Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Bandaríska leik- konan Meryl Streep hefur var- ist ásökunum starfssystur sinn- ar Rose McGow- an þess efnis að Streep hafi vitað af brotum kvik- myndaframleið- andans Harvey Weinstein en kosið að þegja yfir þeim. McGowan sakaði Weinstein um nauðgun fyrir tveimur mán- uðum og lýsti í vikunni yfir van- þóknun sinni á þeirri ákvörðun kvikmyndastjarna að vera svart- klæddar við afhendingu Golden Globe-verðlaunanna á næsta ári, til að mótmæla kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum. „Leikkonur eins og Meryl Streep ... ÞÖGN YKKAR er VANDAMÁLIÐ,“ skrif- aði McGowan á Twitter en hefur nú fjarlægt þau ummæli. Streep svar- aði því til að hún hefði ekki vitað af brotum Weinstein. Streep verst ásök- unum McGowan Meryl Streep Bragi Árnason stendur ásamt hópi tónlistar- fólks frá Íslandi, Georgíu, Marokkó, Líb- anon og Þýskalandi fyr- ir jólatónleikum í hús- næði Hjálpræðishersins í Mjódd annað kvöld, fimmtudag, kl. 20. Að- gangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum til styrktar starfsemi Hjálpræð- ishersins. „Starfsemi hersins er víðfeðm en hann stend- ur fyrir opnum dögum á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem fólki er boðið að koma og fá mat og, ef það vill, sækja sér margvíslega félagsþjón- ustu, ýmiss konar ráðgjöf, hælisleitendur hafa til dæmis sótt sér ráðgjöf um lögfræðiaðstoð. Hugmyndin er að ágóði tónleikanna renni til þessara opnu daga,“ segir í tilkynningu frá Braga, en allar nánari upplýsingar um starfsemi Hjálpræðishersins má finna á vefnum herinn.is. Hljómsveitina skipa auk Braga þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Rusa Petriashvili, Imad, Thabit Lakh, Salome Onashvili, Valentin Valle Domr- ing og Martin Tornow. Á efnisskránni verða jóla-, vetrar- og stemningslög sem hljómsveitin hyggst móta eftir eigin höfði. „Við lofum frábærri skemmtun og vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Bragi og tekur fram að þar sem hann starfi líka sem leikari og hafi fengist við uppistand sé aldrei að vita nema það verði einhver skemmtiatriði í bland við tónlistina. Tónleikar til styrktar Hjálpræðishernum Músík Salome Onashvili, Thabit Lakh, Valentin Valle Domring, Sigrún Kristbjörg Jónsd., Bragi Árnason, Rusa Petriashvili og Martin Tornow koma fram á tónleikunum. Það er sérkennilegt að tímavarla að opna nýja bók semberst en þannig var því þófarið með smásagnasafn Ragnars Helga Ólafssonar, Hand- bók um minni og gleymsku. Höfund- urinn er fjölhæfur listamaður, og einn snjallasti bókahönnuður okkar – og nýtur þess augsýnilega að klæða sínar eigin bækur í ein- staklega fínan búning. Kápan er eins og brúnleitt umslag og utan um það er hnýtt snæri og á mínu eintaki er það fest niður með stóru rauðu innsigli með flónshúfu á. Og fallegt er það en þó engin flónska í sögunum, eins og kemur í ljós þegar hnúturinn hef- ur verið leystur og byrjað að lesa. Þrettán sögur eru í safninu og hef- ur ein þeirra, „Fundur útvarpsráðs þann 14. mars 1984 og áhrif hans á kynverund drengsins“ áður birst í samnefndu sagnasafni, því fyrsta eftir Ragnar Helga en það var hluti þriðja bindis tímaritraðarinnar 1005 sem kom út árið 2015. Sögurnar í bókinni eru fjölbreyti- legar, bæði hvað efni og úrvinnslu varðar. Safnið er rammað inn með sögum um drengi í sveit. Í þeirri fyrstu, „Meðan á flóttatilrauninni stendur“, er fallega dregin upp mynd af strák sem hyggst strjúka úr sveitinni en þarf að taka afstöðu til þess hvort þær krónur sem hann á fari í rútumiða eða lakkrís. Höfund- urinn leikur sér þar með endurlit og minningar, þar sem sögumaður rifj- ar atburðina upp löngu síðar, með- vitaður um það hvernig tíminn breytir frásögnum svo að í „framtíð- inni mun ég reyna að finna mér leið inn í huga minn á þessu andataki, reyna að vita hvernig mér leið,“ seg- ir hann um mininguna um það þegar ákvörðun hafði verið tekin. Í síðustu sögunni, „Í kerru“, segir hins vegar af dreng sem liggur á bakinu á titr- andi gólfi traktorskerru og gleymir sér og fer að hugsa um eitthvað sem honum hefur verið sagt. Dregin er upp tær og fín mynd af upplifuninni sem er rofin þegar kerruhjólið lendir á steini og drengurinn man þá hver og hvar hann er „– rétt eins og mað- ur sem lýkur við að lesa bók“. Það er lokasetning bókarinnar og útskýrir að vissu leyti aðferð höfundarins, sem leikur sér með skrifin og bók- arformið á meðvitaðan hátt; og það kemur alls ekki á óvart að í nokkrum sagnanna kallast hann á við sögur og aðferðir argentíska sagnaskáldsins Jorge Luis Borgesar. Sagan „Funes yngri“ er hreinlega sögð „fyrir J.L.B.