. janúar nk. Halldór Frímannsson, formaður kjörstjórnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enn hefðu engin framboð í prófkjörið borist. Áslaug Friðriksdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hún hefði ákveðið að taka þátt í leið- togaprófkjörinu og að hún ætlaði að sækjast eftir oddvitasætinu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann hefði, eftir vandlega íhugun, tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Unnur Brá Konráðsdóttir sagði í gær að hún væri ekki búin að ákveða hvort hún tæki þátt í leiðtogapróf- kjörinu og ekki náðist í Eyþór Arn- alds sem einnig hefur verið orðaður við framboð. Framboðsfrestur til 10. janúar  Sjálfstæðismenn undirbúa leiðtogaprófkjör í Reykjavík Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta eru mjög óvenjulegar aðstæð- ur, en eins og alltaf þegar félags- menn okkar lenda í vandræðum för- um við yfir málin með þeim og það erum við að gera núna. Eitt af því sem við skoðum er hvort uppsögnin sé lögleg. Varðandi brottrekstrarsök vísa ég alfarið á stjórnendur Borgar- leikhússins,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, í samtali við Morgunblaðið. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Atla Rafni Sigurðarsyni leik- ara hefði verið sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu. Atli Rafn átti að fara með eitt aðalhlutverkanna í Medeu sem frumsýna átti 29. desem- ber næstkomandi. Frumsýningunni hefur verið frestað. „Ákvörðun um uppsögnina var vel ígrunduð og tekin að vandlega at- huguðu máli. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina,“ sagði í yf- irlýsingu Borgarleikhússins. Ástæða uppsagnarinnar eru ásakanir í tengslum við #Metoo-byltinguna. Atli Rafn sagði í yfirlýsingu að um væri að ræða nafnlausar ásakanir: „Mér hefur ekki verið greint frá því hvers eðlis þær ásakanir eru, frá hvaða tíma, hverjir eiga í hlut, né nokkuð annað sem getur gert það að verkum að ég geti tjáð mig um þær. Vegna þess mun ég ekki tjá mig frekar um málið.“ Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins átti Atli Rafn fund, ásamt lögmanni sínum, með borgar- leikhússtjóra og lögmanni leikhúss- ins um síðastliðna helgi. Atli Rafn er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið. Hann fékk launalaust leyfi til eins árs í ágúst sl. Ari Matt- híasson þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um stöðu Atla Rafns þegar eftir því var leitað í gærkvöldi. Kanna lögmæti uppsagnar  Atla Rafni Sigurðarsyni sagt upp í Borgarleikhúsinu  Átti ásamt lögmanni sínum fund með leikhússtjóranum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Borgarleikhús Atla Rafni Sigurðar- syni var sagt upp störfum nýlega. Dr. Ólafía Einarsdóttir fornleifafræðingur lést í Kaupmannahöfn í gær, 19. desember. Ólafía fæddist í Reykjavík 28. júlí 1924, dóttir Einars Þorkels- sonar og Ólafíu Guð- mundsdóttur. Hún lauk stúdentsprófi frá MR árið 1944 og hóf eftir það nám í forn- leifafræði við Lund- únaháskóla og lauk því árið 1948. Varð hún fyrst Íslendinga til þess að ljúka próf- gráðu í greininni en leiðbeinandi hennar var einn merkasti fornleifa- fræðingur 20. aldar, dr. Gordon Childe. Að námi loknu starfaði Ólafía um hríð við Þjóðminjasafn Íslands og stjórnaði þá meðal annars uppgrefti á merku kumli úr heiðnum sið við bæinn Brennistaði í Eiðaþinghá. Ólafía hélt aftur utan til náms og lauk meistaragráðu í miðaldasögu við Há- skólann í Lundi í Sví- þjóð árið 1951. Hún lauk síðan fil.lic.-prófi við sama skóla árið 1958 og loks dokt- orsprófi 1964. Ólafía var ráðin lektor við Kaupmannahafnar- háskóla árið 1963 og gegndi hún því starfi til starfsloka. Eigin- maður Ólafíu er Bent Fuglede stærðfræð- ingur og eignuðust þau soninn Einar árið 1966. Dr. Ólafía Einarsdóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við sagn- fræði- og heimspekideild Háskóla Íslands árið 2009. Eftir hana liggur fjöldi ritverka og greina um tíma- talsfræði og sögu kvenna á miðöld- um. Frá árinu 2006 hefur Fornleifa- fræðingafélagið gefið út tímaritið Ólafíu, sem nefnt er eftir henni. Andlát Ólafía Einarsdóttir Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta brottvísun af heimili og nálgunar- banni í þrjá mánuði. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með einhverjum öðrum hætti. Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að maðurinn sé undir rök- studdum grun um að hafa beitt brotaþola líkamlegu ofbeldi sem varði allt að eins árs fangelsi. Konan lýsti langvarandi grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi mannsins í sinn garð í skýrslutöku 25. júlí sl. Þar kom meðal annars fram að maðurinn hefði áður hlotið dóm fyrir líkamlegt ofbeldi gegn henni auk þess sem honum var gert að sæta nálgunarbanni. Karlmaður sætir áfram nálgunarbanni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.