Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is - Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-16 Rúmfatnaður, handklæði og púðar VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirtækið Akva Future ehf. hefur lagt fram drög að matsáætlun fyrir allt að 20 þúsund tonna laxeldi í lok- uðum kvíum í innanverðum Eyja- firði. Er þetta ný gerð af kvíum sem verið er að þróa í Noregi. Málið er til skoðunar hjá Skipulagsstofnun. Á bak við þessi áform í Eyjafirði er norska fyrirtækið AkvaDesign í Brønnøysund í Norður-Noregi. Það vinnur að þróun nýrrar gerðar lax- eldiskvía eftir hugmyndum frum- kvöðulsins, Anders Næss. Poki laxeldiskvíanna hjá Akva- Design er úr trefjaplastsdúki í stað opins nets eins og er í hefðbundnum kvíum. „Það gerir það að verkum að við verðum að stýra lífríkinu í kvínni. Dælum vatni af 25 metra dýpi og setjum í pokann. Við dælum súrefni inn á fjórum stöðum. Með því fáum við stöðuga hringrás og straum og getum stýrt straumnum eftir því á hvaða vaxtarstigi fiskurinn er. Lax- inn er því alinn við kjöraðstæður. Hann verður sprækur og holdið þétt. Sumir halda því fram að holdafar laxins í okkar kvíum sé líkara því sem er hjá villtum laxi en eldislaxi,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akva Future ehf., sem er íslenskt dótturfyrirtæki AkvaDesign og er með höfuðstöðvar á Akureyri. Með belti og axlabönd Laxalús er helsta vandamál lax- eldis í Noregi og verða mikil afföll í eldinu. Allt að fimmti hver fiskur drepst. Þótt hér sé kaldur sjór og minna hafi verið um lúsavandamál til þessa hafa komið upp einstök dæmi um erfiðleika vegna lúsar svo nauð- synlegt hefur verið að meðhöndla fiskinn. Rögnvaldur telur að lúsin geti vel náð sér á strik hér á landi, eins og í Noregi. Einn helsti kostur eldiskvía AkvaDesign er að lúsfríum sjó er stöðugt dælt úr undirdjúpum. Laxalúsin þrífst því ekki í kvínni. Botnlægum úrgangi er safnað saman og hann nýttur til endurnýj- anlegra afurða. Rögnvaldur segir að um botnlokann náist allt að 70% úr- gangsins en í hefðbundnum kvíum fellur hann til botns og mengar fjörðinn. „Við ráðum ekki enn við léttari úrganginn, þvag og það sem kemur út um tálkn fisksins, en sá hluti úrgangsins svífur um og dreif- ist meira um sjóinn.“ Slysasleppingar eru taldar mesta ógnunin í sjókvíaeldi hér á landi vegna hættunnar á erfðablöndun við villta stofna laxveiðiánna. Sérfræð- ingar hafa bent á að lokaðar sjókvíar útiloki ekki hættuna af slysaslepp- ingum vegna þess að flytja þurfi fiskinn í kvíar og úr þeim aftur til slátrunar. Rögnvaldur tekur undir þetta, segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir slys. Hann fullyrðir þó að hættan á slysum sé minni í lokaðri kví eins og hans fyrirtæki mun nota. Ekki sé nóg með að pokinn sé úr sterkum trefjadúk sem festur er í hefðbund- inn flothring heldur sé fiskeldisnót sem virki sem nokkurs konar örygg- isgirðing utan um pokann. Ef fisk- urinn nær að komast yfir dúkinn lendi hann ofan í nótinni. Þá þurfi minna að tilfæra fiskinn vegna þess að ekki þarf að meðhöndla hann vegna lúsar og hægt sé að vinna meira á kvínni sjálfri vegna þess að steyptur hringur er utan um flot- hringinn og þar er gott vinnusvæði. „Við erum bæði með belti og axla- bönd. Við höfum náð að koma í veg fyrir að lax sleppi í stöðvum okkar í Noregi,“ segir Rögnvaldur. Samkeppnishæfir í kostnaði Lokaðar eldiskvíar þola minni sjó- gang en hefðbundnar