“ og þar er aftur fjallað um minningar og það á heimspekilegan hátt – sjálfsagt er að geta þess að höfundurinn er heimspekimennt- aður og leikur sér með slíkar pæl- ingar í nokkrum sagnanna – og hefst þessi á bókasafni þar sem Borges sjálfur starfaði. Í hinni örstuttu „Kortið“ segir síð- an af kortagerðarmanni sem kon- ungur einn fær það verkefni að „draga upp landabréf af hnettinum í raunstærð“ þar sem fótspor í sandi eiga að vera nákvæmlega á stærð við fót á manni. Og kortagerðarmað- urinn tók til starfa og merkti inn á örkina „nákvæma staðsetningu út- og innhafa, eyðimarka, fjalla, hóla, manna, dýra, skordýra, trjáa, stráa, steina, sandkorna. Í sömu mund hóf- ust hirðmenn konungsins handa við að vefja kortinu utan um hnattlaga tóm.“ Sögumaður einnar sögunnar kveðst vera dramatúrg og útskýrir hvernig það hefur orðið hans hlut- verk en líka hvernig hann setur sér ramma í nálgun sinni, þar sem grunnþættirnir eru vald og vitneskja en hann má þó ekki fara of nálægt sínum nánustu eftir að hafa orðið valdur að skilnaði foreldra sinna. Titilsaga bókarinnar, og sú lengsta, er síðan sett upp sem hefðbundið sendibréf frá manni til konu sem kveðst vilja vinda sér beint að er- indinu en hann veit ekki hvar hann á að byrja og lesandinn fær þá að ferðast með honum og minningunum aftur í tímann, meðan maðurinn finnur sér leið að efninu og segir frá upplifunum í hópi fólks sem vinnur að húsbyggingu á eyju við Ítalíu. Ein af bestu sögunum er fyrr- nefnd „Fundur útvarpsráðs þann 14. mars 1984 og áhrif hans á kynver- und drengsins“ þar sem segir á fal- legan og vel mótaðan hátt af ótta drengs í sveit við kjarnorkuárás á Keflavík. Sögurnar í Handbók um minni og gleymsku eru mis-áhrifaríkar en þetta er samt heildstætt og gott safn. Og sögurnar sýna að Ragnar Helgi hefur traust tök á forminu og nær að gera það að sínu, um leið og hann leikur sér með vísanir í verk annarra höfunda og á jafnvel samtöl við þau. Þrátt fyrir fjölbreytilegan frásagnarhátt og efnistök birtast ákveðin viðfangsefni endurtekið og á markvissan hátt, eins og tíminn og minningar, ábyggileiki frásagna og hinn tæri og bernski hugur. Vert er að geta þess að ekki er kápa bókarinnar bara vel hönnuð heldur er umbrotið ekki síður vand- að. Textinn situr vel á síðunum, letr- ið fallegt og spássíur eru rúmar og einhvernveginn hárréttar. Allt styð- ur þetta við ánægjulega lestrarupp- lifun þar sem maður gleymir sér yfir sögunum – áður en snærið er hnýtt aftur utan um bókina. Morgunblaðið/Ófeigur Höfundurinn „Ragnar Helgi hefur traust tök á forminu og nær að gera það að sínu,“ skrifar rýnir um áhugavert smásagnasafn höfundarins. Landabréf af hnettinum dregið upp í raunstærð Smásögur Handbók um minni og gleymsku bbbbn Eftir Ragnar Helga Ólafsson. Bjartur, 2017. Innbundin, 170 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Lau 30/12 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Stjarna er fædd! Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Mið 27/12 kl. 20:00 20. s Fös 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 29/12 kl. 20:00 22. s Lau 6/1 kl. 20:00 aukas. Draumur um eilífa ást Medea (Nýja sviðið) Fös 29/12 kl. 20:00 Frums. Fim 4/1 kl. 20:00 3. s Lau 6/1 kl. 20:00 5. s Mið 3/1 kl. 20:00 2. s Fös 5/1 kl. 20:00 4. s Fim 11/1 kl. 20:00 6. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 7/1 kl. 13:00 aukas. Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. Jólaflækja (Litla sviðið) Þri 26/12 kl. 13:00 aukas. Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Lau 13/1 kl. 13:00 3. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Saga íslensku þjóðarsálarinnar. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Lau 30/12 kl. 13:00 Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 Auka Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Hafið (Stóra sviðið) Þri 26/12 kl. 19:30 Frum Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Mið 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Mið-Ísland að - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 4/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 22:30 Lau 13/1 kl. 20:00 Fös 5/1 kl. 20:00 Fim 11/1 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 22:30 Fös 5/1 kl. 22:30 Fös 12/1 kl. 20:00 Sun 14/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 20:00 Fös 12/1 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Efi (Kassinn) Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 7/1 kl. 15:00 Frums Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 3.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.