Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Miðstöð íslenskra bókmennta bárust 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku á þessu ári en í fyrra, skv. tilkynningu frá miðstöð- inni og fjölgaði umsóknum töluvert í flokki barna- og ungmennabóka. Tæpum átta milljónum króna var út- hlutað í 23 styrki til þýðinga á ís- lensku í seinni úthlutun ársins en umsóknarfrestur rann út í nóv- ember. 49 umsóknir bárust um styrki í seinni úthlutun og var sótt um tæpar 38 milljónir króna. Alls bárust á árinu öllu 87 um- sóknir um styrki til þýðinga á ís- lensku en í fyrra voru þær 67. Er það metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta ef frá er talið ár- ið 2008, en þá bárust 97 umsóknir í þessum flokki, að því er segir í til- kynningu. „Það kallast á við afger- andi niðurstöðu könnunar sem Mið- stöð íslenskra bókmennta lét gera fyrir stuttu, en þar kemur fram að 80,7% landsmanna finnst mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á ís- lensku,“ segir þar. Meðal þeirra verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru skáldsagan Daha eftir Hakan Günday í þýðingu Friðriks Rafns- sonar, Book of Dust Vol. 1: La Belle Sauvage eftir Philip Pullman í þýð- ingu Guðna Kolbeinssonar, Dancing in Odessa eftir Ilya Kaminsky í þýð- ingu Sigurðar Pálssonar, Conversa- tion with friends eftir Sally Rooney í þýðingu Bjarna Jónssonar, Gilead eftir Marilynne Robinson í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar og On Tyr- anny: Twenty Lessons from the Twentieth Century eftir Timothy D. Snyder í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Alls var tæplega 18 milljónum króna úthlutað til 44 þýðingaverk- efna á árinu 2017. Auglýst er tvisvar á ári eftir umsóknum, í mars og nóv- ember. Philip Pullman Sally Rooney Timothy Snyder Marylinne Robinson Umsóknir um þýð- ingastyrki 30% fleiri ROYAL Tryggir öruggan bakstur Hneturánið 2 Ævintýramynd um sérvitran íkorna og vini hans. Metacritic 37/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 15.00 Skrímslafjölskyldan IMDb 5,1/10 Sambíóin Kringlunni 15.40 The Party Janet heldur veislu til að fagna stöðuhækkun en ekki fer allt eins og hún bjóst við. Morgunblaðið bbbbb Metacritic 73/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 18.00, 20.00 The Killing of a Sacred Deer Skurðlæknirinn Steven flæk- ist inn í erfiðar aðstæður sem þarf að færa óhugsandi fórn, eftir að ungur drengur sem hann tekur undir verndarvæng sinn fer að haga sér undarlega. Metacritic 73/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 17.45, 20.00 Listy do M3 Bíó Paradís 17.45 Justice League 12 Batman safnar liði af ofur- hetjum; Wonder Woman, Aquaman, Cyborg og The Flash, til að sigrast á að- steðjandi ógn. Metacritic 49/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 22.20 Murder on the Orient Express 12 Einn af farþegum Austur- landahraðlestarinnar er myrtur í svefni og Hercule Poirot fær tækifæri til að leysa málið. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 56/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 17.20, 20.00, 22.30 Háskólabíó 21.00 I, Tonya 12 Myndin segir frá þeim fræga atburði þegar ráðist var á bandarísku listskautadrottn- inguna Nancy Kerrigan í árs- byrjun 1994 og tilraun gerð til að fótbrjóta hana. Metacritic 73/100 IMDb 7,6/10 Háskólabíó 17.50, 21.00 Reynir sterki 16 Sagan af Reyni Erni Leós- syni, sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugn- um sem sterkasti maður í heimi. Smárabíó 19.00 Undir trénu 12 Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði for- eldranna skyggir á garð ná- grannanna, sem eru þreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 16.40 Háskólabíó 18.00 Wonder Saga um ungan dreng með afmyndað andlit, sem tekst að fá fólk til að skilja að feg- urð er ekki á yfirborðinu. Metacritic68/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00 Háskólabíó 18.00, 20.50 Jigsaw 16 Lík finnast hér og þar í borg- inni og þau benda til þess að hryllileg morð hafa verið framin að undanförnu. Metacritic 39/100 IMDb6,1/10 Laugarásbíó 22.15 Blade Runner 2 16 Nýr hausaveiðari kemst að gömlu leyndarmáli sem gæti valdið miklu umróti í sam- félaginu. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 82/100 IMDb 8,8/10 Smárabíó 18.30, 21.10 A Bad Mom’s Christmas 12 Vanvirtu og yfirkeyrðu mæð- urnar Amy, Kiki og Carla ákveða að gera uppreisn gegn því ofurverki sem allar mæður verða að kljást við: Jólunum. Eins og það sé ekki nóg að skapa hina fullkomnu hátíð, þá þurfa þær að stjana við mæður sínar þegar þær koma í heimsókn um jólin. Metacritic 42/100 IMDb 5,7/10 Laugarásbíó 20.00 Háskólabíó 18.10, 20.50 Thor: Ragnarok 12 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 72/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Coco Röð atburða, sem tengjast aldagamalli ráðgátu, fer af stað. Það leiðir til óvenju- legra fjölskylduendurfunda. Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 15.40 Sambíóin Akureyri 17.40 Litla vampíran Tony langar að eignast vin til að hleypa smá ævintýrum inn í líf sitt. Metacritic 45/100 IMDb 5,9/10 Smárabíó 16.20 Laugarásbíó 14.00, 16.00 Myndin byrjar strax og sú síðasta endaði. Rey heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og Luke Skywalker. Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 14.00, 15.00, 18.00, 21.00, 22.20 Sambíóin Álfabakka 15.50, 16.50, 19.00, 20.00, 22.10, 23.10 Sambíóin Egilshöll 16.00, 19.30, 21.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 16.20, 18.00, 19.30, 21.10, 22.40 Sambíóin Akureyri 16.20, 19.30, 22.20, 22.40 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.40, 22.20 Smárabíó 15.50, 16.40, 19.00, 20.00, 22.00, 22.10 Star Wars VIII - The Last Jedi 12 Daddy’s Home 2 Í myndinni hafa þeir Dusty og Brad ákveðið að taka höndum saman um að halda hin full- komnu jól fyrir börnin. Metacritic 30/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.40 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio The Disaster Artist 12 Mynd sem skyggnist bakvið tjöldin þegar verið var að gera myndina The Room, sem hefur fengið stimpilinn versta kvik- mynd allra tíma. Metacritic 76/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.