Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 ✝ Leó EiríkurLöve hæsta- réttarlögmaður fæddist í Reykjavík 25. mars 1948. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold í Garðabæ 10. desem- ber 2017. Foreldrar hans voru hjónin Rann- veig Ingveldur Ei- ríksdóttir Löve, f. 29.6. 1920, kennari við Mela- skóla og kennsluráðgjafi á Fræðsluskrifstofu Reykjanes- umdæmis, og Guðmundur Löve, f. 13.2. 1919, kennari og fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Systir Leós er Sigrún Löve kennari, f. 9.1. 1942, maki Jóhann Ólafsson kennari. Leó kvæntist árið 1969 Eygló Guðmundsdóttur, f. 3.12. 1949, BA í stærðfræði, framhalds- skólakennara og verkefnastjóra á hagdeild Landspítala. Þau skildu. Börn Leós og Eyglóar eru 1) Guðmundur Löve, f. 8.6. 1967, MS í hagfræði, framkvæmda- stjóri SÍBS, maki Hrefna Björg Þorsteinsdóttir arkitekt. Börn þeirra eru Matthías, f. 2001, og Katrín, f. 2008. 2) Yrsa Björt Löve, f. 13.8. 1971, sérfræði- læknir, maki Hróðmar Helgason fulltrúi bæjarfógetans í Kópa- vogi 1973-82, aðalfulltrúi þar frá 1974. Leó var í Kaupmannahöfn og kynnti sér starfshætti um- boðsmanns danska þjóðþingsins 1977-78 á vegum stjórnvalda. Leó kom að stofnun og rekstri Nýja Kökuhússins og fleiri fyrir- tækja. Hann átti og rak ásamt fyrrv. eiginkonu sinni Ísafoldar- prentsmiðju og Bókaverslun Ísa- foldar 1982-1994. Eftir það sinnti hann eignaumsýslu og lögmennsku á meðan heilsan leyfði. Leó var formaður FUF í Kópavogi 1968-70 og FUF í Hafnarfirði 1970-72, var í mið- stjórn Framsóknarflokksins 1971-82, varamaður í útvarps- ráði 1971-78, í stjórn Félags ís- lenskra bókaútgefenda 1983-94. Hann var um tíma varamaður í bankaráði Seðlabankans og í stjórn Fjölíss 1986-94. Leó sinnti einnig ritstörfum. Skrifaði hann eftir frásögn móð- ur sinnar, Rannveigar Löve, ævisögu hennar, Myndir úr hug- skoti, sem út kom árið 2000. Þá liggja eftir hann nokkrar skáld- sögur og uppvaxtarsagan Við í Vesturbænum sem skrifuð var undir dulnefni. Hann sat í rit- stjórn og skrifaði grein í Ólafs- bók, afmælisrit um dr. Ólaf Jó- hannesson, fyrrverandi forsætisráðherra. Útför Leós fer fram frá Nes- kirkju í dag, 20. desember 2017, klukkan 13. sérfræðilæknir. Börn þeirra eru Vífill Ari, f. 2000, Eygló Sóley, f. 2001, og Oddur Ari, f. 2010. Synir Yrsu og fyrri maka hennar, Stefáns Ei- ríkssonar borg- arritara, eru Hlyn- ur Davíð f. 1989, læknir, sambýlis- kona Kristina Unn- steinsdóttir sjúkraliði, og Birkir Helgi, f. 1991, heimspekinemi. 3) Áskell Löve, f. 12.11. 1977, sér- fræðilæknir, maki Elva Rut Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Dætur þeirra eru Sif, f. 2006, og Saga, f. 2008. Fyrrverandi sambýliskona Leós er Anna Lísa Kristjáns- dóttir, f. 10.3. 1959, starfsmaður Sýslumannsins á höfuðborgar- svæðinu. Dóttir þeirra er 4) Anna Margrét Leósdóttir, f. 29.12. 1998, stúdent. Leó ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur og gekk í Mela- skóla og Hagaskóla. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1973. Hann öðlaðist héraðs- dómslögmannsréttindi árið 1986 og var hæstaréttarlögmaður frá 1998. Eftir að námi lauk var hann Ég get verið þíðan þín þegar allt er frosið, því sólin hún er systir mín sagði litla brosið. (R. Gröndal) Þessa vísu kenndi ég pabba þegar ég var fimm ára gömul. Hún varð okkar vísa í rúm 40 ár og hún var það síðasta sem ég hvíslaði í eyra hans áður en hann hélt í sólarátt. Pabbi var blíður maður enda leitaði barnið ég í hlýja nærveru hans. Bernskuár mín liðu við samfelldan