Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Mason Cash skál, 29 cm Verð 5.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Vinsælu heima- og velúrgallarnir Alltaf til í mörgum litum og stærðum Gjafaöskjur | Ilmir | Leðurtöskur Hanskar | Sjöl Treflar | Húfur | Loðkragar | Ponsjó | Silkislæður Seðlaveski | Skart | Peysur | Bolir GLÆSILEGAR JÓLAGJAFIR JÓLAGJÖFIN HENNAR DRAUMAYFIRHÖFNIN Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 Opið laugardag 10-20 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ASÍ gagnrýnir fjölmörg atriði í fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í nýrri umsögn til þingsins og minnir á kröfur hreyfingarinnar um að skattkerfisbreytingar verði endur- skoðaðar til fjármögnunar á nauð- synlegum velferðarumbótum. Endurskoðun kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum blasir við í febrúar og endurnýjun samn- inga á næsta ári og beinir ASÍ því til stjórnvalda að tryggja þurfi bæði efnahagslegan stöðugleika sem verji kaupmátt launafólks og fé- lagslegan stöðugleika sem tryggi velferð og lífskjör. Samspil þessara tveggja þátta sé lykilatriði til að skapa grundvöll að sátt og stöð- ugleika á vinnumarkaði. Gagnrýnt er í umsögninni, sem Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, skrifar, að þrátt fyrir að í frumvarp- inu sé gert ráð fyrir að viðmiðunar- fjárhæðir barnabóta hækki um 8,5% og tekjuskerðingarmörk um 7,4% sé áætlað að útgjöld til barnabóta lækki um ríflega 200 milljónir frá yfirstandandi ári. „Í því samhengi má benda á að tekjuskerðingar- mörk barnabóta hafa lækkað veru- lega að raungildi en þau hafa verið óbreytt frá árinu 2013 á sama tíma og launavísitala hefur hækkað um tæplega 40%. Útgjöld til barnabóta halda því áfram að dragast saman að raungildi líkt og undanfarin ár og fjölskyldum sem fá greiddar barnabætur að fækka,“ segir í um- sögninni. Tekjuskerðing við 241 þús. langt undir lágmarkslaunum Einnig segir að nú sé svo komið að tekjuskerðing barnabóta muni á næsta ári miðað við áform frum- varpsins hefjast við tæplega 241.000 kr. mánaðartekjur foreldris, sem sé langt undir lágmarkslaunum fyrir fullt starf á vinnumarkaði sem eru nú 280.000 kr. og verða frá og með 1. maí 2018 kr. 300.000. ,,Gera má ráð fyrir að hjón með tvö börn, sem bæði hafa tekjur við neðri fjórð- ungsmörk, fái saman um 3.000 krónur í barnabætur á mánuði.“ Ennfremur gagnrýnir ASÍ þá raunlækkun sem hafi orðið á vaxta- bótum. Framlög til þeirra lækki um tvo milljarða króna frá fyrra ári og hefur húsnæðisstuðningur í gegnum vaxtabótakerfið lækkað um 67% að raungildi frá árinu 2013 og heim- ilum sem fengu greiddar vaxtabæt- ur fækkaði um tæplega 16.000 milli áranna 2013 og 2016 að því er fram kemur í umsögn ASÍ. Í umfjöllun um húsnæðisbætur til leigjenda segir: „Ekki er að sjá að gert sé ráð fyrir framlögum til hækkunar á bótafjárhæðum hús- næðisbóta né skerðingarmarka vegna tekna sem þýðir að dregið er úr stuðningi við leigjendur að raun- virði og fækka mun í hópi þeirra sem rétt eiga á stuðningi. Sam- kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að framlög til húsnæðisbóta fari lækkandi til ársins 2020.“ Stofnframlag dugar ekki til Þá kemur fram að þriggja millj- arða stofnframlag ríkisins til al- menna íbúðakerfisins skv. loforði sem gefið var við gerð kjarasamn- inga vorið 2015 dugi ekki til bygg- ingar á þeim fjölda íbúða sem lofað var, þ.e. um 600 íbúða á ári, vegna mikillar hækkunar á byggingar- kostnaði. Í fjárlagafrumvarpinu er ekki tekið á þeim alvarlega veikleika í ís- lenska heilbrigðiskerfinu að mati ASÍ sem er sagður vera sá að einkarekinn hluti þjónustunnar hafi vaxið á kostnað opinberu þjónust- unnar. „Ekki er að sjá í frumvarp- inu að gert sé ráð fyrir framlagi til að draga úr greiðsluþátttöku sjúkl- inga í heilbrigðiskerfinu eins og fyr- irheit hafa verið gefin um. Nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi hinn 1. maí sl. en skv. því greiða almenn- ir notendur að hámarki 69.700 krón- ur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu sem er umtalsvert meira en það 50.000 kr. hámark sem fyrirheit voru gefin um við afgreiðslu breyt- inganna á Alþingi vorið 2016,“ segir ennfremur í umsögninni. Skerðingar enn auknar Bent er á að bætur almanna- trygginga til öryrkja hækka um 4,7% um áramót en framfærslu- uppbót sem skerðist krónu á móti krónu hækki um 16% og hámarks- bætur til örorkulífeyrisþega sem búa einir hækka þannig um 7,1% og verða 300.000. „Með þessu eru enn auknar skerðingar á tekjulægstu líf- eyrisþegana og munurinn á þeim sem búa einir og með öðrum eykst enn,“ segir í umsögninni og einnig kemur þar fram að ellilífeyrir al- mannatrygginga hækki um 4,7% um áramót en heimilisuppbót til þeirra sem búa einir hækki um tæp- lega 16% og verða hámarksbætur til þeirra sem búa einir þá 300.000. „Sú leið að hækka heimilisuppbót umfram almennar bætur eykur þannig enn muninn á bótum þeirra ellilífeyrisþega sem búa einir og þeirra sem eru í sambúð. Segja má að með þessu séu teknar upp tekju- tengingar vegna maka að nýju í breyttu formi.“ ASÍ gagnrýnir lægri bætur og framlög  Fjölmargar athugasemdir í umsögn við fjárlagafrumvarpið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í þingsal Fáir starfsdagar eru til stefnu á Alþingi til áramóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.