Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 ✝ Friðgeir Guð-bjartsson fædd- ist á Landspítal- anum í Reykjavík 23. september 1987. Hann lést á heimili sínu að Jörfabakka 6 í Reykjavík 9. desember 2017. Móðir hans er Jónína Maggý Snorradóttir, f. 4.6. 1949, gift Henning Leon Guðmundssyni, f. 5.3. 1948. Faðir hans er Guðbjartur Bjarnason, f. 13.8. 1947, giftur Sharon Fudge, f. 15.8. 1966. Friðgeir var yngstur fjögurra systkina sem eru: 1) Þórhildur burabróðir Friðgeirs er 3) Mar- geir Guðbjartsson, f. 23.9. 1987, maki Dagbjört Helga Daníels- dóttir og eiga þau soninn Anton Mána. Stjúpbræður Friðgeirs eru Guðmundur Henningsson, f. 1.5. 1979, Ásgeir Henningsson, f. 28.7. 1975, og Jordan Fudge, f. 16.1. 1991. Friðgeir var uppalinn í Hafnarfirði og stundaði nám við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Fluttist hann þaðan í Mosfellsbæ og kláraði grunnskólagöngu sína í Varmárskóla þar. Tvíburabræðurnir festu kaup að sinni fyrstu eign að Jörfa- bakka 6 í Reykjavík árið 2005. Friðgeir hóf störf hjá Móum, sem síðar varð Matfugl, strax á grunnskólaaldri og starfaði þar alla sína starfsævi. Útför Friðgeirs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 20. desember 2017, klukkan 13. Ásgeirsdóttir, f. 7.3. 1969, gift Kristjáni Birgissyni. Börn hennar eru a) Mar- grét Hlíf Óskars- dóttir, gift Fannari Frey Sveinssyni og eiga þau soninn Ótt- ar Má. b) Stefán Örn Óskarsson, maki Sigurveig Mjöll Tómasdóttir. 2) Bjarni Hálfdán Guðbjartsson, f. 19.12. 1974, gift- ur Sólrúnu Lindu Skaptadóttur. Börn þeirra eru Guðbjartur Bjarnason, Dagný Ósk Bjarna- dóttir, Daníel Skapti Bjarnason og Katrín Rós Bjarnadóttir. Tví- Elsku bróðir minn. Við vitum ekki hvernig maður á að byrja á svona bréfi en viljum fá að minn- ast þín með hlátur í huga því alltaf var hægt að gantast með þér og alltaf var stutt í hláturinn og púk- ann í þér. Alltaf kemur upp í huga okkar árið 1993 þegar fyrsta Ju- rassic Park kom út og sátum við fyrir framan sjónvarpið í peninga- húsinu þegar þessi magnaða aug- lýsing kom á um þessa rosalegu mynd. Horfðu tvíbbarnir tveir dolfallnir á auglýsinguna til enda og þegar hún var búin stóð Frið- geir upp úr sófanum og sagði „vá hvað mig langar að sjá þessa djöf- ulsins Park mynd“ og allir sprungu úr hlátri í næsta ná- grenni við hann. Ekki svo mörgum árum eftir þetta voru við öll stödd í peninga- húsinu, hvort það hafi ekki bara verið á laugardegi. Við ætluðum að gera eitthvað gott úr kvöldinu, fara út í búð og kaupa nammi og eitthvað gott, en tvíbbunum var sagt að þeir yrðu að laga til í her- berginu fyrst. Skutust þeir upp og heyrðust alls konar óhljóð og læti við að laga til í herberginu. Eftir stutta stund heyrðist í Margeiri að reka á eftir Friðgeiri og segja hvort hann ætli ekki að fá neitt nammi. „Jú,“ heyrðist í Friðgeiri, „Haltu þá áfram,“ sagði Margeir. Svo leið smá tími og heyrði ég að annar þeirra var farinn að há- skæla og þá fór ég upp til að at- huga hvað væri í gangi. Þegar komið var upp var Margeir kóf- sveittur við að taka til og var að hvæsa einhverjum orðum að Frið- geiri en hann sat bara á rúminu sínu og skældi hástöfum. Þegar ég var kominn upp og sagði við hann „ætlarðu ekki að laga til?“ sagði Friðgeir „það er ekki hægt“. „Nú, af hverju ekki?