undirleik Bítlanna og varla er til sú minning um pabba úr bernskunni þar sem ekki heyr- ist ómurinn af lögum þeirra í huga mér. Við gengum saman um gólfin heima og sungum með Bítl- unum, hann með kók og oftar en ekki Prins Póló í hönd. Hann kenndi mér að leika Bítlalög á píanóið. Honum fannst Paul best- ur. Mér fannst „Here Comes the Sun“ best. Evrópuferðin 1977 á nýja Benzinum og Bítlarnir hljómuðu undir, í Þýskalandi, í Sviss, á Ítalíu, í Danmörku. Alls staðar voru þeir með í för. Hann sagði mér ótal sögur úr bernsku sinni og elskaði hvers kyns orða- leiki. Ef við sátum og horfðum á sjónvarpið sat ég iðulega í fang- inu á honum, það þótti honum sjálfsagt. En einhverju sinni var hann óvenju þreyttur og bað mig að setjast annars staðar. Svar mitt við bóninni var einfalt: „Það er ekkert annað sæti laust!“ sem lýs- ir því hve sjálfsagt mér þótti að sitja í fangi pabba og hversu vel- komið það alltaf var. Það var því erfitt að missa hann af heimilinu við skilnað for- eldra minna og samverustundun- um fækkaði mikið. Síðar nutu umhyggju hans elstu barnabörn- in meðan heilsan leyfði. Þær voru ófáar stundirnar sem synir mínir elstu áttu með afa sínum niðri við Tjörn og í Kökuhúsinu um helgar í desember og maí ár hvert með- an ég var í háskólanum. Hann kenndi þeim líka að vera KR-ing- ar. Þá var gott að eiga hann að. Ég held að stóru strákarnir mínir kunni engu færri Bítlalög en ég. Heilsan brást honum allt of fljótt og tók af honum færni. Hann tókst á við vaxandi fötlun af einstöku æðruleysi og aldrei heyrðist á honum að honum þættu örlög sín á einhvern hátt ósanngjörn. Það var frekar hitt að hann kenndi sér um hvernig komið væri. Sífellt meira var af honum tekið og síðustu árin urðu honum sérlega erfið við vaxandi einangrun þegar færnin tapaðist hratt og jafnvel minnið fór að svíkja hann á stundum. „Little darling, it’s been a long, cold, lonely winter.“ Baráttan við sífellt erfiðari sjúkdóm sem ljóst var að myndi sigra hann að lokum var orðin löng. Hann stóð á meðan stætt var. Hann kvaddi okkur þegar sólin var hvað lægst á lofti og hvarf út í eilífðina meðan Bítlarn- ir sungu hann í svefn. Ég held hann hafi hugsað: „I’ll follow the sun“. Yrsa Löve. Pabbi minn. Þú kenndir mér hvað það er mikilvægt að vera til staðar fyrir börnin sín. Hvað það er mikil- vægt að taka þeim alltaf eins og þau eru, án skilyrða. Þú kenndir mér að börnin eru verðmæt vegna þess að þau eru þau sjálf, og að þau þurfa ekki að vera á til- tekinn hátt til að fá ást og við- urkenningu. Þú kenndir mér að hafa heil- brigða sjálfsvirðingu sem kemur ekki til af áliti annarra, stétt eða stöðu, hæfileikum eða verkum, heldur frá innsta kjarna. Þú kenndir mér hvað það er mikil- vægt að hvíla vel í sjálfum sér til þess að geta verið traustur og hlýr og fjölskyldu sinni náinn. Þú kenndir mér líka hvað það er mikilvægt að taka öllum þeim sem maður hittir á lífsleiðinni án þess að dæma. Þú kenndir mér að draga ekki fólk í dilka og þú kenndir mér hvernig umburðar- lyndi og virðing eru lykillinn að því að lifa hamingjusamlega í samfélagi við aðra. Og þú kenndir mér að maður á ekkert nema það sem maður get- ur gefið. Og hvernig það sem maður gefur af sér skilar sér til baka og gerir manni kleift að gefa enn meira. Og líka að peninga á að nota til þess að kaupa tíma með þeim sem maður elskar, því enginn elskar peninga. Loks kenndir þú mér að reyna það umfram allt í jarðlífinu að vera heill. Heill maður nýtur trausts og virðingar. Ekki með því að vera eins og hann heldur að