Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúi íbúa við Furugerði í Reykja- vík segir fyrirhuguð fjölbýlishús á lóð- inni Furugerði 23 munu rýra lífsgæði íbúa í nálægum húsum. Samkvæmt til- lögum Arkís arkitekta, sem Morgun- blaðið hefur undir höndum, er gert ráð fyrir 35-37 íbúðum í fjórum fjölbýlis- húsum. Á A-hlutanum verða 18-20 íbúðir en 17 íbúðir á B-hlutanum. Teiknaður hefur verið bílakjallari und- ir húsunum. Á svæðinu var um árabil, frá 1944 til 2002, starfrækt gróðrar- stöðin Grænahlíð. Mikil breyting á skipulaginu Hallveig Andrésdóttir, íbúi í Furu- gerði, segir áformin hafa komið íbúum hverfisins í opna skjöldu. Þeim þyki langt gengið með tillögu lóðarhafa um uppbyggingu, sem borgin hafi að vísu gert athugasemdir við. Skipulags- fulltrúi telji meðal annars gert ráð fyrir of mörgum íbúðum. „Við vitum ekki hver endanleg niðurstaða verður. Miðað við þær hugmyndir sem við höf- um séð er þetta mikil breyting á nú- verandi deiliskipulagi. Þar var gert ráð fyrir 4-6 íbúðum en í tillögunum er gert ráð fyrir um 35 íbúðum. Íbúarnir hafa almennt miklar áhyggjur vegna málsins. Það er mikill kurr meðal íbúa. Þetta er mjög nærri okkar húsum og kemur til með að varpa skugga og taka af okkur mikið útsýni,“ segir Hallveig. Hún segir uppbygginguna munu auka skort á bílastæðum. „Gatan er nú þegar þröng. Það er lagt alls staðar meðfram öllum húsum. Það getur ver- ið erfitt að finna stæði á kvöldin.“ Tvær leiðir í kjallarana Hallveig vísar hér til Furugerðis. Einbýlishús eru vestan megin göt- unnar en fjölbýlishús austan megin. Fyrirhuguð hús yrðu syðst í götunni. Teikningar benda til að ekið yrði inn í bílakjallara frá Furugerði í vestri og Espigerði í austri. Þá kemur fram í til- lögum arkitekta að hugmyndir séu um hús úr krosslímdum einingum. Það tryggi skamman byggingartíma og minna rask. Þá séu þær umhverfis- vænar. Hallveig segir ekkert samráð hafa verið haft við íbúana. Þeir hafi fyrst lesið um áformin í Morgunblaðinu laugardaginn 9. desember. Fyrirhuguð fjölbýlishús í Furugerði 23 Þrívíddarmynd: Arkís arkitektar. Kort: Loftmyndir ehf. Fu ru ge rð i Fu rug erð i G re ns ás ve gu r Grensásvegur Bústaðavegur Bústaðavegur Es pi ge rð i 23 Ekkert samráð haft við íbúa  Íbúar í Furugerði í Reykjavík mótmæla fyrirhuguðum fjölbýlishúsum í götunni  Fjölbýlishúsin muni auka skort á bílastæðum og varpa skugga á nálæga byggð Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur segir það mikla magn fjár og fíkniefna sem lögreglan á Íslandi lagði hald á við handtöku á þremur Pólverjum sem grunaðir eru um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti sýna hversu stór fíkniefnamarkaðurinn er orðinn hér á landi. „Þetta gefur til kynna að neysl- an sé orðin mjög mikil hér á landi. Þessi efni virðast eiga sér fótfestu hérna og það virðist vera talsverð eftirspurn eftir þeim – kannski meiri en maður gerði sér grein fyrir áður,“ segir Helgi í samtali við Morgunblaðið. Ekki bara jaðarhópar í neyslu Hann bendir á að málið sýni að ekki sé lengur einungis um ein- hvers konar jaðarhópa að ræða heldur gefi magnið til kynna að efnin séu einnig notuð af hinum „venjulega borgara“. „Neyslan er umfangsmikil, ekki eingöngu meðal þessara jaðarhópa heldur er hún einnig að ná inn í raðir hins venjulega borgara. Neysla fíkniefna er því orðin hluti af vímuefnaflórunni í