“ spurði ég. „Það er allt of mikið drasl hérna, það er bara ekki hægt.“ Þessar tvær sögur koma bara upp núna en margar eru til. Við fjölskyldan erum afar þakklát að hafa haft saman ynd- islegan tíma í sumarfríinu. þín verður sárt saknað. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíl í friði, elsku Friðgeir. Þín systkini, Bjarni og Þórhildur. Elsku Friðgeir minn, ég trúi því ekki að ég sitji hérna og skrifi minningargrein um þig. Þú og Margeir komuð inn í líf mitt í 9. bekk og frá degi eitt vorum við þrír óaðskiljanlegir, ekkert gat slitið okkur í sundur og við gerð- um allt saman. Þú varst besti vin- ur minn, ég gat alltaf talað við þig þegar ég þurfti einhvern til að tala við. Þú varst svo ótrúlega hlýr og góður vinur. Ég á óteljandi minningar með þér og ég gæti skrifað endalaust um þig. Ein af þeim minningum sem hefur verið ljóslifandi síðustu daga er þegar við vorum 14 eða 15 ára. Það var laugardagur og okk- ur langaði í nammi. Það var al- gjört úrhelli en í sjoppuna ætluð- um við sama hvað, svo við klæddum okkur aðeins betur en venjulega og æddum af stað. Á leiðinni vorum við að spjalla sam- an og ræða hvar við værum orðnir blautir í gegnum regnfötin. Við ímynduðum okkur að regnið væri að ráðast gegn regnfötunum og að við værum í hálfgerðu stríði við rigninguna. En í sjoppuna komust við og fengum sem betur fer far heim aftur. Elsku Friðgeir, mikið vildi ég óska að við gætum búið til fleiri minningar saman en þær minn- ingar sem ég á mun ég geyma eins og gull. Við búum til fleiri þegar minn tími kemur. Hvíl í friði, elsku vinur, og takk fyrir allt. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Þinn vinur Viðar Örn. Elsku Friðgeir okkar, við eig- um erfitt með að trúa því að þú sért farinn. Þín verður sárt sakn- að, þú áttir allt lífið fram undan. Þú varst einstakur karakter, varst alltaf reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd. Alltaf hress og kátur, fyrstur á dansgólfið með þín ógleymanlegu dansspor. Við eigum óteljandi minningar saman sem munu lifa með okkur um ókomna tíð. Allar okkar veiðiferðir, krabbasafnið, utanlandsferðir, vatnskeppnin í Bæjarvideo, ára- mót og öll prakkarastrikin sem við gerðum af okkur. Jólin okkar munu verða skrítin í ár þar sem við höfum alltaf hist á aðfangadagskvöld og átt góðar stundir saman og spilað fram á rauða nótt. Takk fyrir einstaka vináttu. Söknum þín sárt, við munum varðveita og halda minningu þinni á lofti um ókomna tíð, elsku vinur. Margrét Hlíf og Fannar Freyr, Stefán Örn og Veiga Mjöll. Friðgeir Guðbjartsson ✝ Karl Pálssonfæddist í Vest- mannaeyjum 2. júní 1961. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 9. des- ember 2017. Foreldrar hans voru Bára Sigurð- ardóttir, f. 16.12. 1925, og Páll Ólaf- ur Gíslason, f. 3.3. 1922. Karl var fjórði í röð fimm systkina: þau eru Auðbjörg, f. 20.1. 1949, Gísli, f. 22.12. 1949, Sigurður Þór, f. 3.3. 1953, d. 23.5. 1971, og Lilja, f. 2.9. 1962. Hinn 27.7. 1991 kvæntist Karl Mette Baatrup, f. 10.6. 