aðrir vilji, heldur með því að vera hann sjálfur og setja sig ekki á stall. Heill maður þarf ekki fyr- irvara gagnvart lífinu og getur dáið sáttur. Takk fyrir að kenna mér þetta, pabbi minn. Guðmundur Löve. Elsku elsku pabbi minn. Það er sárt að sakna og horfast í augu við raunveruleikann. Takk fyrir að gefa mér bestu gjöf sem nokkur getur gefið, þú hafðir trú á mér. Það er þér að þakka að mér hefur gengið svona vel í náminu. Þú sem varst alltaf tilbúinn að gera hvað sem er og leggja allt annað til hliðar til þess að hjálpa mér. Þú hafðir ómælda þolinmæði og reiddist mér aldrei. Ef ég var í vafa með einhverja spurningu, sama hverju hún tengdist, gat ég alltaf treyst á það að spyrja þig, því þú vissir svarið við öllu. Þú varst mikill viskubrunnur og hvattir mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Við eigum óteljandi góðar minningar saman, milljón hlátursköst og fjölmargar kennslustundir. Þú hefur kennt mér svo ótal ótal margt, m.a. reyndir þú að kenna mér latínu þegar ég var sjö ára og man ég eftir einum frasa, þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem þú kenndir mér. Sunt pueri pueri, pueri puerilia tractant. Þú vaktir minn mikla áhuga á tónlist, kenndir mér að hlusta á Bítlana, þar sem þeir voru alltaf í uppáhaldi hjá þér, kenndir mér fyrstu gripin á gítar og hvattir mig áfram með píanóleikinn og sönginn. Þú studdir alltaf við bakið á mér, sama hvað, og varst alltaf tilbúinn að gera hvað sem er fyrir mig og alla í kringum mig sem þér þótti vænt um. Ég sakna þín sárt og hugsa til þín á hverjum degi. Þú varst, ert og munt alltaf vera fyrirmynd mín í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Áður var ég engillinn þinn, Nú ert þú minn. Þín dóttir, Anna Margrét Leósdóttir. Það var á skírdag árið 1948 sem Leó bróðir minn kom í heim- inn. Það ríkti því mikill fögnuður í stóra húsinu við Hraunteig 16 þar sem fjölskyldan bjó öll saman: Afi og amma, Áskell föðurbróðir, kona hans og tvær dætur og þrjú yngri systkini pabba og svo ég, pabbi og mamma. Og nú bættist lítill sólargeisli í hópinn. Hann var skírður Leó eftir föðurbróður okkar sem hafði dáið 17 ára gam- all og Eiríkur í höfuðið á móður- afa okkar. Um haustið fluttum við fjögur í Vesturbæinn, á Ásvalla- götu 6. Þá var alltaf gott veður, sól á sumrin og snjór á veturna, sandkassi og dúkkuhús í garðin- um og fullt af krökkum til að leika við sem eru enn vinir okkar. Það kom auðvitað í minn hlut að passa litla bróður og Ólöf vinkona mín átti tvær yngri systur svo við gát- um sinnt barnagæslunni saman og þvældumst með litlu krakkana út um allt. Þegar styttist í að Leó ætti að byrja í skóla varð hann áhyggju- fullur. Hann var ekki læs. Hann bað pabba að kenna sér að lesa í hvelli og það gerði pabbi. Og Leó kom læs í skólann. Í móðurfjöl- skyldu okkar var algjört kvenna- ríki og karlmenn sjaldgæfir. Þess vegna mættu læti sem fylgja drengjum litlum skilningi. Þegar Leó fæddist voru afkomendur afa og ömmu í Réttarholti á þriðja tug, þar af þrír strákar. Þeir tóku það til bragðs að útkljá sín deilu- mál með því að slást undir skrif- borðinu hans afa, steinþegjandi, til að fá að vera í friði með sinn ófrið. Við fluttum á Hjarðarhagann í „kennarablokkina“ sem kemur við sögu í „Djöflaeyjunni“, sögu Einars Kárasonar. Blokkin var í miðjum „Trípolíkamp“. Leó var átta ára þegar hér var komið sögu og eignaðist góða vini í barn- margri blokkinni, braggahverfinu og prófessorabústöðunum. Fljót- lega kom fram áhugi hans á „bix- nix“ eins og hann kallaði