Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Manni endist varla ævin / til að þegja um þetta allt sem þyrfti að segja. / Manni endist varla ævin – til að deyja,“ söng Megas á tregafullan hátt þegar stigið var hægt en örugg- lega á útgáfutónleikum Ósómaljóða upp í hófstillta ægifegurð á hátindi tónahrærunnar sem níu manna hljómsveitin skapaði svo snilldarlega á sviði Gamla bíós á mánudags- kvöldið var. Á sviðinu voru hljóm- sveitarstjórinn Skúli Sverrisson og Ósæmileg hljómsveit að flytja lögin níu á fyrstu plötu Þorvaldar heitins Þorsteinssonar myndlistarmanns með meiru en hún kom út nú fyrir helgi. Og það er kærkomið að geta nú notið þessara góðu laga og fínu og persónulegu texta Þorvaldar sem lést svo langt fyrir aldur fram, aðeins 52 ára gamall, árið 2013. Ósæmileg hljómsveit flutti lögin áður í heild á öðrum eftirminnilegum tónleikum á Listahátíð í Reykjavík vorið 2015, einnig í Gamla bíói, en fyrir nokkru héldu níumenningarnir í hljóðver og hljóðrituðu lögin og auðheyrilega hefur það ferli styrkt og bætt útsetn- ingar og áherslur. Útkoman á tón- leikunum var trú upptökunum en þó með öllum þeim kostum einbeittrar upplifunar sem lifandi flutningur getur bætt við hljóðversupptökur – í upplifun þar sem minningin um Þor- vald sveif yfir vötnum, enda margir vinir hans og samstarfsfélagar við- staddir. Í hunda og ketti á jólunum Tónleikarnir í Gamla bíói hófust á leik dúettsins Madonna + Child en hann skipa tvær ungar tónlistar- konur sem komu grímuklæddar fram enda kjósa þær að þekkjast ekki. Þær sátu á gólfinu og kölluðu fram úr tölvu einfalda og endurtekn- ingarsama takta og léku undir á hljóðgervil ekki síður einfaldar en nokkuð seiðandi laglínur meðan þær sungu bernskum röddum á ensku um ýmsar furður í bland við hvers- dagslegar uppákomur. Madonna + Child fluttu ein sex lög áður en tjald- ið var dregið fyrir sviðið og skömmu síðar sviptist það aftur frá og þar var Ósæmileg hljómsveit mætt í hátíð- legri uppstillingu; jólatré í sviðs- vængnum, stjörnuveggur að baki og blá tungl. Og forsöngvarinn Megas fyrir miðju, sitjandi á háum aðventu- rauðum stól og siglt var inn í fyrsta lagið, hið dularfulla „Gera eitthvað í þessu“ sem hefur nokkuð heyrst að undanförnu og hæfir aldeilis nú í vik- unni fyrir jól: „Hann er algjör voði þessi verðbólgudraugur / sem veður um og herðir á sultarólunum / og veldur slíkum búsifjum í buddunni / að börnin fara í hundana og kettina á jólunum // það verður að gera eitt- hvað í þessu …“ Og það er hamrað á því að það verði „að gera eitthvað í þessu“ því heimurinn sé á helj- arþröm. Af virðingu og væntumþykju Hin ósæmilega hljómsveit Skúla Sverrissonar er skipuð níu lands- kunnum listamönnum – fjórum kon- um og fimm körlum – sem runnu áreynslulaust í eina samspilaða heild á sviðinu, knúin áfram af hófstilltum bassaleik hljómsveitarstjórans og snilldarlega lífrænum en öruggum áslætti Magnúsar Trygvasonar Elí- assen. Davíð Þór Jónsson lék varlega á píanóið en flúraði útsetningarnar sérlega fallega, rétt eins og gítarleik- ararnir Ólöf Arnalds og hinn óvið- jafnanlegi fingrafimi Guðmundur Pétursson. Gyða Valtýsdóttir gefur tónlistinni sérstakan lit með sellólín- um sínum, auk þess sem hún söng vel útfærðar bakraddir ásamt Ólöfu og