1988, í Danmörku. Þau slitu samvistir Árbæjarskóla og Mennta- skólanum við Sund. Hann stundaði síðan nám í Tækni- skóla Íslands og Verkfræðihá- skólanum í Óðinsvéum þar sem hann útskrifaðist sem raf- magnstæknifræðingur árið 1987. Karl starfaði m.a. hjá Nor- rænu eldfjallamiðstöðinni, Dan- foss, Tern og síðast hjá Isavia, sem verkefnastjóri á flugleið- sögusviði við þróun og rann- sóknir. Karl var mikill áhugamaður um mannréttindamál, náttúru- vernd og skógrækt. Hann rækt- aði af mikilli natni skika sem hann leigði við Hafravatn og landið í kringum sumarhús sem hann reisti sér í Heklubyggð á Suðurlandi. Karl verður jarðsunginn í Fossvogskirkju í dag, 20. desember 2017, klukkan 13. árið 2002. Dætur þeirra eru: 1) Berglind, f. 20.3. 1990, í sambúð með Nicholas Barker, f. 25.4. 1988 í Bristol á Englandi. 2) Íris, f. 5.11. 1993. 3) Katrín Bára Baat- rup, f. 10.6. 1998, báðar búsettar í Sönderborg í Dan- mörku. Karl flutt- ist aftur til Íslands árið 2005. Sambýliskona Karls var Ólöf Elín Lind Sigurðardóttir, f. 29.4. 1964. Sonur hennar er Er- lendur Halldór Durante. Karl ólst upp í Vestmanna- eyjum og Reykjavík. Skóla- ganga hans var í Hlíðaskóla, Árið 1987 var gerð mynd byggð á smásögunni Maður skógarins (L’homme qui planta- it des arbres, eða maðurinn sem plantaði trjám) eftir franska rit- höfundinn Jean Giono. Þegar ég var barn horfði ég á þessa yndislegu stuttmynd með pabba mínum. Sögumaður er ungur maður sem gengur um hrjóstrugt land Frönsku Alpanna þar sem ein- göngu mátti sjá lofnarblóm á víð og dreif. Þau hurfu svo smátt og smátt inn í endalausa breiðu af þrautpíndu ófrjósömu landi. Í leit sinni að vatni geng- ur hann fram á yfirgefið, nið- urnítt þorp en brunnurinn þar er uppþornaður. Í þessum hluta Alpanna bjuggu kolanámumenn með fjöl- skyldur sínar. Þeir voru þjáðir og vansælir af erfiðisvinnu, köldum vetrum, heitum sumrum og stöðugum barningi vindsins. Fólkið sem bjó þarna varð hat- ursfullt, reitt og biturt og marg- ir fóru á geði eða fyrirfóru sér. Ungi maðurinn heldur áfram leit sinni í hrjóstrugri auðninni þar til að hann á endanum hittir fjárhirði, Elzéard Bouffier, að nafni. Elzéard safnaði fræhnet- um af eikartrjám sem hann flokkaði, lagði í bleyti og hafði með sér við fjárhirðastörfin. Hann notaði göngustafinn sinn, málmstöng, til að búa til holur í jörðina þar sem hann sáði fræj- unum varlega. Ungi maðurinn heimsótti fjárhirðinn reglulega árum saman og lýsir umhyggju- semi Elzéard Bouffier fyrir jörðinni. Elzéard kannar trén, býr til býflugnabú og sáðreiti til að ala upp trjáplöntur af fræi. Í síð- ustu ferð sögumannsins til Alp- anna er hann kominn til ára sinna. Hann lýsir því hvernig þorpið sem hann fann forðum daga autt og yfirgefið er nú fullt af endurgerðum húsum og ný- plöntuðum lindarviði. Þar getur að líta grænmetisrækt og blómabreiður í görðum. Hann lýsir því hvernig vatns- niðurinn hljómar og vatnið flæðir í brunninum sem var uppþornaður í fyrndinni. Í fjar- lægð eins langt og auga hans eygði sá hann fjöllin þakin eik- um, birki og beykitrjám. Ár streymdu um og dýralífið var í miklum blóma. Elzéard Bouffer hafði einn og í kyrrþey plantað fræjum áratugum saman og þannig endurheimt náttúrulegt flæði auðnarinnar sem nú færði heilbrigðum þorpsbúunum ham- ingju og lífsgleði. Á margan hátt held ég að lífi pabba míns, Karls, megi líkja við líf fjárhirðisins Elzéard. Pabbi gróðursetti hundruð trjá- plantna í þeim tilgangi að byggja upp heilnæmari náttúru, sem mun færa hamingju og gleði til komandi kynslóða. Á svipaðan hátt ræktaði hann, af sömu natni og alúð, skóg af hugmyndum og gildum. Skóg sem skilur eftir sig