það. Hann fann lengjur af plaströrum og bjó til húlahringi sem hann seldi og hafði vel upp úr. Hann fékk vinnu hjá Árna í Árnabúð, keypti sér skellinöðru þegar hann fékk sumarvinnu í Árbæjarsafni og fór á milli, glaðbeittur og hjálmlaus. Leó stofnaði ungur fjölskyldu og vann hörðum hönd- um til þess að geta keypt íbúð. Hann var alltaf með eitthvað á prjónunum, sumt komst í fram- kvæmd, annað ekki eins og geng- ur. Leó bjó ásamt fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn árin 1977-1978 þar sem hann kynnti sér störf umboðsmanns danska þjóðþings- ins á vegum íslenska ríkisins. Faðir okkar þurfti að fara á ráð- stefnu í Kaupmannahöfn og dvaldi hjá litlu fjölskyldunni. Þá kom reiðarslagið, hann fékk hjartaáfall og lést í örmum Leós aðeins 59 ára að aldri. Þetta hafði djúpstæð áhrif á Leó. Nokkrum árum síðar greindist hann með MS sjúkdóminn, sem lék hann grátt og svipti hann líkamlegri og andlegri færni á besta aldri Mikill kærleikur hefur alla tíð ríkt á milli okkar systkinanna. Ég finn það svo vel núna hvað ég var rík á meðan ég átti hann. Anna Lísa, seinni kona Leós, á þakkir skilið fyrir umhyggju þá og hlýju sem hún sýndi honum allt til loka. Ég kveð bróður minn með söknuði og þakka honum sam- fylgdina. Börnum hans og barna- börnum votta ég dýpstu samúð. Sigrún. „Það eru ekki allir bornir inn á gullstól“ sagði Leó þegar nokkrir frændur okkar héldu á honum inn í kaffiboð á síðasta ári með Löve- fjölskyldunni í tilefni aldarafmæl- is Áskels Löve. Kannski ekki skrýtið fyrir mann sem var fædd- ur á boðunardegi Maríu og var þar að auki einn af fyrstu piltun- um í sannkallaðri kvennafjöl- skyldu með móður sína Rann- veigu í fararbroddi fimmtán systra og Sigrúnar stóru systur sinnar. Það var samt önnur ástæða fyrir gullstólnum í þetta sinn, en þannig gat Leó slegið á létta strengi þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm, sem hafði m.a. í för með sér að hann gat ekki lengur geng- ið einn og óstuddur og notaði því hjólastól til að komast ferða sinna. Hann lét fötlun sína ekki koma í veg fyrir að vera viðstadd- ur athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þennan sama dag þar sem dag- bækur Áskels voru gefnar safn- inu og í framhaldinu að hitta okk- ur nokkur úr fjölskyldunni á Hraunteignum; í húsinu sem svo margir í Löve-fjölskyldunni hafa búið í gegnum tíðina. Það er það- an sem ég á flestar minningar um Leó, þegar fjölskyldan hittist í kringum jól og afmæli; sérstak- lega Þóru ömmu okkar á meðan hún lifði. Í einu þessara jólaboða man ég eftir að Leó kom með myndatökuvél sem var með rosa- lega sterkt ljós og tók upp þegar við gengum í kringum jólatréð. Leó tók myndir af fleiri viðburð- um, sem enn eru til og ómetanlegt og gaman að skoða þökk sé Leó og útsjónarsemi annarra frænda og nútímatækni sem netið býður upp á. Sama er hægt að segja um bókina sem Leó skráði um ævi Rannveigar móður sinnar, en þar sýndi hann svo sannarlega rithöf- undarhæfileika sína ásamt nokkr- um glæpasögum sem hann samdi. Margar aðrar minningar um Leó fara um hugann nú þegar hann hefur kvatt; ég man þegar hann hafði kynnst Eygló og þegar tvö eldri börnin fæddust; Guð- mundur og Yrsa. Ég man líka þegar þau eignuðust yngsta son- inn, Áskel, en þá voru þau í Dan- mörku. Það var þaðan sem okkur bárust hinar sorglegu fréttir að Guðmundur pabbi Leós hefði orð- ið bráðkvaddur og dáið í fanginu á Leó. Ég hef oft hugsað hvað það hlýtur að hafa verið hræðileg stund, en samt á einhvern hátt dýrmæt fyrst Guðmundi var ekki ætluð