frænkunum Möggu Stínu og Mar- gréti H. Blöndal en síðastnefnda sýndi að hún er ekki bara einn okkar athyglisverðustu myndlistarmanna. Þá er Magnús Þór Jónsson ótalinn en Megas leiddi sveitina snilldarlega á tónleikunum og flutti lög og texta síns gamla félaga einstaklega fallega; hann söng skýrt og mótaði sönglínurnar eins og honum einum er lagið, af auðheyrilegri virðingu og tilfinningu sem líklega má kalla væntumþykju. Og hún er kringlótt enn Lög Þorvaldar eru ekki flókin en þau eru lagræn og lipur. Útsetningar hljómsveitarinnar eru á stundum kabarettlegar og vísað í ýmsar áttir, í kántrí, fólk og rokk, stundum má finna fyrir Tom Waits eða frönskum krúnerum en hinsvegar er lengra í tónlist Megasar sjálfs, sem hæfir vel þótt Þorvaldur hafi verið afar mikill unnandi laga og texta Megasar. Þessi lög Þorvaldar hafa varðveist á upptöku frá námsárum hans í Maastricht í Hollandi. Eftir lát Þor- valdar skrifuðu Megas og Skúli lögin niður eftir upptökunum og fluttu eitt þeirra, fyrrnefnt „Manni endist varla ævin“, á ógleymanlegan hátt við út- för Þorvaldar í Hallgrímskirkju. En það er víða komið við í þessum lögum og snjöllum textunum; í einu hjá tannlækninum og tilfinningin kallast á við allt hið versta: „Hungur- verkföll, pilluát og pína / pyntingar og farsóttir og stríð / sjávarmengun, nauðganir og níð“. Í öðru þykir konu gremjulegt að hafa verið göbbuð en hún fór „á rándýran kúr í einhverju kasti / og hún er kringlótt enn, eins þó hún fasti“; og í „Ég er bara að grínast“ er sungið í orðastað manns sem er hinn versti fauti og níðir konu sína niður en segist síðan bara vera að grínast. Þessi lög og sögur sem Þorvaldur skildi eftir sig, Ósómaljóðin, voru frábærlega flutt í Gamla bíói og nú eru þau komin á disk, loksins. Morgunblaðið/Eggert Ósæmileg Níu manna hljómsveit Skúla Sverrissonar á sviðinu í Gamla bíói. Þau fluttu jafn mörg lög listilega og á eftirminnilegan hátt en hljómplata með upptökum sveitarinnar á Ósómaljóðum Þorvaldar kom út fyrir liðna helgi. Manni endist varla ævin – til að deyja Morgunblaðið/Eggert Einbeittur Megas flutti lög og texta Þorvaldar Þorsteinssonar listavel. Kaffi Laugalækur, við Laugalæk í Reykjavík, stendur fyrir nokkrum viðburðum í aðdraganda jóla og einn þeirra fer fram í kvöld kl. 20. Þá verður haldið bókakaffi með þremur rithöfundum og einu leik- skáldi. Þeir höfundar sem lesa upp að þessu sinni eru Jón Gnarr með bók- ina Þúsund kossar, þar sem sögð er saga eiginkonu hans, Ebba Sig sem flytur einleikinn Guðmóðirin, Berg- ur Ebbi sem les upp úr bókinni Stofuhita og Halldór Halldórs- son/Dóri DNA sem les upp úr nýrri ljóðabók sinni Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um þegar ég er að keyra. Lifandi tónlist verður flutt fram að bókakaffinu, frá kl. 18.45 og kl. 19 verður kaffibrennslan Kvörn með kaffikynningu. Jón Gnarr, Ebba, Bergur Ebbi og Halldór í bókakaffi Morgunblaðið/RAX Stofuhiti Bergur Ebbi Benedikts- son mætir á Kaffi Laugalæk í kvöld. Sýnd kl. 10.15 Sýnd kl. 5, 8 Miðasala og nánari upplýsingar 5% Sýnd kl. 2, 4 NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 2, 10.20 í 3D Sýnd kl. 3, 6, 9 í 2D Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 6 ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.