frjó- samari og elskulegri heim fyrir fjölskyldu hans og vini. Berglind. Nú er heimakletturinn í lífi okkar systkinanna horfinn af sjónarsviðinu eftir erfiða bar- áttu við krabbamein. Dalli bróð- ir vissi fullvel þegar baráttan hófst að það var á brattann að sækja. Þótt áföllin brystu á hvert af öðru tók hann því sem að höndum bar af ótrúlegu æðruleysi, sterkur og einbeittur þar til hann varð að játa sig sigraðan. Nú, eins og ævinlega, neitaði hann að láta óttann ráða för. Það er sárt að horfa á eftir Dalla; hvílíkt skarð sem hann skilur eftir sig meðal okkar og fjölskyldna okkar! Engu að síð- ur verður hann áfram hluti af okkur. Við höfum margs að minnast, ærslafullrar bernsku, frumlegra uppátækja og ánægjulegrar nærveru. Hann var ævinlega í kallfæri, reiðubú- inn að taka þátt í lífi okkar og aðstoða okkur við verkefni sem við réðum ekki við, og þau voru mörg. Dalli var traustur félagi, samviskusamur, greiðvikinn, fjölhæfur og skapandi. Hann hafði sterka réttlætiskennd, ein- lægur dýravinur, lét umhverf- ismál mjög til sín taka og stund- aði trjárækt af kappi. Hann kom upp litlum skógi við Hafra- vatn og einnig Heklubyggð, af stakri natni og þolinmæði. Trjá- rækt lék í höndum hans eins og margt annað. Þau eru ófá kol- efnissporin sem hann á inni nú þegar hann hverfur úr þessari jarðvist. Dalli var áhugasamur um ótrúlega margt. Hann sökkti sér ofan í viðfangsefnin og undirbjó þau vel. Þetta hefur komið sér vel bæði í leik og starfi. Á bernskuárunum réðst hann í ögrandi verkefni sem við systk- inin létum okkur ekki detta í hug. Kornungur eignaðist hann gamlan jeppa, sem hann sýndi mikla alúð, og sömuleiðis árabát sem þeir feðgar höfðu unun af við veiðar á Gíslholtsvatni. Þetta var aðeins forsmekkur þess sem síðar kom. Síðustu ár- in nutum við systkinin göngu- ferða með Dalla og sambýlis- konu hans, Lóu, inn á hálendi Íslands. Þar var Dalli á heima- velli. Dalli gerði sér grein fyrir að sá eldmóður sem oft fylgdi frí- stundaverkefnum hans var óvenju mikill, stundum jafnvel skoplegur og úr hófi fram. Bjálkahúsið sem hann reisti á söndum Heklubyggðar, þar sem hann virtist bæði hreppstjóri og oddviti, nefndi hann „Loftkast- alann“. Síðasta áhugamál hans var býflugnarækt. Hann hafði lesið sér til um flugurnar, kynnt sér reynslu annarra flugna- bænda hér á landi og útbúið fullkomna aðstöðu fyrir nýja ný- lendu við sumarhús sitt sem myndi gefa af sér hunang og frjóvga blóm á svæðinu. Býflug- urnar voru rétt ókomnar í fjöl- býlishúsið sitt þegar heimurinn hrundi skyndilega, eins og í skáldsögu eftir Kafka. Nú hefur Dalli bróðir fengið lausn frá banvænum sjúkdómi sem mannkyninu hefur ekki enn tekist að ráða bót á. Megi hann hvíla í friði. Við og fjölskyldur okkar þökkum Dalla innilega fyrir af- ar ánægjulega samfylgd sem var allt of stutt; þar bar aldrei skugga á. Um leið færum við Lóu hjartans þakkir fyrir að annast hann síðustu mánuðina sem hann lifði, með einstakri hlýju og nærgætni. Við vottum henni og dætrum Dalla – Berg- lindi, Írisi og Katrínu Báru – innilega samúð. Auðbjörg, Gísli og Lilja. Elsku frændi, okkur syst- kinin langar að fá að kveðja þig á okkar hátt með þessum fátæk- legu skrifum. Þú varst alla tíð mjög ljúfur maður, hægur og hafðir ekki hátt um hlutina, skarpur námsmaður og alls staðar vel