lengri jarðarvist en raun bar vitni að Leó var þar til staðar fyrir hann. Ég man líka vel eftir gleðistundum eins og þegar Leó gaf Denna bróður og Goggu sam- an á bæjarskrifstofum Kópavogs, fimmtugsafmæli Leós þar sem Sigrún systir hans flutti honum fallega og skemmtilega ræðu og þar sást að Leó þótti afar vænt um frændfólkið sitt og átti svo sannarlega nóg af því bæði föður- og móðurmegin. Leó eignaðist eina dóttur í viðbót með Önnu Lísu, sem hann bjó með áður en hann, veikindanna vegna, flutti á hjúkrunarheimilið Ísafold þar sem hann lést á afmælisdegi Þóru ömmu okkar – að hann hafi bara farið beint í afmælisveislu til hennar, eins og Yrsa orðaði það svo skemmtilega þegar ég hafði samband við hana um daginn. Með þeirri hugsun kveð ég frænda minn og votta börnum hans og þeirra fjölskyldum, Sig- rúnu og hennar fjölskyldu ásamt Önnu Lísu innilega samúð mína. Vigdís Löve Jónsdóttir. Það var um haustið 1955 sem ég hóf nám í sjö ára bekk í Mela- skólanum. Meðal bekkjarbræðra minna var strákur sem var ófeim- inn og vingjarnlegur og urðum við strax góðir vinir. Það voru mín fyrstu kynni af Leó og eftir að ég flutti á Hjarðarhagann tveir ár- um síðar tengdumst við enn frek- ar og urðum heimagangar hvor hjá öðrum. Á hverjum morgni var dyrabjöllunni hringt og Leó var mættur til að verða samferða í skólann og veitti ekki af að ýta að- eins við mér, sem alltaf var á síð- ustu stundu. Árin sem við voru saman í bekk urðu 13 talsins í barna-, gagnfræða- og mennta- skóla. Þegar ég, eftir smá hlið- arspor til Akureyrar í nám einn vetur, kom aftur var Leó sá fyrsti sem bauð mig velkominn í MR, þaðan sem við útskrifuðumst árið 1968. Skapgerðareinkenni Leós voru jákvæðni, athafnasemi og áræðni. Þegar á barnaskólaárunum var hann duglegur við að afla sér vasapeninga, t.d. þegar við bárum út Moggann einn vetur, þegar hann tók að sér starf aðstoðar- manns í Árnabúð og við flösku- söfnun svo fátt eitt sé nefnt. Hann var öflugur liðsmaður í Rimmu- gýgi, sem var fótboltafélag okkar strákanna á Hjarðarhaganum og Prófessorabústöðunum. Eitt sinn var hann ákveðinn í því að vilja stofna hljómsveit og settumst við niður í stofunni heima hjá honum til þess að hefja æfingar en fljót- lega kom í ljós að kunnáttu og tækjabúnað vantaði til að gera það að veruleika. Á fullorðinsárum komu skap- gerðareiginleikar Leós honum til góða í starfi sem lögmaður og við- skiptafrömuður. Hann eignaðist og rak Ísafoldarprentsmiðju og Kökuhúsið, sem gerði út bakarí á nokkrum stöðum í Reykjavík. Ég minnist þess þegar bókin „Við í Vesturbænum“ var kynnt í Köku- húsinu við Austuröell en Leó ann- aðist útgáfu á bókinni en höfund- ur var óþekktur! Þar mættum við allir félagarnir úr Vesturbænum sem tengdumst atburðarás bók- arinnar, m.a. Vilmundur Gylfason sem þá var nýbúinn að stofna Bandalag jafnaðarmanna. Þeir sem þar komu við sögu eru marg- ir fallnir frá og mun fleiri en töl- fræðin segir til um. Leó ólst upp í Kennarablokk- inni hjá foreldrum sínum Guð- mundi og Rannveigu. Þar var öll- um tekið af miklum hlýhug og ég á margar góðar minningar frá þeim tíma. Oft hittist allur vina- hópurinn þar og aldrei var kvart- að yfir ónæði þótt hópur ungra drengja hafi ekki verið mjög hljóðlátur. Ég minnist Leós fyrir vináttu og hlýhug alla tíð og votta fjöl- skyldu hans innilega samúð. Egill Einarsson. Leó Eiríkur Löve  Fleiri minningargreinar um Leó Eirík Löve bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Smáauglýsingar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.