kvíar og stofn- og rekstrarkostnaður er meiri. „Við ætlum okkur að vera samkeppnis- hæfir í framleiðslukostnaði þrátt fyrir meiri kostnað. Það gerum við með því að halda afföllum í lágmarki. Það munar um það ef hægt er að halda afföllum í 5%, eins og hjá okk- ur, ekki 15-20% eins og dæmi eru um. Laxinn nýtir fóðrið betur í okk- ar kvíum, 1,05 kíló fóðurs fara til framleiðslu á hverju kílói af laxi á meðan almenni iðnaðurinn þarf 1,15 til 1,2 kg. Það munar um það. Svo losnum við undan kostnaðinum sem felst í meðhöndlun við laxalús,“ segir Rögnvaldur. Spurður um áhrif sjógangs segir hann að unnið sé að þróun öldudeyfa svo kvíarnar þoli meiri sjó. Í Eyja- firði er ætlunin að vera á skjólsælum stað, innarlega í firðinum. Háleit markmið Tæknin er enn á þróunarstigi í Noregi. Akva Design er þó komið einna lengst þeirra fjölmörgu fyr- irtækja sem eru að þróa lokaðar eld- iskvíar. Það er með eldi í slíkum kví- um á þremur stöðum í sveitar- félögunum Vevelstad og Brønnøy syðst í Norlandfylki. Í ár verður slátrað um 2.000 tonnum af laxi upp upp úr þessum kvíum og er það allt fiskur sem eingöngu hefur verið al- inn í þessari gerð sjókvía. Rögnvald- ur tekur fram að þótt tæknin sé að mestu klár sé endalaust hægt að fín- stilla og laga. Spurður um áformin í Eyjafirði segir Rögnvaldur að farið sé af stað með nokkuð háleit markmið. Fyr- irtækið treysti sér til að framleiða þar allt að 20 þúsund tonn. Þess vegna sé sótt um það magn svo ekki þurfi að sækja seinna um stækkun leyfis þótt byrjað verði í smærri stíl. Laxeldi hefur verið umdeilt í Eyjafirði vegna laxveiðihagsmuna og Hafrannsóknastofnun hefur ekki gefið út mat á burðarþoli fjarðarins. Rögnvaldur vonast til að það gerist sem fyrst. Áform um lokaðar eldiskvíar  Norskt fyrirtæki sækir um leyfi til að ala lax í innanverðum Eyjafirði  Hyggst nota lokaðar eldiskvíar sem verið er að þróa og reynst hafa vel í Noregi  Lausir við laxalús í þessari gerð kvía Ljósmynd/Akva Future Brønnøysund Eldiskvíar Akva Future við Sæterosen í Velfjord. Framleiðsla er einnig á öðrum stað ekki langt und- an og á næsta ári bætist sá þriðji við. Gert er ráð fyrir að slátrað verði um 5.500 tonnum af laxi á árinu 2019. „Konan fékk vinnu hér í Brønn- øysund haustið 2014 og ég flutti hingað út. Þá kynntist ég mönn- unum hjá AkvaDesign og fékk áhuga á þessari aðferð. Ég vann við annað en þeir höfðu sam- band síðast- liðið vor vegna þess að þeir voru að velta fyrir sér hvort hægt væri að gera eitthvað á Íslandi,“ segir Rögn- valdur Guð- mundsson um aðkomu sína að AkvaDesign og dóttur- félaginu Akva Future. Hann aðstoðaði þá fyrst við að koma á fundum við ýmsar stofnanir hér heima. Þeir réðust í að stofna dótturfélag hér á landi nú í október og réðu Rögn- vald til að fylgja verkefninu eftir. Rögnvaldur nam sjávar- útvegsfræði við Háskólann á Ak- ureyri og bætti við sig viðskipta- námi við Háskóla Íslands, útskrifaðist með MBA-gráðu. Hann hefur unnið við fram- leiðslu og sölu sjávarafurða, bæði hér á landi og í Bandaríkj- unum, sem fjármálastjóri sjávar- útvegsfyrirtækis og kennari í sjávarútvegsfræðum, einnig starfað í fjármálafyrirtækjum og sem ráðgjafi. Rögnvaldur er búsettur í Nor- egi en er einnig með skrifstofu á Akureyri. Fylgir verk- efninu eftir FRAMKVÆMDASTJÓRI Teikning/AkvaDesign Sjókví Sjó og súrefni er dælt inn að ofan og út um botnloka. Rögnvaldur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.