skemmtana- lífi fólks hér á landi,“ segir hann. Helgi hefur um árabil stundað rannsóknir á fíkniefnaneyslu Ís- lendinga í störfum sínum við fé- lagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands og segir hann málið koma heim og saman við rannsóknir sín- ar þar. „Ég hef séð á síðustu ár- um, sérstaklega frá árinu 2013, talsverða aukningu í neyslu á kannabis. Þetta passar vel við það. Við sjáum að um helmingur ungra Íslendinga, yngri en 30 ára, hefur prófað kannabis. Þá hefur þeim sem hafa neytt efnisins á síðustu mánuðum líka fjölgað mikið. Það kemur heim og saman við að fíkni- efni eru orðin stærri hluti af skemmtanaflórunni og í meira mæli en maður gerði sér grein fyr- ir,“ segir hann. Fjármagnið sýnir framboðið Lögreglan lagði hald á fjármuni allt að 200 milljónum króna í tengslum við málið, en um er að ræða hlutafé í minnst tveimur fé- lögum, allt að fjórar fasteignir, fimm bíla, innistæður á banka- reikningum og reiðufé. Lögreglu grunar að allar þessar eignir séu fengnar með illa fengnu fé. „Við þurfum að staldra aðeins við og hugsa hvernig við ætlum að bregðast við þessu og þá aðallega þessari miklu eftirspurn. Þarna sjáum við framboðshliðina. Við sjáum miklar eignir og fé á bak við þetta og mikið magn af efnum til að framleiða fíkniefni, en þá verð- ur maður að hugsa um neytend- urna. Hvað er þarna að baki, hvers vegna er verið að leita í þetta og hvaða hópar eru þetta helst?“ Breytt viðhorf til fíkniefna Helgi segir málið einnig sýna breytt viðhorf Íslendinga til fíkni- efna á síðustu árum. Það sást helst í viðbrögðum við fréttum af að- gerðum lögreglu. „Ég er alveg sannfærður um að ef þessi blaða- mannafundur hefði verið haldinn fyrir 10 til 20 árum hefði hann vakið mun harðari viðbrögð. Það hefði meiri skelfing gripið um sig hjá þjóðinni, en við sjáum það ekki gerast núna. Maður hefur á tilfinn- ingunni að þetta sé bara hluti af okkar samfélagi,“ segir hann og bendir á að Íslendingar hafi staðið í þeirri trú fyrir um 20 árum að þeir gætu komið í veg fyrir að fíkniefni næðu hér fótfestu. „Nú eru menn að einhverju leyti farnir að skilja það að fíkniefni eru bara komin til að vera – hér eins og alls staðar annars staðar. Þá verðum við að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að bregðast við ástandinu.“ Helgi bendir einnig á að nýleg aðgerð lögreglu muni á næstu dög- um leiða nokkuð vel í ljós stærð markaðarins og að áhugavert verði að fylgjast með því hvernig götu- verð fíkniefna kann að breytast. „Það verður áhugavert í fram- haldinu að fylgjast með hvort þetta hefur áhrif á markaðinn eða hvort þetta verður eins og svo oft áður, þ.e. að áhrifin verða engin,“ segir Helgi og nefnir í því sam- hengi önnur stór mál á borð við skútumálið. „Það sá ekki högg á vatni eftir það mál. Kannski mun það sama endurtaka sig núna og þetta mál mun engin áhrif hafa á markaðinn,“ segir Helgi að lokum. Upphæðirnar gefa sýn í undirheimana  Hagnaðurinn af sölu fíkniefnanna sýnir mikla eftirspurn Morgunblaðið/Eggert Euromarket Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hlutafé í Market ehf., sem rekur Euromarket, meðal þeirra fjármuna sem lagt var hald á. Hald lagt á hagnaðinn » Lögreglan lagði hald á eignir fyrir hátt í 200 milljónir kr. » Þar á meðal hlutafé í fyrir- tækjum, fasteignir, bankainni- stæður, lausafé og ökutæki. » Lögreglan lagði einnig hald á efni til framleiðslu fíkniefna að götuvirði allt að 400 millj- ónir króna. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Landsbankinn hefur fjölgað sér- hæfðu starfsfólki sem annast eftirlit, reglulegar tilkynningar til peninga- þvættisskrifstofu og samskipti við lögreglu auk þess sem fjárfest hefur verið í tölvukerfum til að gera eftirlit og áhættumat bankans skilvirkara. Þessar fjárfestingar bankans í innvið- um draga úr hættu á fjársvikum og því að bankinn sé misnotaður til pen- ingaþvættis. Tilraunum til að hafa fé af viðskiptavinum bankans með svik- samlegum hætti hefur fjölgað umtals- vert á síðustu árum. Þetta kemur fram í skriflegu svari bankans við fyrirspurn Morgunblaðs- ins um aðgerðir til að hindra peninga- þvætti í íslenskum bönkum og fjár- málastofnunum, í kjölfar upplýsinga lögreglunnar sl. mánudag um stór- fellt peningaþvætti pólskra manna hér á landi að undanförnu. „Fjármálafyrirtækjum er skylt að setja sér innri reglur og hafa innra eftirlit sem miðar að því að draga úr hættu á því að starfsemi þeirra sé not- uð til peningaþvættis og fjármögnun- ar hryðjuverka. Landsbankinn legg- ur sig fram og hefur sett sér þá stefnu að vera til fyrirmyndar um að hafa öflugar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, m.a. með könnun á áreiðanleika viðskiptavina, eftirliti og reglulegri fræðslu til starfsmanna,“ segir ennfremur í svari bankans. Fram kemur að Landsbankinn hef- ur innleitt rafrænt eftirlitskerfi sem greinir óeðlilegar færslur og kannar hvort viðskipti tengjast aðilum á vá- listum. Þá kveðst Landsbankinn vera að ljúka við innleiðingu á rafrænu áhættumati á viðskiptasamböndum sem muni efla varnir bankans enn frekar en með vaxandi alþjóðlegum viðskiptum og frelsi í fjármagnsflæði milli ríkja hafi peningaþvætti orðið alþjóðlegt vandamál og talið ein af undirstöðum alþjóðlegrar glæpa- starfsemi, s.s. fíkniefnaverslunar, hryðjuverka, vopnasölu, mansals o.fl. Arion banki segir m.a. í sínu svari að allur grunur um peningaþvætti sé tilkynntur til yfirvalda. Peninga- þvætti sé vaxandi vandamál um heim allan og Ísland sé þar ekki undanskil- ið. Bönkum beri skylda til að vera á varðbergi og Arion banki taki þær skyldur sínar mjög alvarlega, enda sé það sérstakt áherslumál í stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð. Fjölga sér- hæfðu fólki  Bankar verjast auknu peningaþvætti Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra hyggst setja reglur sem mæta aðstæðum þegar ráðherra leggur fyrir Alþingi aðrar tillögur um skipan dómara en þær sem hæfisnefnd hefur. Með þessu er brugðist við niðurstöðu Hæstaréttar sem í gær féllst á miskabótakröfur Ástráðs Haraldssonar og Jóhann- esar Rúnars Jóhannssonar hæsta- réttarlögmanna. Hvor þeirra fær 700 þús. kr. í bætur en þeir voru meðal fjögurra umsækjenda um dómaraembætti sem ráðherra tók út og setti aðra fjóra inn í þeirra stað, enda þótt hæfisnefnd veldi þá úr hópi 15 umsækjenda. Í dómi segir að áður hafi ráðherra átt að sjá til þess að allt væri á hreinu varðandi hæfni umsækjenda um dómaraembætti. Nú væri sú skylda að verulegu leyti falin dómnefnd. Þegar ráðherra víki frá niðurstöðu verði hann hins vegar sjálfur að kanna hæfni umsækjenda, sem á hafi skort í þessu máli. Reglur mæti vilja ráðherra  Fengu miskabætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.