liðinn. Náttúruun- andi, fastur fyrir og hafðir ákveðnar skoðanir, en þú varst ekkert að flíka skoðunum þínum eða hafa hátt um þær. Þú varst ungur þegar þú fórst frá Vest- mannaeyjum en samband við ykkur systkinin hefur alltaf ver- ið mikið enda skyldleiki mikill, systkinabörn, og oft gistum við á hjá foreldrum þínum þegar við komum til Reykjavíkur. Þú lærðir rafmagnstæknifræði í Danmörku og starfaðir þar í mörg ár þar til þú fluttist til Ís- lands aftur og hófst störf hjá Isavia sem verkefnisstjóri í þró- unar- og rannsóknardeild. Lífið hefur alls ekki alltaf verið auðvelt hjá þér, þú misstir Sigurð bróður þinn kornungan úr sama sjúkdómi og þú hefur verið að berjast við, en það var líka gleði og léttleiki á heimilinu hjá foreldrum þínum, Palla og Báru, og mikið hlegið og oft hafði pabbi þinn orð á því hvað jólakakan hennar Báru hans væri góð. Þú hafðir glettilega gaman af þessu. Það var líka gaman í skötuveislunni hjá þér í Sønderborg hér fyrir allmörg- um árum. Við hittum þig og Gísla bróð- ur þinn í Vestmannaeyjum síð- ast eða núna í haust, þú varst ekki margmáll enda orðinn fár- veikur, en mikið þótti okkur vænt um þessa heimsókn, síðan þá höfum við verið í símasam- bandi þar til að veikindi þín voru orðin svo mikil og erfitt að tala, síðan þá höfum við fengið fréttir af þér í gegnum Gísla bróður þinn. Þú veist það, Dalli, að við báðum mikið fyrir þér og við vitum líka að þér þótti vænt um það, einnig vitum við að þú varst aldrei einn, það var ein- hver sem hélt í höndina á þér sem gaf þér styrk og alla þessa yfirvegun. En nú eru allir þessir erfileikar sem þú hefur verið að berjast við af svo miklu æðru- leysi búnir og við trúum því að sá sem öllu ræður og stjórnar hefur tekið vel á móti þér. Við systkinin eigum eftir að sakna þín, Dalli, en minningin um góðan og heiðarlegan mann mun lifa í hjörtum okkar. Við biðjum algóðan Guð að styrkja Ólöfu Elínu, dætur þínar og systkini í sorg sinni og vitum að nú hefur þú hitt foreldra, Sig- urð og önnur skyldmenni í dýrð drottins. Með votum augum kveðjum við þig, elsku Dalli frændi, og við eigum eftir að sakna þín mikið, en við eigum eftir að hitt- ast í eilífðinni í himins dýrð. Sigurður Óskarsson, Friðrik Ingi Óskarsson, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir og fjölskyldur. Dalli, minn besti og skilnings- ríkasti vinur, þú sem aldrei fórst í manngreinarálit, hvert ert þú horfinn á braut? Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Farðu vel og hvíl í friði, þín er sárt saknað. Þín, Ólöf. Karl Pálsson HINSTA KVEÐJA Pabbi tengdist mörgum á ævi sinni og sýndi okkur sem stóðu honum næst kærleika. Með góðu for- dæmi sýndi hann hvernig við með greiðasemi getum breytt miklu fyrir aðra. Þess vegna urðu margir þeir sem kynntumst honum á lífsleiðinni vinir til ævi- loka. Hann gladdi okkur og nú megum við á sama hátt gleðja aðra sem verða á vegi okkar í framtíðinni. Þín Katrin Bára. Nú þegar ég kveð pabba minn, Karl, langar mig til að vitna í ljóð eftir bróður hans heitinn, Sigurð Þór Pálsson, sem, eins og pabbi, lést úr heilakrabbameini 1971. Nú kveður við nýjan söng nýjan, bjartan frelsissöng um ástina, vonina, Lífið. Ég ætla að finna Guðfinnu eftir áramót. (Sigurður Þór Pálsson, des. 1970) Ég elska þig. Íris.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.